Atvinnublogg

Blogg er eitthvað sem hefur náð gríðarlegum vinsældum. Jafnvel er talið að tugir þúsunda einstaklinga bloggi á Íslandi. Í sumum aldurshópum blogga nánast allir eða hafa amk. prufað að blogga með misjöfnum árangri. Margar greinar hafa verið skrifaðar um bloggið og hefur “æðið” varað í nokkur ár.

Blogg er eitthvað sem hefur náð gríðarlegum vinsældum. Jafnvel er talið að tugir þúsunda einstaklinga bloggi á Íslandi. Í sumum aldurshópum blogga nánast allir eða hafa amk. prufað að blogga með misjöfnum árangri. Margar greinar hafa verið skrifaðar um bloggið og hefur “æðið” varað í nokkur ár. Í blogginu er fólk oft mjög óformlegt og segir frá því sem gerist í nánasta umhverfi þess.

Fyrirtæki eru oft með mjög strangar reglur þegar kemur að netinu, svo sem hvort skoða megi klám, niðurhal á efni, og svo tölvupóstsendingar. Fáir hafa þó tekið á bloggi með því að setja reglur um það. Starfsmenn geta skrifað það sem þá listir, ef ekki í vinnunni þá, þegar heim er komið. Er í lagi að segja að yfirmaðurinn í deildinni þinni sé leiðinlegur, fyrirtækið gangi illa eða niðurstöður áætlunar sem þú varst að gera?

Víða um heim er nú sagt frá aðilum sem hafa misst vinnuna vegna skrifa á bloggsíður. Sem dæmi var verktaki hjá Microsoft rekinn eftir að hafa sýnt myndir og lýst húsakynnum, þar sem tekið var á móti Apple tölvum. Starfsmaður Google var rekinn, þrátt fyrir að Google eigi blogger, þegar hann lýsti skoðunum sínum á fyrirtækinu og framtíð þess. Einnig var flugfreyja rekin eftir að hafa sýnt myndir af sér í búningi þar sem hún sýndi meðal annars brjóstahaldarann sinn.

Þótt einstaklingar haldi að þeir séu að skrifa fyrir vini og kunningja er það staðreynd að netið geymir allt og upplýsingar eru fljótar að ferðast á milli manna. Menn hafa jafnvel reynt að skrifa undir dulnefnum og þótt erfitt sé að rekja slíkt beint til viðkomandi má oft gera það út frá tengingum eins og linkum, ummælum, umfjöllunum innan vinnustaðsins, tengingar á vini og svo framvegis. Þótt slíkar uppsagnir hafi ekki komist í opinbera umræðu á Íslandi má leiða að því líkum að einhverjir hafi verið reknir eða amk. verið teknir á teppið fyrir skrif sín.

Latest posts by Tómas Hafliðason (see all)

Tómas Hafliðason skrifar

Höfundur hefur skrifað á Deigluna frá árinu 2002. Höfundur er verkfræðingur frá Háskóla Íslands og rekur eigið fyrirtæki.