Frjáls för verkafólks

Fyrsta maí síðastliðinn samþykkti Alþingi að hefta ekki aðgengi ríkisborgara Eistlands, Lettlands, Litháen, Póllands, Slóvakíu, Slóveníu, Tékklands og Ungverjalands að íslenskum vinnumarkaði. Ákvað ríkisstjórnin að nýta sér ekki heimild til að fresta gildistöku lagana til 2009.
Í kjölfarið hafa margir orðið til að spá fyrir um að nú muni holskefla af erlendu vinnuafli streyma inn í landið. Einnig hefur sú spurning heyrst af hverju erlent vinnuafl sé æskilegt hér á landi ?

Fyrsta maí síðastliðinn samþykkti Alþingi að hefta ekki aðgengi ríkisborgara Eistlands, Lettlands, Litháen, Póllands, Slóvakíu, Slóveníu, Tékklands og Ungverjalands að íslenskum vinnumarkaði. Ákvað ríkisstjórnin að nýta sér ekki heimild til að fresta gildistöku lagana til 2009.
Í kjölfarið hafa margir orðið til að spá fyrir um að nú muni holskefla af erlendu vinnuafli streyma inn í landið. Einnig hefur sú spurning heyrst af hverju erlent vinnuafl sé æskilegt hér á landi ?

Í lögunum kemur fram að ríkisborgurum framangreindra ríkja verði heimilt að koma hingað til lands í atvinnuleit og ráða sig til starfa hér á landi án sérstakra atvinnuleyfa. Atvinnurekendur þurfa þó að tilkynna til Vinnumálastofnunar um ráðningu ríkisborgara frá þessum ríkjum. Gert er ráð fyrir að ráðningasamningur fylgi tilkynningunni þar sem útlendingnum eru tryggð laun og önnur starfskjör samkvæmt íslenskum lögum og kjarasamningum.

Holskefla af vinnuafli ?
Margir forkólfar verkalýðsforystunnar hafa sagt að nú muni fjöldinn allur af erlendu verkafólki hellast yfir íslenskan vinnumarkað með ófyrirséðum afleiðingum. Þetta er í engum samræmi við reynslu annarra Evrópulanda.
Þannig gaf framkvæmdarstjórn ESB nýlega út skýrslu um reynslu af inngöngu nýju aðildarríkjanna á vinnumarkað ESB. Þar kemur fram að reynsla annarra landi sé mjög jákvæð og fólksflutningur hafi orðið umtalsvert minni en gert var ráð fyrir.
Ríki sem opnuðu landamæri sín fyrir starfsfólki frá nýju aðildarríkjunum bjuggu við mikinn hagvöxt, minnkandi atvinnuleysi og fjölgun starfa. Að sama skapi kom fram að erlent vinnuafl sem kom frá hinum nýju aðildarríkum reyndist síður en svo baggi á velferðarkerfi þess lands sem farið var til.

Einfaldari vinnulöggjöf?
Það er fagnaðarefni að löggjöf varðandi erlent vinnuafls sé að verða gegnsæjari og einfaldari. Þannig er gert ráð fyrir í lögunum að ríkisborgurum áðurtalinna ríkja verði heimilt að koma hingað til lands í atvinnuleit og ráða sig til starfa hér á landi án sérstakra atvinnuleyfa. Með þessum breytingum er verið að ýta undir beinar ráðningar milli atvinnurekenda og launafólks án milliliða og tryggja betur að erlent verkafólk bú við sömu kjör og aðrir íslenskum vinnumarkaði

Þörfin fyrir erlent vinnuafl
Mikill hagvöxtur hefur einkennt íslenskt efnahagslíf á síðustu misserum. Samfara því hefur lítið atvinnuleysi myndað mikla spennu á íslenskum vinnumarkaði. Mikil eftirspurn hefur verið eftir starfsfólki, sérstaklega í þau störf sem íslendingar virðast tregir til að vinna sbr. fiskvinnslu og önnur verkamannastörf. Líklega býr ekkert ríki á EES-svæðinu við meiri þenslu á vinnumarkaði, meiri eftirspurn eftir starfsfólki, en Íslendingar. Það hefur því reynst okkur happadrjúgt að fá hingað til lands erlent verkafólk sem hefur haft í för með sér minni spennu á vinnumarkaði, bættri afkomu fyrirtækja og þannig stuðlað að auknum hagvexti.

Hagræn rök
Markmið allrar hagstjórnar hlýtur fyrst og fremst að stuðla að auknum hagvexti. Hagvöxtur skapast þegar vinnumarkaðurinn skilar auknum afköstum án þess að magn vinnuafl eykst þ.e.a.s aukin framleiðni verður í þjóðfélaginu. Þannig stuðla tækniframfari og aukinn menntun að aukinni framleiðni í þjóðfélaginu og þar af leiðandi auknum hagvexti.

Framleiðni starfa er mismikil eftir starfsgreinum, þannig skila ófaglærð störf almennt lágri framleiðni á meðan að störf sem krefjast mikillar þekkingar og sérhæfingar hærri framleiðni. Hagvöxtur á Íslandi undanfarna áratugi hefur orðið til vegna tilfærslu vinnuafls frá störfum með lága framleiðni yfir í störf með háa framleiðni. Almennt er talað um yfirfærslu frá verksamfélagi yfir í þekkingarsamfélag.

Það er almennur misskilningur að þegar aukin framleiðni verður inna atvinnugreinar sem leiðir til fækkunar starfa verði niðurstaðan langvarandi atvinnuleysi hjá þeim sem þannig missa vinnuna. Oft heyrast þau rök að vernda beri ákveðnar greinar atvinnulífsins gegn breytingum sem aukna framleiðni [sem leiðir til fækkunar starfa] á þeim forsendum að greini skapi svo mörg störf. Þetta er mikil rökvilla sem byggir á þeirri trú að störf séu föst tala og fækki þeim þá leiði það óhjákvæmilega til almenns atvinnuleysis. Á sama hátt mætti spyrja sig af hverju er verið sé að flytja inn Komastsu gröfur frá Japan í stað þess að nota bara skóflur því það skapa jú svo mikla vinnu fyrir alla.

Staðreyndin er sú að fjöldi starfa er ekki föst stærð á meðan að magn vinnuafls er tregbreytilegt. Þannig unnu um 95% þjóðarinnar við landbúnað fyrir um 100 árum en í kjölfar tækninýjunga og aukinnar þekkingar vinna í dag um 5% við landbúnað og skila margfalt meiri afköstum. Það dettur engum í huga að þetta hafi leitt til langvarandi atvinnuleysis á Íslandi. Staðreyndin er sú að þegar framleiðni eykst innan starfsgreinar þá losnar um vinnuafl sem flytur sig í störf með aukna framlegð.

Það sama gerist þegar erlent vinnuafl tekur við störfum af íslendingum í atvinnugreinum þar sem framleiðni er almennt lág t.d. við fiskvinnslu. Þá losnar um atvinnumarkaðinn og forsendur skapast til flutnings yfir í störf með hærri framleiðni.

Það er því mikil hagsæld fólgin í því að hafa frjálsan vinnumarkað sem veitir öllu atvinnu. Nýsamþykkt lög um frjálsa för erlends vinnuafls er því mikið fagnaðarefni og skulum við íslendingar bjóða alla þá velkomna sem hingað vilja koma til að vinna.

Latest posts by Ýmir Örn Finnbogason (see all)