Deilir ei meir

Deili var lokað á miðnætti en Deilir var samansafn tengipunkta, þar sem fólk gat hist og sótt efni svo sem tónlist, forrit og beint af öðrum notendum. Þessir tengipunktar hafa verið gríðarlega vinsælir og hafa þúsundir manns sótt þá á degi hverjum.

Deili var lokað á miðnætti en Deilir var samansafn tengipunkta, þar sem fólk gat hist og sótt efni svo sem tónlist, forrit og beint af öðrum notendum (Peer to Peer). Sögðu stjórendurnir að ástæðan væri fyrst og fremst vanþakklæti notenda, en þeir sem hafa staðið í þesssu hafa staðið sig gríðarlega vel. Þeir hafa lagt á sig bæði vinnu og peninga til að halda þessu gangandi.

Þessir tengipunktar virka þannig að aðili með rétt forrit (dc) getur tengst inn á þá, oftast gegn því að viðkomandi deili sjálfur ákveðið miklu af efni. Þannig geta menn tengst inn á misstórar veitur eftir því hversu mikið menn eiga af efni eða eru viljugir að deila. Hjá Deili voru í boði punktar við 0, 25 GB, næst 75 GB og að lokum einn sem var fyrir 300 GB og meira. Að sjálfsögðu voru menn hvattir til þess að deila út löglegu efni en klámefni var nánast eina sem menn voru stöðvaðir með.

Gríðarlegur notendafjöldi var á þessum kerfum, en í frétt á Netfrelsi má sjá að 31. janúar síðastliðinn voru 4805 notendur inn á þessum kerfum (þekktum) og alls var deilt út 308,43 terabætum af efni. Það er því ljóst að bæði er mikil eftirspurn og mikið framboð. Þessar tölur eru þó fengnar af opinberum og þekktum tengipunktum. Deilir er þar langstærstur en auk Deilis eru fjölmörg minni opin samfélög. Auk þeirra eru til ýmis minni og lokuð samfélög, oft utan um efni sem voru bönnuð á Deili.

Nú hafa fyrrtæki eins og Hive hafa haft forystu um að setja fast verð á ADSL tengingar óháð niðurhali. Þetta hefur og mun hafa þau áhrif að menn mun ekki lengur nýta sér þjónustu innlendra tengipuntka enda helsta forsenda þeirra sú hversu dýrt er að sækja efni frá útlöndum. Til að mynda kostaði um 1500 krónur að sækja eina bíómynd. Í það heila mun það gera yfirvöldum enn erfiðara um vik að finna “glæpamennina”, þegar þeir hætta að sækja einn innlendan punkt en dreifa sér á marga erlenda.

Þótt aðstandendur Deilis hafi nú ákveðið að hætta rekstri þeirra vegna vanþakklætis eru líklega fleiri ástæður að baki og þær snúa líklega frekar að ótta við fleiri “raid” á næstunni – þá myndi þetta áhugamál þeirra kosta þá stórfé. Sjálfsagt eru aðilar þeirra samtaka framleiða efni hæstánægðir með lokunina. Þó er rétt að rifja upp hvernig fór eftir húsleitir lögreglum. Þá dró verulega úr niðurhali í fáeina daga en það fór fljótt aftur í fyrra horf. Nú þegar eru aðrir aðilar farnir að skipuleggja nýja tengipunkta. Efnismagnið eykst og leiðunum fjölgar. Það verða alltaf nýjar leiðir og meira efni. Baráttan gegn niðurhali á netinu er erfið þessa daga, enda eftirspurnin mikil og framboðið nægt. Til lengri tíma litið er það mjög hæpið að lokun Deilis hafi nokkur áhrif á sívaxandi aukningu niðurhals á internetinu.

Latest posts by Tómas Hafliðason (see all)

Tómas Hafliðason skrifar

Höfundur hefur skrifað á Deigluna frá árinu 2002. Höfundur er verkfræðingur frá Háskóla Íslands og rekur eigið fyrirtæki.