Tómas.is

Þann 1. júlí síðastliðinn hófst skráning á lénum með sér íslenska stafi og geta menn nú skráð lén eins og tómas.is og svo framvegis. Enn sem komið er hafa lén með þessum séríslenskum stöfum miklar takmarkanir en vonandi mun það breytast.

Þann 1. júlí síðastliðinn hófst skráning á lénum með sér íslenska stafi og geta menn nú skráð lén eins og tómas.is og svo framvegis. Enn sem komið er hafa lén með þessum séríslenskustöfum miklar takmarkanir en vonandi mun það breytast.

Umræða um þetta ku hafa verið frá upphafi skráningar á .is lénum en hún hófst fyrir alvöru árið 2003, en sú vinna skilað því að nú er hægt að skrá þessi lén. Þau tákn sem boðið verður upp á eru:

á -> a

ð -> d

é -> e

í -> i

ó -> o

ú -> u

ý -> y

þ -> th

æ -> ae

ö -> o

Fyrstu 6 mánuðina eiga þeir forgang sem eiga skráð lén, en vilja breyta nafninu yfir í séríslenska stafi, skv. töflunni hér að ofan. Þannig hafi ég átt tomas.is, hefði ég nú forgang yfir í tómas.is, hins vegar hefur ekki frést af flóði einstaklinga sem hafa farið og tryggt sér sín lén með séríslenskum stöfum.

Ýmsir hafa bent á það hversu dýr lén eru á Íslandi og hefur umræða um slíkt fylgt þessum nýju lénum frá upphafi. Þannig þurfa fyrirtæki sem áður höfðu eitt lén nú að kaupa tvö til að tryggja að enginn óviðkomandi fari að nota lénið. Stærri fyrirtæki munu líklega leggja af stað út í að skrá lén sér tengd líka á með séríslenskum stöfum en ólíklegra að minni aðilar leggi út í þann kostnað. Eftir þetta 6 mánaða tímabil mun gilda fyrstur kemur, fyrstur fær.

Vandamálið við skráninguna á lénum með séríslenska stafi er fyrst og fremst skortur á stuðningi. T.d. myndi ganga mjög illa að nota netfangið tómas@tómas.is og ekki er víst að allir gætu farið inn á netsíðuna mína. Þessi viðbót er því fyrst og fremst skemmtileg og þjóðleg en hefur enn sem komið er ekki nægjanlega nytsemi til að verða almenn.

Hins vegar hafa fjölmargar þjóðir verið að skoða þessi mál. Bæði Norðmenn og Danir hafa amk. byrjað að bjóða þetta og líklega fleiri þjóðir. Það má því telja líklegt að á næstu árum, með fleiri þjóðum, verði stuðningur við þessi þjóðlegu lén aukinn og póstur og vafrar muni ganga greiðar fyrir sig.

Latest posts by Tómas Hafliðason (see all)

Tómas Hafliðason skrifar

Höfundur hefur skrifað á Deigluna frá árinu 2002. Höfundur er verkfræðingur frá Háskóla Íslands og rekur eigið fyrirtæki.