Þjóðhátíð – Hvað er það??Nú þegar lýðveldisdagur Íslendinga er nýlega afstaðin er ekki úr vegi að ræða aðeins hugtakið þjóðhátíð. Er þjóðhátíð Íslendinga svokölluð þjóðhátíð allra landsmanna?Nú þegar lýðveldisdagur Íslendinga er nýlega afstaðin er ekki úr vegi að ræða aðeins hugtakið þjóðhátíð. Eins og flestir vita þá er sú hátíð oft nefnd þjóðhátíð. En er það þjóðhátíð allra landsmanna?

Vestmannaeyingar eiga sína eigin þjóðhátíð og finnst mörgum Vestmannaeyingum vegið að þeirra hátíð með því að kalla 17. júní þjóðhátíð. Þetta hefur einfaldlega alltaf verið kallað 17. júní hátíðarhöld eða bara „sautjándinn“ sbr: „hvað ætlar þú að gera á sautjándanum?“ eða annað slíkt. Aldrei heyrir maður Vestmannaeying kalla sautjándann þjóðhátíð … það er nánast guðlast!!

Eina þjóðhátíðin fyrir Vestmannaeyingum jafnt sem öðrum landsmönnum er þjóðhátíð Vestmannaeyinga sem haldin er fyrstu helgina í ágúst. Það er því er full ástæða til að draga í efa réttmæti þess að kalla 17. júní eða lýðveldisdaginn, þjóðhátíð og hreinlega finna eitthvað annað nafn. Sautjándinn er til að mynda tilvalið nafn. Hví að vera rugla með þetta þjóðhátíðarnafn?

Vestmannaeyingar eru klárlega best settir með nafnið. Af hverju? Jú, því það er nú löng hefð fyrir því jafnt sem að hugarfarið, veitingarnar og árekstrarnir á þjóðhátíðinni í eyjum eru mun nær því sem forfeður okkar kunnu að meta.

Það sem er þó enn betra er að þjóðhátíð Vestmannaeyinga stendur yfir í þrjá daga en 17. júní aðeins í einn dag. Hinn hagsýni og skynsami maður myndi því að sjálfsögðu velja þjóðhátíð í Vestmannaeyjum fremur en sautjándann sem kyndilbera nafnsins.

Latest posts by Ingibjörg Guðlaug Jónsdóttir (see all)