„Fátækt heyri sögunni til“

Þekktar popp- og rokkstjörnur settu svip sinn á nýliðna helgi þar sem þær sungu á Live 8 tónleikum víða um heim. Á meðan marseruðu mótmælendur í Edinborg. Tilgangurinn var að vekja athygli á fátækt í Afríku.

Veruleikafirrt lög

Síðastliðinn föstudag tóku gildi lög um breytingu á lögum nr. 81/2003 um fjarskipti en frumvarpið var samþykkt af Alþingi 11. maí síðastliðinn. Með gildistökunni verður að veruleika ein versta hugmynd sem ráðherra Sjálfstæðisflokksins hefur lagt fyrir Alþingi.

Hugleiðing um hlutverk og stöðu fjölmiðla

Þetta eru óvenju sérstakir tímar hjá fjölmiðlunum. Svar þeirra við asanum í samfélaginu er að bæta í og stofna nýja miðla. Enda veitir ekki af þegar hvert stórmálið rekur á fjörur landsmanna dag eftir dag. Hin svokallaða gúrka hefur nánast verið úrskurðuð látin.

Pallbílavæðingin í skattaskjóli

Á undanförnum árum hefur gríðarlegt magn af stórum pallbílum verið fluttar inn. Ástæðan er ekki þörf á slíkum pallbílum heldur glufa sem gerir það að verkum að bílarnir koma með litlum eða engum tollum. Þörf er orðin á að gera ráðstafanir og samræma löggjöfina.

Sumarið er tíminn – Eggið og hænan

Nú þegar sólin rís sem hæst yfir okkar ástkæra Íslandi keppa mörg af ungviðum þjóðarinnar í tuðrusparki víðsvegar um landið. Keppnisferðunum fylgja ávallt mikil gleði en einnig mikið af skemmtilegum sögum og jafnvel dæmisögum. Þessi pistill verður vonandi aðeins sá fyrsti af nokkrum sem munu bera titillinn ,,Sumarið er tíminn” og fjalla um þá gríðarlegu menningu og skemmtun sem fylgir knattspyrnuiðkun og –keppni yngri kynslóðarinnar.

Apa í borgarstjórastólinn!

Fyrir þremur árum völdu íbúar bæjarins Hartlepool á Norður-Englandi lukkudýr í apabúningi sem borgarstjóra sinn. Við Reykvíkingar gætum margt af þeim lært.

Villta vestrið

Fyrir nokkrum árum tók undirritaður sig til og fór að gagnrýna í miklum mæli blaðamennskuna sem þá var að ryðja sér til rúms, aðallega hjá Séð og heyrt og DV. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá. Hefur stjórnleysið í blaðamennsku stigmagnast hægt og bítandi og eru fjölmiðlar nú orðnir einhvers konar lagalegt villta vestur.

Sumarleikir, hvað er nú það?

Með hækkandi sól byrja fyrirtæki að freista gæfu landsmanna, með hinum og þessum gylliboðum. Alveg merkilegt hversu mikið áreiti er af þessu og hversu mikill hluti regnskóganna fer í að búa til þessa stórskemmtilegu sumarleiki, þar sem fólk er látið halda að það sé að eignast allan heiminn á einni nóttu. En hvað er satt í þessu öllu?

Live 8

Laugardaginn næstkomandi taka hljómlistarmenn um allan heim upp hljóðfærin þegar haldnir verða tónleikar á sjö stöðum samtímis. Samanburður við fyrri tónleika Bob Geldof, Live Aid, er áhugaverður, því ólíkt þeim tónleikum er markmiðið ekki að safna peningum, heldur að þrýsta á stjórnvöld um aðgerðir.

Hringbrautarklúðrið

Nú hefur nýja Hringbrautin verið opnuð fyrir umferð í austurátt og vesturátt frá gatnamótunum við Njarðargötu. Óhætt er að segja að framkvæmdirnar hafi verið umdeildar á sínum tíma enda verið að leggja malbiksgímald á einu verðmætasta byggingarlandi Reykjavíkurborgar.

