Elliðaey og tónlistarhús

Á síðustu vikum og mánuðum hefur komið fram nokkuð eindreginn vilji ráðamanna þjóðarinnar til að reisa svokallað tónlistarhús, að meira eða minna leyti fyrir fé úr ríkissjóði. Fyrir byggingu hússins hafa verið færð ýmis rök en andmælendur hugmyndarinnar telja að það sé ekki hlutverk ríkisins að reisa slík hús. Þeir sem einna helst þrýsta á um byggingu hússins eru tónlistarmenn. Deiglan sá athyglisverðan flöt á málinu koma upp nú í vikubyrjun.

Á síðustu vikum og mánuðum hefur komið fram nokkuð eindreginn vilji ráðamanna þjóðarinnar til að reisa svokallað tónlistarhús, að meira eða minna leyti fyrir fé úr ríkissjóði. Fyrir byggingu hússins hafa verið færð ýmis rök en andmælendur hugmyndarinnar telja að það sé ekki hlutverk ríkisins að reisa slík hús. Þeir sem einna helst þrýsta á um byggingu hússins eru tónlistarmenn. Deiglan sá athyglisverðan flöt á málinu koma upp nú í vikubyrjun.

Því er svo háttað að stærsti landeigandinn á Íslandi er íslenska ríkið. Hið opinbera á jarðir um allar jarðir og hefur litla sem enga rentu af þeim. Ein slík jörð er Elliðaey á Breiðafirði, en sem kunnugt er hefur Björk Guðmundsdóttir óskað eftir að fá að kaupa eynna. Björk hefur áður látið í ljós aðdáun sína á íslenskri náttúru með afgerandi hætti. Reyndar hafa flestir þeir, sem teljast til íslenskra listamanna, lýst hinum og þessum óbyggðasvæðum landsins sem ómetanlegum náttúruperlum.

Eins og staðan er í dag er vandséð að ríkissjóður hafi ráðrúm til að eyða einhverjum þúsundum milljónum króna í tónlistarhús. Hins vegar á ríkið eignir í formi eyðijarða, sem engum eru verðmætar, nema unnendum „óspilltrar náttúru“. Nú er því lag fyrir ríkisvaldið að losa sig við alllar „einskis nýtu“ eyðijarðirnar, selja þær náttúruelskandi listamönnum þjóðarinnar og láta andvirði eignanna renna í byggingu tónlistarhúss.

Svo má reyndar bara sleppa þessu umstangi öllu saman og láta tónlistarmenn sjálfa reisa sitt hús, selja aðgang að því og láta það borga sig þannig upp.

Latest posts by Borgar Þór Einarsson (see all)

Borgar Þór Einarsson skrifar

Borgar hefur skrifað á Deigluna frá stofnun, 3. febrúar 1998.