Sumarleikir, hvað er nú það?

Með hækkandi sól byrja fyrirtæki að freista gæfu landsmanna, með hinum og þessum gylliboðum. Alveg merkilegt hversu mikið áreiti er af þessu og hversu mikill hluti regnskóganna fer í að búa til þessa stórskemmtilegu sumarleiki, þar sem fólk er látið halda að það sé að eignast allan heiminn á einni nóttu. En hvað er satt í þessu öllu?

Með hækkandi sól byrja fyrirtæki að freista gæfu landsmanna, með hinum og þessum gylliboðum. Alveg merkilegt hversu mikið áreiti er af þessu og hversu mikill hluti regnskóganna fer í að búa til þessa stórskemmtilegu sumarleiki, þar sem fólk er látið halda að það sé að eignast allan heiminn á einni nóttu. En hvað er satt í þessu öllu?

Samkvæmt lögum um tekju- og eignaskatt, teljast verðlaun, heiðurslaun, vinningar í happadrætti, veðmáli eða keppni til skattskyldra tekna. Skattfrjálsir vinningar eru því þeir vinningar sem að hafa fengið leyfi dómsmálaráðuneytisins, en þá er öllum ágóða af þeim varið til menningarmála, mannúðarmála eða kirkjulegrar starfsemi. Undanskildir eru þó verðlitlir vinningar í almennum happdrættum og keppnum, en dæmi um verðlitla vinninga eru húfur, bolir, pizzur og bíómiðar.

Því er greinilegt að vinningar í spurningaleiknum Viltu vinna milljón? eru skattskyldir að fullu. Er þá ekki bara betra að láta hann heita ,,Viltu vinna 615.000 krónur?“ – hljómar ekki eins vel get ég sagt þér!!

Auk þess sem Vífilfell, auglýsir magnaðan sumarleik eins og það eigi lífið að leysa. Safnaðu sex töppum af Coke eða Coke Light og þú vinnur hálfan líter af Coke….. snjallt ekki satt?

Einnig eru þessir glimrandi góði glaðningur á bak við söfnun 40 tappa af Coke, þá fær maður sundpoka, sundbolta og sundgleraugu. Er það bara ég, eða finnst fólki ekkert mikið að safna 40 töppum af gosi? Því það er hægt að gera ráð fyrir að flaskan kosti 140 krónur og þá kostar glaðningurinn í raun 5600 krónur.

Ekki má gleyma góðvinum hvers einstaklings, þ.e. smá skilaboðum. Ekki er stundarfriður fyrir símaleikjum, þar sem hver og einn þarf að senda sms til að taka þátt og borga fyrir það. BT hvetur fólk til dæmist til að senda SMS í númerið 1900 til að taka þátt í frábærum leik og hvert SMS kostar 99 krónur. Fólk sendir eitt SMS, fær spurningu senda og sendir annað, semsagt minnst 200 krónur. Viti menn, fólk fær einungis að vita hvort að það vinnur eða ekki. Ég veit ekki um neinn sem hefur unnið, þó ég viti um marga sem hafa fallið í þá gryfju að taka þátt. Auk þess sem ég veit ekki til þess að listi með vinningshöfum sé birtur – furðulegt!!

Fyrir mitt leyti kýs ég frekar að eyða peningunum mínum í eitthvað annað gagnlegra og býst við að þið mynduð gera slíkt hið sama!

Latest posts by Sesselja Dagbjört Gunnarsdóttir (see all)