Ný lægð og gömul

Undanfarna viku hafa blaðamenn og ritstjórar Gulu pressunnar svokölluðu legið undir gagnrýni fyrir óvægna umfjöllun um einkalíf fólks. Helst hefur blaðið Hér og Nú verið gagnrýnt en einnig Séð og Heyrt og DV.

Úr Garðabæ í Kópavog?

Áætlanir IKEA og nú síðast Bauhaus keðjanna um stórmarkaðssvæði við Urriðaholt í Garðabæ eru sennilega nokkuð eðlilegar í ört vaxandi nútímaborg. En er staðsetningin fyllilega skynsöm? Er þarna verið að ganga um of á náttúrperlur í jaðri höfuðborgarsvæðisins? Og eru Garðbæingar með þessu að þróast í átt til þess sem þeir virðast einna síst spenntir fyrir, nefnilega Kópavog?

Innlegg í umræðu um stjórnarskrá

Pistillinn fjallar um stjórnarskrána og er höfundur þeirrar skoðunar að of auðvelt sé að breyta stjórnarskránni og kemur með tillögur um breytingar.

„Að hætta með reisn“

Guðmundur Árni studdi einn þingmanna stjórnarandstöðunnar umdeilt eftirlaunafrumvarp sem stöðva átti sókn útbrunninna stjórnmálamanna í opinberar stöður. Hann fékk sendiherrastól að launum.

Hvað er frétt og hvað ekki?

Fréttamat íslenskra fjölmiðla er á stundum afar sérstakt. Þannig komast stundum í fréttir atburðir sem vart geta talist fréttnæmir. Nýjasta dæmið um þetta er vera tveggja manna í tjaldi uppi við Kárahnjúka.

Þjóðhátíð – Hvað er það??



Nú þegar lýðveldisdagur Íslendinga er nýlega afstaðin er ekki úr vegi að ræða aðeins hugtakið þjóðhátíð. Er þjóðhátíð Íslendinga svokölluð þjóðhátíð allra landsmanna?

Fyrir hönd hverra er samið ?

Á dögunum voru samþykktar breytingar á úthlutunarreglum Lánasjóðs íslenskra námsmanna. Breytingarnar eru svo sannarlega með þeim róttækustu í langan tíma en þar má helst nefna að skerðingarhlutfallið lækkar um 19 %, en því ber svo sannarlega að fagna. Einnig var frítekjumarkið afnumið. En eru breytingarnar stúdentum við Háskóla Íslands fyrir bestu?

Drekkum betri bjór

Þegar menn fara að búa sig andlega undir helgina og hin miklu átök við bjórinn sem mun fara fram þá er vert við hæfi að benda á að auk þess að vera gott sjálfstrausts meðal þá er bjór feikilega góður drykkur sem má einnig njóta bragðsins og gæðanna vegna.

Alvarlegir brestir í framkvæmd fjárlaga

Ríkisendurskoðun hefur komist að þeirri niðurstöðu að alvarlegir brestir séu á framkvæmd fjárlaga. 120 af 560 fjáralagaliðir fóru meira en 4% fram úr fjárlögum árið 2004 og 60 fóru meira en 10% fram úr. Í stað þess að setja útgjöldum fastar skorður virðast fjárlög eingöngu vera lausleg áætlanagerð af hálfu stjórnvalda. Slík meðferð fjárlaga er ávísun á bruðl með almannafé.

Að deila (um) forræði

Það virðist orðið óhætt að gefa sér, ef marka má tölfræðina, að taki maður uppá því sem snöggvast að giftast eða hefja sambúð og eignast börn séu þriðjungslíkur á því að sú ákvörðun endi í forræðisumræðum innan 10 ára. Ætli sameiginlegt forræði verði orðið að meginreglu þá?