Fáviti aldarfjórðungsins

Ólympíuleikunum lauk á sunnudag. Venju samkvæmt er maraþonhlaup ein seinasta frjálsíþróttagrein leikanna. Þegar um 6 kílómetrar voru eftir ruddist snaróður maður inn á brautina, öskraði einhverjar heimsendaþvælur og ýtti Brasilíumanninum sem var í forustu út í áhorfendaskarann. Sá náði sér aldrei almennilega eftir þetta og endaði í þriðja sæti.

Ólympíuleikunum lauk á sunnudag. Venju samkvæmt er maraþonhlaup ein seinasta frjálsíþróttagrein leikanna. Þegar um 6 kílómetrar voru eftir ruddist snaróður maður inn á brautina, öskraði einhverjar heimsendaþvælur og ýtti Brasilíumanninum sem var í forustu út í áhorfendaskarann. Sá náði sér aldrei almennilega eftir þetta og endaði í þriðja sæti.

Maraþonhlaup er 42.195 metrar. Að hlaupa slíkt hlaup er mikil þrerkraun og að baki hverju hlaupi liggur mikill undirbúningur. Þetta á auðvitað við um flestar íþróttir. En í fáum íþróttagreinum fá íþróttamennirnir jafnfá tækifæri til að láta ljós sitt skína. Bestu maraþonhlaupararnir hlaup í mesta lagi tvö keppnishlaup á ári, eitt á vorinn og annað á haustin. Þegar hlaupið ber svo á miðju sumri (eins og ólympíuhlaupið) er líklegt að hlauparnir fái ekki önnur tækifæri á árinu.

Það var því einkar sorglegt að sjá margra mánaða undirbúning Brasilíumannsins fara í súginn. Sérstaklega þegar horft er til þess að hann mun líklegast aldrei fá annað tækifæri til að vinna Ólympíugull. Það er einnig sorglegt að hugsa til þess að maðurinn sem svipti hann gullverðlaununum hefur frammi fyrir lögunum ekki gerst sekur um annað en að trufla íþróttaviðburð, sem telst smáafbrot. Hefði hann hrækt á öryggisvörð, hefði hann eflaust verið í verri málum.

Fram hefur komið í fréttum að umræddur aðili sé fyrrverandi prestur og hafi spáð fyrir heimsendi. Hvort það sé nóg til að hann teljist ósakhæfur vegna geðveilu skal ósagt látið, enda hafa heilu stóru trúsöfnuðirnir verið byggðir í kringum svipaða speki. Hins vegar þykir ljóst að til að fljúga sérstaklega til Aþenu, fara í þjóðbúning og trufla íþróttaatburð með milljarðaáhorf þarfnast grunsamlega mikillrar útsjónarsemi þótt það þurfi auðvitað ekkert með geðheilsu að gera.

En utan við allar lögfræðilegar skilgreiningar og umræðu um klúður skipuleggjenda stendur auðvitað íþróttamaðurinn sem missti af gullinu, stærsta tækifæri lífs síns.

Það hvort sá sem stal af honum hafi verið fáviti í hinni gömlu eða nýju merkingu þessa orðs, skiptir kannski ekki svo miklu máli.

Latest posts by Pawel Bartoszek (see all)

Pawel Bartoszek skrifar

Pawel hóf að skrifa á Deigluna í september 2002.