Pallbílavæðingin í skattaskjóli

Á undanförnum árum hefur gríðarlegt magn af stórum pallbílum verið fluttar inn. Ástæðan er ekki þörf á slíkum pallbílum heldur glufa sem gerir það að verkum að bílarnir koma með litlum eða engum tollum. Þörf er orðin á að gera ráðstafanir og samræma löggjöfina.

Á undanförnun mánuðum (og árum) hafa hundruðir stórra pallbíla verið fluttir inn. Ástæðan er ekki mikil þörf íslendinga á stórum pallbílum, heldur glufa í reglugerð þannig að hægt er að flytja þessa bíla inn án vörugjalda eða með mjög litlum(13%).

Glufan sem er notuð er að þessir bílar séu vörubílar, en í raun eru flestir eitthvað allt annað. Miðað við íburð sumra þeirra jafnast þeir á við flotta fólksbíla með hraðastilli, loftkælingu, leðri, fullkomnum hljómgræjum og svo framvegis. Það vantar sem sagt ekkert í íburðinn miðað við flotta jeppa eða fólksbíla.

Munurinn getur verið töluverður, ef við tökum dæmi af venjuegum jeppa sem kostar 3 milljónir kominn til Íslands og svo pallbíll. Þegar búið er að greiða vask og vörugjöld stendur jeppinn í 4,8 milljónum á meðan pallbílinn kostar 3,7 milljónir, þarna munar 1,1, milljón. Eini munurinn er að annar er með pall en hinn er með húsi. Báðir verða notaðir á sama hátt.

Margir þessi bílar eru skráðir á fyrirtæki og geta þá sleppt að við að borga virðisaukaskatt en þá er munurinn orðinn 1,8 milljónir. Auk þess fá þeir virðisaukaskattinn endurgreiddan af kostnaði sem fellur á bílinn og er því með 20% lægri rekstrarkostnað en annað fólk. Þessir bílar þurfa ekki að vera með rauð númer líkt og aðrir vaskbílar og því geta forstjórar nýtt sér þetta. En mörgum er minnisstætt þegar reglunum var breytt fyrir þó nokkrum árum og vaskbílar fengu rauð númer, en þá voru raðir af forstjórum æstir í að borga virðisaukaskattinn af bílunum sinum svo þetta sæist ekki.

Það hlýtur að skjóta nokkuð skökku við og um leið og Íslendingar ætla að stefna að því að minnka útblástur sé gríðarlegur innflutningar á svona orkukrefjandi bílum. Minni og sparneytnari bílar bera mun hærri gjöld, nær væri að fella niður gjöld að bílum með umhverfisvænni orkumiðlum eins og rafmagni, vetni eða endurnýtta orkumiðla fremur en að stuðla að stórbílavæðingu Íslendinga.

Menn hafa lengi velt fyrir sér hvenær þessari holu yrði lokað. Það skal engan undra að menn nýti sér þessa holu á meðan hún er opin og kaupi ser flotta jeppa í gjafverði. Það er enginn að brjóta neinar reglur. Hins vegar er nauðsynlegt að samræma reglur, þannig að ein tegund jeppa sé ekki úr öllu samræmi við aðra. Það væri gert. t.d. með þvi að hækka skilgreiningu á burðargetu á vörubílum vörubíla (t.d. í 7 tonn). Svo þurfa þessir bílar að að fá rauð númer og ekki seinna en strax.

Latest posts by Tómas Hafliðason (see all)

Tómas Hafliðason skrifar

Höfundur hefur skrifað á Deigluna frá árinu 2002. Höfundur er verkfræðingur frá Háskóla Íslands og rekur eigið fyrirtæki.