Það er erfitt að vera unglingur

Í uppeldi er margt sem þarf að líta til, þú verður að passa að kenna barninu þínu allt rétt og hjálpa þeim að verða að góðum og gegnum einstaklingi. Fólk er yfirleitt ekki sammála um það hvernig skuli bera sig að því að ala upp barn en flestir eru sammála því að uppistaðan af góðu uppeldi sé ást og umhyggja.

Í uppeldi er margt sem þarf að líta til, þú verður að passa að kenna barninu þínu allt rétt og hjálpa þeim að verða að góðum og gegnum einstaklingi. Fólk er yfirleitt ekki sammála um það hvernig skuli bera sig að því að ala upp barn en flestir eru sammála því að uppistaðan af góðu uppeldi sé ást og umhyggja. En þegar barnið vex upp og kemst á unglingsárin þá breytist allt því þó svo að flestir vilji að barnið þeirra verði barn að eilífu þá er það ekki svo. En að vera unglingur er samt ekki að vera fullorðinn og það að vera unglingur er heldur ekki það að vera barn. Þetta er hin klassíska spurningin um að vera eða vera ekki .

Til að finna hinn gullna milliveg í uppeldinu þá þurfa uppalendur að átta sig á hvað unglingur sé tilbúin að takast á við og hvað hann geti ekki. Málið er oft þannig að unglingnum finnst hann vera orðin svo fullorðinn að hann geti allt, hann sé orðinn nógu þroskaður til þess að vera eins lengi úti og hann vill, horfa á það sem hann vill, drekka áfengi og svo framvegis. En það er foreldrans að sjá hvort unglingurinn er tilbúin eða ekki.

Þegar þú ert með barn er oft gott að geta sett hann fyrir framan barnaefnið í sjónvarpinu á meðan þú vaskar upp eða lest blaðið. En síðan gerist það, sjónvarpið er orðinn svo mikill hluti af okkur að við erum hætt að skynja hvað er gott fyrir unglinginn að sjá. Því þegar þú ert með barn er augljóst að það á ekki að sjá blóð, slagsmál eða neitt kynferðislegt en hvað með unglinginn? Það sem við sjáum og heyrum mótar okkur nefnilega mjög sem einstaklinga. Okkar stjórnmálaskoðanir mótast t.d. af því hvað við heyrum um allt og viðmið sjálfs okkar mótast af því hvað við tökum eftir í umhverfi okkar. Foreldrar verða því, á sama hátt og með börn, að vera vakandi yfir því efni sem unglingar eru að horfa á.

Á unglingsárunum erum við að finna út hver við erum, hvernig við viljum vera og hvernig við viljum líta út. Þess vegna er unglingurinn hluti af þeim hópi sem er einna mest áhrifagjarn gagnvart fjölmiðlum. Það er því töluvert áhyggjuefni að þær ímyndir sem að unglingum er réttar eru ,,fullkomnar” stúlkur sem eru flottar í vextinum og yfirleitt varla klæddar og síðan eru það gaurarnir sem hafa stelpur vafðar í kringum sig og þær eru, að vanda, yfirleitt lítið klæddar. Til eru dæmi þess að unglingspiltar eru spurðir hvernig er hin fullkomna kona? Svarið sem sumir þeirra gefa er hún er með stór flott brjóst, flottan rass, lítið klædd og til í að sofa hjá manni. Ég stórefa að þetta sé hugsun sem eitthver foreldri vill að barnið sitt hafi. Því er svo mikilvægt að foreldrar séu vakandi fyrir því hvað sé í sjónvarpinu en til eru dæmi þess að hópur unglingsstelpna hlupu til þess að laga á sér naflann svo hann yrði smár, sætur þannig að lokkur kæmist vel fyrir því þá væru þær sætari í magabolum og mjaðmabuxum. Ég ætla ekki að segja að Britney Spearse sé sú sem við getum kennt um þetta en við vitum a.m.k. það að stelpur hefðu líklegast ekki hópast í naflabreytingu ef Britney og stöllur hennar í bransanum væru ekki alltaf í magabol og mjaðmabuxum með hinn fullkomna nafla.

Fólk er samt allt of fljótt að hlaupa til og kenna fjölmiðlum um. Þetta er nefnilega svo ofureinfalt þeir væru ekki að þessu ef þetta væri ekki að seljast, ef vara selst þá er það vegna þess að markaðurinn viðurkennir hana. Ekki rétt? Er það þá ekki þeirra sem setja reglunar á heimilinu að stoppa við og líta í eiginn barm og sjá það að það er ekki allt á sjónvarpsstöðum landsins uppbyggilegt og alls ekki allt skaðlegt. Það er ekki létt að vera foreldri en kannski eru það foreldrar sem eiga að fara í naflaskoðun.

Latest posts by Stefanía Sigurðardóttir (see all)

Stefanía Sigurðardóttir skrifar

Stella hóf að skrifa á Deigluna í nóvember 2004.