Hryðjuverkaárásin í Beslan í Rússlandi minnir okkur á hve berskjaldaður almenningur er gagnvart illvirkjum sem engu eira í sókn sinni eftir því að valda saklausu fólki hörmungum.
Undankeppni heimsmeistaramótsins í knattspyrnu hefst í dag. Íslendingar leika gegn Búlgörum á heimavelli og ætla sér að ná öðru af tveimur efstu sætum undanriðilsins. Er það raunhæft markmið, eða er um að ræða eilífa draumóra lítillar þjóðar?
Helgarnesti dagsins fjallar að mestu leyti um helgarnesti dagsins.
Bankarnir hafa heldur betur lífgað upp á tilveruna með sterkri innkomu sinni á íbúðalánamarkað á undanförnu. Íbúðalánasjóður svarar með hroka og Framsókn þakkar sér fyrir góðaveðrið.
Meginlínur í skýrslu viðskiptaráðherra um íslenskt viðskiptaumhverfi virðast flestar vera í ágætu samræmi við þær hugmyndir sem fyrirtækin sjálf hafa sett fram. Markmið stjórnvalda hlýtur að vera að efla atvinnulífið og ljóst er að ekki má ganga lengra en skýrslan segir ef löggjöf á þessu sviði á ekki að reynast hamlandi fyrir áframhaldandi framþróun íslensks viðskiptalíf. En mikilvægasta aðhaldið er markaðurinn sjálfur.
Á íbúðalánamarkaði geisar nú verðstríð sem engan hefði grunað að væri í uppsiglingu fyrir tveim vikum síðan. Umræður um stimpilgjöld og uppgreiðslu einfalda ekki málið og skeytin ganga á víxl milli bankastofnana, íbúðalánasjóðs og félagsmálaráðherra.
Frestur sá er öryggisráð Sameinuðu þjóðanna veitti stjórnvöldum í Súdan til að koma á friði í Darfur-héraði rann út í gær. Fróðlegt verður að sjá hvað gerist á næstu vikum og hvort alþjóðasamfélagið muni grípa til aðgerða.
Ólympíuleikunum lauk á sunnudag. Venju samkvæmt er maraþonhlaup ein seinasta frjálsíþróttagrein leikanna. Þegar um 6 kílómetrar voru eftir ruddist snaróður maður inn á brautina, öskraði einhverjar heimsendaþvælur og ýtti Brasilíumanninum sem var í forustu út í áhorfendaskarann. Sá náði sér aldrei almennilega eftir þetta og endaði í þriðja sæti.
Að undanförnu hefur jafnaðarkaup verið í umræðunni hvað varðar ungt fólk í atvinnulífinu. Jafnaðarkaup byggist á því að greidd laun á klukkustund taka ekki mið að því hvaða tíma dags er unnið eða hvaða dag vikunnar.
Óleyfileg lyfjanotkun er vaxandi vandamál meðal íþróttamanna. Eftirlitsaðilar og yfirvöld eiga sífellt erfiðara með að greina notkun slíkra efna og ekki einfaldast málið ef íþróttamenn fara að nota tilbúna erfðavísa til að styrkja vöðva og auka úthald.
Eins og alþjóð veit gekk íslenska landsliðinu í handknattleik ekki sem skyldi á Ólympíuleikunum í Aþenu sem lauk í gærkveldi. Liðið endaði í níunda sæti og verður að telja það algjörlega óásættanlegan árangur.
Ólympíuleikunum í Aþenu lýkur á sunnudag. Þar hefur verið keppt í flestum íþróttagreinum, sumum býsna undarlegum. Þó verður ekki hjá því komist að stinga upp á nýjum greinum sem ættu fullt erindi til Aþenu.
Þann 1. júlí síðastliðinn hófst skráning á lénum með sér íslenska stafi og geta menn nú skráð lén eins og tómas.is og svo framvegis. Enn sem komið er hafa lén með þessum séríslenskum stöfum miklar takmarkanir en vonandi mun það breytast.
Sérstaða Íslands er hugtak sem oft ber á góma og furðuoft á æðstu stöðum. Sjálfur hef ég átt erfitt með skilja hvað fælist í umræddri sérstöðu, enda missti ég eflaust af einhverju fyrstu átta æviárin meðal ég bjó í útlöndum.
Knattspyrnan er harður heimur þar sem peningar skipta sífellt meira máli. Leikmenn ganga kaupum og sölum og laun þeirra hækka sífellt, en þessi þróun er við það að sliga fjárhag vel flestra evrópskra knattspyrnufélaga.
Úrvalsvísitalan heldur áfram að hækka og virðist fátt benda til þess að hlutabréf fari að lækka. Að undanförnu hefur vísitalan verið drifin áfram af gengishækkunum í bönkum og fjárfestingafélögum.
Í dag fer fram útför Árna Ragnars Árnasonar alþingismanns. Hans verður saknað, enda fór þar maður sem þurfti ekki á sviðsljósi og myndavélum að halda til að vinna góð verk.
„Þetta er ólöglegur innflutningur,“ sagði tollvörður á Keflavíkurflugvelli alvarlegum augum við mig þegar ég kom heim frá Kaupmannahöfn um helgina. „Hvað áttu við?“ spurði ég forviða og skelkaður í senn. „Það er ólöglegt að koma með salami álegg inn í landið.“
Hvað er besta bókin sem þú hefur lesið? Besta myndin sem þú hefur séð? Besti geisladiskur sem þú hefur hlustað á? Út frá hvaða forsendum? Skiptir það máli? Þótt valið geti verið erfitt er áhugavert að velta slíku fyrir sér, og velja svo það besta.
Flokkadrættir í bandarískum stjórnmálum eru nánast alveg hættir að orsakast af mismunandi efnahag fólks. Í dag eru það deilur milli „þekkingarelítunnar“ og „businesselítunnar“ sem móta stjórmálabaráttuna.