Menn reyna í auknum mæli að réttlæta hinar og þessar aðgerðir með þeirri röksemdafærslu að aðrar þjóðir hafi fetað svipaða braut og því sé eðlilegt að Íslendingar geri slíkt hið sama.
Léttvínsdrykkja er komin fram úr öllu hófi og tími til þess að menn snúi sér að drykkju öls í mun ríkara mæli en nú er.
Pistlahöfundur hefur til þessa staðið í þeirri trú að tíminn fljúgi og var því talsvert brugðið við fréttir sem bárust nýlega frá MIT-háskólanum.
Páfinn er án vafa einn valdamesti maður í heimi. Í hinni pólitísku alþjóðaumræðu gleymist oft að páfinn er æðsti leiðtogi einna fjölmennustu trúarbragða í heimi. Milljónir manna um heim allan hlusta á hann og hlýða boðskap hans, óháð landamærum, tungumáli og þjóðerni.
Allt útlit er fyrir að tilkynnt verði um aðferð við sölu Símans á allra næstu dögum. Fjölmörg pólitísk sjónarmið eru uppi um hvernig standa beri að sölunni og mikilvægt er að þau verði látin lúta í lægra haldi fyrir eðlilegum viðskiptaháttum.
Fyrsti apríl er alóþolandi dagsetning. Alþjóðadagur þeirra sem finnst það sniðugt að plata og hrekkja náungann. Þjóðhátíðardagur þeirra sem eru dulítið illa innrættir og finnst gaman að plata náunga sinn. Kristilegu kærleiksblómin spretta og allt það.
Hreyfingarleysi og mataræði íslenskra barna hefur verið talsvert í umræðunni að undanförnu, þar sem börnin hafa verið að þyngjast óeðlilega mikið. Þegar maður veltir því fyrir sér hver ástæðan sé fyrir þessari þyngdaraukningu barna á Íslandi sem og í öðrum löndum þá kemur margt til greina.
Í dag er síðasti dagur mars mánaðar. Það þýðir að fyrsti fjórðungur ársins er í þann mund að klárast. Er ekki við hæfi í lok mánaðar að staldra aðeins við og skoða hvað er og hefur verið að gerast í þjóðfélaginu?
Í gær minnti Landsbankinn á gamlan kunningja, spariskírteini ríkissjóðs, og auglýsti í kjölfarið sparnaðarleiðir bankans. Í leiðinni voru augljósir kostir sparnaðar kynntir og hvernig ráðstafanir fyrir óvæntum útgjöldum getur forðað fólki frá óhagstæðum yfirdráttarlánum. Þessi auglýsing stakk ótneitanlega í stúf við áherslu bankanna undanfarið á lánveitingar.
Í uppeldi er margt sem þarf að líta til, þú verður að passa að kenna barninu þínu allt rétt og hjálpa þeim að verða að góðum og gegnum einstaklingi. Fólk er yfirleitt ekki sammála um það hvernig skuli bera sig að því að ala upp barn en flestir eru sammála því að uppistaðan af góðu uppeldi sé ást og umhyggja.
Kostirnir við iðnað byggðan á þekkingu landsmanna, frekar en hagstæðri dreifingu náttúrauðlinda, hljóta að vera hverjum manni augljósir. Þekking er ótakmörkuð auðlind, sem eykst við notkun, og öflun hennar er eitt mest fullnægjandi starf sem fyrirfinnst.
Þá eru enn aðrir páskar að baki með gómsætum páskaeggjum, kærkomnu fríi og fasískum hömlum á skemmtanahaldi og annarri starfsemi.
George W. Bush Bandaríkjaforseti tilnefndi nýlega Paul D. Wolfowitz til að taka við af James Wolfensohn sem forseti Alþjóðabankans. Hörður Ægisson skrifaði nýlega hér á Deigluna um forsetatíð Wolfensohn. Það er því kannski við hæfi að skoða hvað væntalegur arftaki hans tekur með sér í nýja starfið.
Fyrir nákvæmlega 400 árum kom fyrri hluti skáldsögu Miguel de Cervantes um don Quixote de la Mancha – don Kíkóta – út. Í tilefni af afmælinu eru eflaust margar uppákomur, en ein vissulega óvæntari og áhugaverðari en aðrar.
Í dag fagna kristnir menn upprisu Jesú Krists frá dauðum. Í tilefni þessarar hátíðar langar mig að fjalla á persónulegan hátt um uppáhalds textann minn í Biblíunni, sem á vel við á þessum degi. Það er von mín að þessi umfjöllun megi verða til þess að lesendur festi hugann á þessum páskadegi við það sem mestu máli skiptir í lífinu. Að við megum fagna upprisu Jesú Krists af hjarta með fullvissu um elsku hans og fyrirheit og von um elíft líf með honum.
Í byrjun sumars mun Paul Wolfowitz væntanlega taka við sem forseti Alþjóðabankans af James D. Wolfensohn, núverandi forseta bankans. Það er því við hæfi að líta stuttlega yfir þann tíma sem Wolfensohn hefur stýrt bankanum. Nýleg bók Sebastians Mallaby kemur þar að góðum notum.
„Það er enn verið að krossfesta mann. Það sjáum við og heyrum dögum oftar. Sannleikurinn er fótum troðinn og umburðalyndi á oft erfitt uppdráttar. Þar eru margir sekir og þeir margir sem líða undan ofbeldinu og miskunnarleysinu,“ segir Sr. Kjartan Örn Sigurbjörnsson meðal annars í páskahugvekju á Deiglunni.
Umræða um gervigreind skýtur upp kollinum með reglulegu millibili og stundum í óvenjulegu samhengi. Sem dæmi má nefna fyrirlestur dr. Kristins R. Þórissonar í Klink og Bank síðastliðið sumar um gervigreind og gagnvirka listsköpun! En oftast virðist gervigreind fá athygli almennings þegar frumsýndar eru Hollywood myndir á borð við iRobot, Terminator N og Matrix.
Í fyrsta pistli mínum um réttarstöðu geimfara kom samningurinn um rannsóknir og not ríkja af himingeimnum, tungli og stjörnum við sögu. Í þessum pistli verður fjallað nánar um efnisreglur samningsins.
Áhersla íslenskra stjórnmálamanna á stóriðjuframkvæmdir er með hreinum ólíkindum. Viljum við ekki frekar hátæknifyrirtæki sem skapa tekjur úr þekkingu starfsfólks í stað hráefnisfyrirtækja sem skapa tekjur úr báxíti?