Helgarnesti dagsins snýst að sjálfsögðu um sveitarstjórnarkosningarnar á morgun.
Á morgun verður gengið til kosninga til sveitarstjórnar. Í Reykjavík bíður stórt verkefni að bæta þjónustuna við yngstu borgarbúanna. Allir flokkar vilja lækka eða gefa frjáls leikskólagjöld en er það lausnin?
Þriðjungur manna í heiminum telst til kristinnar trúar og um 20% til islamstrúar. Líklega hefur aldrei verið mikilvægara en nú á tímum ört vaxandi fjölmenningarsamfélaga og viðameiri menningarlegra árekstra að kynna sér inntak islam.
Nú þegar Eurovision er yfirstaðin og Finnar unnu en Silvía fór heim með sárt enni er víst tími til þess að fara að huga að öðrum hlutum eins og borgarstjórnarkosningum. Nú er auglýsingaflóðið að taka yfir, Björn Ingi er að grilla, Dagur er reiður, Ólafur vill halda í flugvöllin, Svandís vill setja alla í strætó og Sjálfstæðismenn eru alvöru manneskjur sem eru bara að taka þátt í þjóðfélaginu eins og þú og ég. En hvað eru samt framboðin að tala um og þá enn frekar hvað eru þau að gera?
Það er algjörlega óskiljanlegt hvers vegna tónlistar- og skemmtanabransinn, sem framleiðir allt þetta svala efni, er eiginlega meira púkó en landbúnaðurinn þegar kemur að fríverslun. Hagsmunaðilar iðnaðins hafa, með hjálp ríkisstjórna, byggt upp flókið kerfi einkaleyfa, höfundarréttargjalda, svæðaskiptinga, innflutningshafta og margfaldrar skattheimtu sem bókstaflega neyða annars löghlýðið fólk til að útvega sér skemmtiefnið á annan, oft vafasaman máta.
Bók Andra Snæs Magnasonar, Draumalandið, fjallar ekki bara um álver og herstöðvar. Raunar eru þær aukaatriði í bókinni. Megininntakið er klassísk frjálshyggja í anda austurrísku hagfræðinganna Hayek, Mises og Schumpeters – frjálshyggja sem byggist á bjartsýni og trú á einstaklinginn.
Þá hafa Íslendingar fengið svar við spurningunni. Svarsins hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu í nokkurn tíma. Á Evrópa eftir að fíla okkar einstöku Silvíu Nótt? Svarið er ótvírætt og afdráttarlaust. Evrópa var ekki að ná frábærleika Silvíu Nætur. Evrópa var ekki að ná gríninu. En Japanir fíla Silvíu Nótt, af hverju ekki Evrópa, af hverju ekki?
Þegar kvikmyndin The Last Temptation of Christ kom á hvíta tjaldið varð allt brjálað. Þegar Mel Gibson sýndi þrautagöngu Jesú í myndinni Passion of the Christ varð líka allt brjálað. Það kom því eins og þruma úr heiðskíru lofti að hinir ýmsu trúarleiðtogar urðu brjálaðir þegar The Da Vinci Code var gefin út og enn pirraðari þegar hún var sett í kvikmyndaform. Það má sjá fyrir mörg ófyrirsjáanleg vandamál og hártoganir í tengslum við þess mynd. Sérstaklega ef hún verður leiðinleg.
Allir sem reglulega fara um gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar þekkja nauðsyn þess að gripið verði til varanlegra úrbóta og undir það taka flestir sérfræðingar. Um 75 þúsund bílar aka nú um þessi gatnamót á hverjum sólarhring og gera spár ráð fyrir að sú umferð muni enn þyngjast á næstu árum og áratugum.
Síðastliðið sumar vorum við enn á ný minnt á árekstur íslamskra bókstafstrúarmanna og Vesturlanda, þegar 56 manns létu lífið og yfir 700 slösuðust í sjálfsvígsárásunum í London. Munurinn var þó sá að áreksturinn er ekki lengur milli austurs og vesturs þar sem sjálfsmorðárásamennirnir voru fæddir og uppaldir í Bretlandi.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur nú í röðum sínum vel valið lið ungra og kraftmikilla frambjóðenda til borgarstjórnar. Þessum frambjóðendum, og auðvitað líka hinum eldri, er mikið í mun að ungu fólki líði vel í Reykjavík. Ungir Sjálfstæðismenn hafa sett saman stefnuskrá sem lofar góðu. Þeir vilja m.a. tryggja lóðir undir stúdentagarða í Reykjavík, fjölga bílastæðum í miðbænum, auka atvinnutækifæri ungs fólks og leysa þessa leiðinlegu umferðarhnúta í borginni.
Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, kynnti nýverið stefnu Háskólans til næstu fimm ára. Kristín hafði áður lýst því yfir að Háskólinn ætti að stefna að því að verða á meðal hundrað bestu háskóla heims. Til þess að það markmið geti orðið að veruleika er ljóst að hrista þarf verulega upp í starfi Háskólans. Það er því áhugavert að skoða nákvæmlega hvaða breytingar stjórn skólans ætlar sér að gera til þess að ná þessu markmiði.
Á morgun fer fram forkeppni Evróvisjón í Aþenu í Grikklandi og mun þar Ágústa Eva Erlendsdóttir stíga á stokk fyrir Íslands hönd í gervi Silvíu Nætur. Engin leið er að spá fyrir um afdrif lagsins í keppninni. Lagið gæti flogið inn í undanúrslit en líka er vel líklegt að um verði að ræða stórkostlegt flopp.
Þann 26.apríl síðastliðinn voru liðin 20 ár síðan kjarnorkuslysið hræðilega varð í kjarnorkuveri í Tjernobyl. Slysið hafði gríðarleg áhrif um allan heim og umpóluðust margar þjóðir í stefnu sinni í orkumálum í kjölfarið. Gæti niðurskrúfuð skýrsla um afleiðingar þessa haft eitthvað með vaxandi orkuþörf þjóða heims að gera?
Tveir málaflokkar eru mikilvægir fyrir borgarstjórnarkosningarnar þann 27. maí næstkomandi. Þessir málaflokkar eru aðstæður eldri borgara og fjölskyldumálin.
Sumarið er tíminn sagði maður sem finnst gaman að rúnta á jeppanum sínum, en sumarið er þó ekki tími allra jeppaáhugamanna. Í þessu helgarnesti verður því haldið uppi vörnum og bifreiðaval Framsóknarflokksins útskýrt, farið lauslega í veðurfarslega þætti kosningabaráttunnar og endað á mannfórnum í íslenska vorinu.
Það eru til tvö skemmtileg skrímsli. Eitt er Loch Ness í Skotlandi og hitt er Busi Ness. Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra er varla mikið hræddur við skrímslið í Skotlandi, því það er ekki til, en af fréttum vikunnar má dæma að hann er logandi hræddur við „business“ skrímslið.
Fyrsta maí síðastliðinn samþykkti Alþingi að hefta ekki aðgengi ríkisborgara Eistlands, Lettlands, Litháen, Póllands, Slóvakíu, Slóveníu, Tékklands og Ungverjalands að íslenskum vinnumarkaði. Ákvað ríkisstjórnin að nýta sér ekki heimild til að fresta gildistöku lagana til 2009.
Í kjölfarið hafa margir orðið til að spá fyrir um að nú muni holskefla af erlendu vinnuafli streyma inn í landið. Einnig hefur sú spurning heyrst af hverju erlent vinnuafl sé æskilegt hér á landi ?
Í dag eru 18 dagar til sveitastjórnakosninga. Miðað við skoðanakannanir er staðan í Reykjavík æsispennandi, en þrátt fyrir spennu er alveg með ólíkindum hversu rólegt er yfir þessari kosningabaráttu. Hver hefur frumkvæðið í rólegri kosningabaráttu?
Fjölmargar kvikmyndir lofsyngja hermennsku, stríðstól og stríðsátök. Með þessu er dregin upp alröng mynd af hörmulegum raunveruleika stríðs. Hinn afbakaði raunveruleiki stríðsbíómynda er studdur af bandarískum heryfirvöldum sem sjá þær sem tækifæri til að koma á framfæri áróðri. Það er dapurlegt að kvikmyndagerðarmenn gerist þátttakendur í þessum leik.