Umræða um gervigreind skýtur upp kollinum með reglulegu millibili og stundum í óvenjulegu samhengi. Sem dæmi má nefna fyrirlestur dr. Kristins R. Þórissonar í Klink og Bank síðastliðið sumar um gervigreind og gagnvirka listsköpun! En oftast virðist gervigreind fá athygli almennings þegar frumsýndar eru Hollywood myndir á borð við iRobot, Terminator N og Matrix.
Á undanförnum misserum hafa sumir Vestfirðingar haldið á lofti kröfu um að stofnaður verði sjálfstæður háskóli á Ísafirði. Út frá sjónarmiði háskólamenntunar í landinu er þetta hið versta mál.
Í gær fjölgaði Íslendingum um einn þegar Alþingi veitti Bobby Fischer íslenskan ríkisborgararétt. Nú verður spennandi að sjá hve vel honum Bobby gangi að aðlagast íslenskri menningu, læra tungumálið og skila sínu framlagi til samneyslunnar.
ESB tók við friðargæslu af NATO í Bosníu í desember og er það af mörgum talinn prófsteinn á hvort sameiginleg utanríkis- og varnarstefna sambandsins geti gengið.
Ríkisreknar sjónvarpsstöðvar standa alltaf frammi fyrir ákveðnum vanda: Hvort eiga þær að að sýna nákvæmlega það sama og einkareknu stöðvarnar eða einbeita sér að svokallaðri „metnaðarfullri“ dagskrá, þ.e.a.s. dýrum, óhagkvæmum þáttum sem allt of fáir nenna að horfa á?
Deili var lokað á miðnætti en Deilir var samansafn tengipunkta, þar sem fólk gat hist og sótt efni svo sem tónlist, forrit og beint af öðrum notendum. Þessir tengipunktar hafa verið gríðarlega vinsælir og hafa þúsundir manns sótt þá á degi hverjum.
Í drepleðinlegu helgarnesti dagsins er fjallað um hátíðarkvöldverð sem haldinn verður til heiðurs afreksmanninum Ólafi Ragnari Grímssyni á Waldorf-Astoria hótelinu í New York-borg annað kvöld.
Er möguleiki á að okkar kynslóð lifi svo lengi að elstu menn muni ekki muna neitt?
Á síðustu árum hefur andstæðingum hnattvæðingar farið fjölgandi og nú er svo komið að í hvert skipti sem stofnanir á borð við Alþjóðabankann, Alþjóðaviðskiptastofnunina (WTO) eða Alþjóðagjaldeyrissjóðinn (IMF) funda, mæta tugþúsundir ungmenna til þess að mótmæla alþjóðavæðingu. En hverju eru þeir í raun og veru að mótmæla ?
Yfirleitt er talað um að það sé dýrara að leigja en kaupa, hins vegar hefur íbúðaverð þotið upp að undanförnu og þegar það gerist á svo skömmum tíma nær leiguverð oft ekki að fylgja með.
Hefur ungt fólk almennt áhuga á stjórnmálum eða stendur minni kynslóð bara á sama? Ástæðan fyrir þessum vangaveltum er að ég sá um daginn innskot hjá Íslandi í dag þar sem var tekin smá könnun á því hvort að unga fólkið þekkti ráðherrana í ríkisstjórninni.
Fyrir u.þ.b. einu og hálfu ári ákvað ég að reyna að taka upp nýjan lífsstíl. Ég ákvað að fara að hreyfa mig og styrkja, létta mig og liðka. Reyndar hafði ég reynt áður að taka mig á í heilsusamlegu líferni en einhvernvegin tókst mér alltaf að snúa mér aftur að hamborgurunum.
Eitt má telja að öruggt sé í lífi sérhvers manns-og það er að einhvern tímann á lífsleiðinni mun hann deyja. Hafi viðkomandi ekki ráðstafað eigum sínum fyrir andlátið með einhverjum hætti þarf einhverjar reglur eða leiðbeiningar um hver eigi þá að fá reitur þess látna og með hvaða hætti.
Senn líður að kosningum. Víst er að margir íhuga þann möguleika að gefa kost á sér til setu í sveitarstjórn fyrir sinn flokk í sínu sveitarfélagi. Áður en hægt er að taka slíka ákvörðun er rétt að kynna sér hvaða skyldur það eru sem starfinu fylgja. Hér verður farið yfir nokkur atriði varðandi hlutverk og pólitíska ábyrgð sveitarstjórnarmanna.
Blogg er eitthvað sem hefur náð gríðarlegum vinsældum. Jafnvel er talið að tugir þúsunda einstaklinga bloggi á Íslandi. Í sumum aldurshópum blogga nánast allir eða hafa amk. prufað að blogga með misjöfnum árangri. Margar greinar hafa verið skrifaðar um bloggið og hefur “æðið” varað í nokkur ár.
Ráðning nýs fréttastjóra á fréttastofu Ríkisútvarpsins í vikunni og viðbrögð við henni hafa sýnt glögglega fram á hversu óheppilegt það er að ríkisvaldið standi í rekstri fjölmiðla, svo ekki sé talað um fréttastofu.
Svokallaður líkamsþyngdarstuðull (e. Body Mass Index) er víða notaður sem mælikvarði á líkamsástand og er sífellt meira í umræðunni, stundum á heldur óvarkáran hátt. Nýlegt dæmi er þingsályktunartillaga Ástu R. Jóhannesdóttur um hreyfingu sem valkost í heilbrigðiskerfinu þar sem fram kemur að „65% fullorðinna séu yfir æskilegri þyngd og fylgir því fjöldi sjúkdóma“.
Helgarnestið að þessu sinni helgað hámenningu, en ekki IDOL stjörnuleit hreyfimyndum og annarri lágmenningu. Enda kominn tími til fyrir löngu að gefa hámenningu gaum og
uppfræða þá sem að telja að gyðja sönglistarinnar sé með lögheimili í Smáralind og að lærisneiðar hennar séu þeir sem hljóta náð fyrir panel af poppurum.
Svo virðist sem ný stétt fasteignaheildsala sé að ryðja sér til rúms í íslenska atvinnulífinu. Margir býsnast yfir því að þessir menn nái skjótfengnum gróða við að selja eignir á uppsprengdu verði.
Til að finna misnotuð börn hafa verið búnar til ýmsar aðferðir til sigta þau út eða finna svokölluð “rauð flögg” í hegðunarmynstri þeirra sem benda til þess að eitthvað gæti verið að í þeirra nánasta umhverfi. Macdonald þríforkurinn er ein þeirra aðferða.