Aprílgabb!

Fyrsti apríl er alóþolandi dagsetning. Alþjóðadagur þeirra sem finnst það sniðugt að plata og hrekkja náungann. Þjóðhátíðardagur þeirra sem eru dulítið illa innrættir og finnst gaman að plata náunga sinn. Kristilegu kærleiksblómin spretta og allt það.

Fyrsti apríl er alóþolandi dagsetning. Alþjóðadagur þeirra sem finnst það sniðugt að plata og hrekkja náungann. Þjóðhátíðardagur þeirra sem eru dulítið illa innrættir og finnst gaman að plata náunga sinn. Kristilegu kærleiksblómin spretta og allt það.

Pistlahöfundi hefur alltaf leiðst þessi dagur meir en aðrir dagar. Nema kannski öskudagar….börn…öskudagsbúningar….Bjarnastaðabeljurnar….sykursjokk og bara almennt pö pö eins og skáldið sagði.

Mikið af púkum virðist starfa á fjölmiðlum. Takmark þeirra er að láta fólk hlaupa apríl með fáránlegum lygafréttum. Hver man ekki eftir Silfri Egils sem fannst á fyrsta apríl eða þegar Jordan kom til Íslands fyrsta apríl til þess að árita myndir af sjálfum sér í Borgarkringlunni? Málverkasýning falsaðra mynda eftir Kjarval?

Stundum er aprílgabb fréttamanna ekki bara góðlátlegt grín heldur bara einfaldlega illgjarnt og mannskemmandi! Hver man ekki eftir aprílgabbi í hádegisfréttum ríkisútvarpsins 1987 um það að lyf unnið úr hrognum og lýsi væri komið á markað sem læknaði alnæmi! Skepnuskapur!

Rem facta est: 1. apríl er leiðindadagur og er það bjargfast markmið pistlahöfundar að reyna að bjarga viðutan lesendum Deiglunnar frá þeirri skömm að hlaupa apríl vegna stílæfinga fjölmiðlunga eða fréttum sem berast á öldum ljósvakans. Kemur hér númeraður listi og indexaður í stafrófsröð yfir mögulegt aprílgabb fréttamanna.

Getur maður trúað því að páfinn sé að deyja þegar fréttir af því koma 1. apríl? Ekki það að vel sé mögulegt að páfinn, sem er eldri herramaður og hálf-heilsulaus, sé hugsanlega við dauðans dyr að þá er það eitthvað gruggugt þegar fréttir berast af því að hann sé dauðvona á þessum degi. Ég legg því til að fólk hlaupi ekki fyrsta apríl til Rómar fyrr en þetta hefur fengist staðfest. Ég treysti að minnsta kosti ekki neinu sem fjölmiðlar segja frá á þessum degi, enda er þeim ekkert heilagt.

Er það ekki bara týpískt fyrsta apríl gabb að Auðun Georg hafi mætt í morgun í nýja stöðu sem fréttastjóri hjá RÚV? Ætli hann hafi nokkurn tímann hætt hjá Marel en hafi plottað með Markúsi plottað aprílgabb síðan í febrúar með löngum fyrirvara að hann væri nýr fréttastjóri útvarpsins? Ég held að minnsta kosti að verulegar líkur séu til þess að miði sem stendur á 1. apríl, Jóhann Hauksson var ráðinn fréttastjóri muni hanga í mötuneyti RÚV seinnipartinn í dag. Gott vinnustaðagrín er jú gott fyrir starfsmóralinn!

Semí-opinberar gjaldskrár lækka ekki samkvæmt Parkinson lögmálinu. Þannig að ekki hlaupa-eða keyra-fyrsta apríl í gegnum Hvalfjarðargöngin í dag.

Byrjað er að selja miða á Listahátið einhvers staðar í dag. Ég hef aldrei fengið sönnun þess að Listahátíð sé til svo það má telja það öruggt að fjölmiðlar séu að reyna að fá menningarelítuna til þess hlaupa apríl í dag.

Pistlahöfundur reyndi að sannfæra sjálfan sig í morgun að hann væri veikur og ætti því að vera heima með dregið fyrir alla glugga, gluggandi í Steingrím I, II og III. Með öðrum orðum þá reyndi pistlahöfundur að aprílgabba sjálfan sig til þess að vera heima, í stað þess að vera fórnarlamb annarra aprílgabbara í vinnunni.

Pistlahöfundur er hins vegar klókur og fattaði að hann væri að reyna að aprílgabba sjálfan sig.

Þess í stað situr hann undir skrifborði á vinnustað sínum…og bíður þess þolinmóður að fyrsta aprílgabb vinnufélaganna læðist upp að honum.

Aprílgabb! Ekki séns!

Góða helgi!

Latest posts by Ari Karlsson (see all)

Ari Karlsson skrifar

Ari hóf að skrifa á Deigluna í janúar 2005.