Bentu á þann sem að þér þykir bestur

Nú þegar Eurovision er yfirstaðin og Finnar unnu en Silvía fór heim með sárt enni er víst tími til þess að fara að huga að öðrum hlutum eins og borgarstjórnarkosningum. Nú er auglýsingaflóðið að taka yfir, Björn Ingi er að grilla, Dagur er reiður, Ólafur vill halda í flugvöllin, Svandís vill setja alla í strætó og Sjálfstæðismenn eru alvöru manneskjur sem eru bara að taka þátt í þjóðfélaginu eins og þú og ég. En hvað eru samt framboðin að tala um og þá enn frekar hvað eru þau að gera?

Nú þegar Eurovision er yfirstaðin og Finnar unnu en Silvía fór heim með sárt enni er víst tími til þess að fara að huga að öðrum hlutum eins og borgarstjórnarkosningum. Nú er auglýsingaflóðið að taka yfir, Björn Ingi er að grilla, Dagur er reiður, Ólafur vill halda í flugvöllin, Svandís vill setja alla í strætó og Sjálfstæðismenn eru alvöru manneskjur sem eru bara að taka þátt í þjóðfélaginu eins og þú og ég. En hvað eru samt framboðin að tala um og þá enn frekar hvað eru þau að gera?

Sjálfstæðisflokkurinn
Sjálfstæðismenn hafa ákveðið að fara í jákvæða baráttu og það hefur tekist ansi vel, góður andi er greinilegur á meðal fólksins í framboði. Að mínu mati er Sjálfstæðisflokkurinn með þá sérstöðu að þeir stilla upp liði en ekki einstökum manni og fyrir mér kemur það betur fyrir sjónir. En þrátt fyrir jákvæðnina hefur nú eitt mál komið upp sem hefur leitt það af sér að flokkurinn er ekki eins hress eins og áður.
R-listinn samþykkti nýlega framkvæmdaáætlun um hvað ætti að gera í Reykjavík en það sem fór með fólk var að það er stefna þeirra sem standa að R-listanum að setja bílastæðagjald við skóla Reykjavíkur. Sjálfstæðisflokkurinn hefur mótmælt þessu og þá segir Dagur bara ,,Nei, nei við erum ekki sammála þessu, ég var ekki þarna, ég kom ekki nálægt þessu, þið eruð bara að snúa út úr orðum hennar Bjarkar Vilhelms”. Það sem ég vil segja við Dag er einfalt þú verður einfaldlega að taka ábyrgð á því hvað R-listinn gerði og gerir, mæta á borgarstjórnarfundi og jafnframt ef þú hefðir verið á móti þessu hefðiru ekki leyft að setja stöðumælagjald við Landsspítalan.

Framsóknarflokkurinn…. eða ExBé listinn
Barátta Framsóknarflokksins er eiginlega bara sorgleg hún er byggð á einum manni, málefnum sem lítil sátt er um og þrátt fyrir stanslausar auglýsingar virðist enginn vilja þá (eða Björn Inga). Það er draumur margra að Framsóknarflokkurinn þurrkist út í komandi kosningum og í framhaldi af því muni fylgi hans á landsvísu minnka. Ekki veit ég hvort það muni gerast en það verður svo sannarlega skellur fyrir Framsókn að þeir nái ekki inn manni í kjördæmi formanns þeirra. Þetta verður a.m.k. hörð lexía fyrir þá því þetta mun sýna þeim að fólk blekkist ekki á auglýsingum. Samt má ekki gleyma því að auglýsingar þeirra hafa visst skemmtanagildi því vil ég enda á uppáhaldssetningunni minni úr auglýsingum þeirra ,,Björn er kannski ekki góður grillari en hann hlustar, ExBé ertu með?”.

Frjálslyndir
Frjálslyndir eru vongóðir í þessari baráttu og samkvæmt mörgum könnunum mega þeir alveg vera það. Þeirra baráttu er svoldið heimatilbúin og vegna þess er hún mjög einstök. Frjálslyndir eru fyrir mér með eitt málefni og það er flugvöllurinn, en þeir eru einir sem segja að hann skuli vera í Vatnsmýrinni og það gæti hugsanlega aflað þeim atkvæðum. En umfram flugvöllinn eru þeir lítið sýnilegir og í raun það eina sem fólk veit að þeir ætli að gera. Það er einmitt mjög gott fyrir þá því vegna fylgisins þeirra er líklegt að þeir lendi í oddastöðu og þá ætti þeir að eiga auðvelt með að vinna með öllum flokkum.

Vinstri Grænir
Þetta er hvað ósýnilegasta aflið í framboði en þrátt fyrir það er það eina framboðið sem hefur sent mér nýjum kjósenda áróðurspóst. En það lítur samt út fyrir að Vinstri Grænir séu orðin svo græn að þau vilji helst bara útrýma einkabílnum en samt sem áður var það einmitt þau ásamt R-listanum sem eyðulögðu strætókerfi Reykjavíkurborgar. Þeirra leiðir til þess að koma fólki í strætó er að rukka fólk hvar sem er fyrir stæði hvort sem það er á spítulum, leikskólum eða niðri í bæ, allt skal vera gjaldskylt. Á meðan Dagur segir ekkert satt í því að R-listinn hafi ætlað sér að rukka fyrir stæði á hinum og þessum stöðum borgarinnar standa Vinstri Grænir stoltir upp og segja ,,við viljum bílastæðagjald, við viljum almenningsamgöngur”.

Samfylkingin
Eina framboðið sem er bæði í frábæru skapi og talar bara um frábæru Reykjavík en á sama tíma eru þeir hundfúlir út í Sjálfstæðisflokkinn. Samfylkingunni er stillt upp eins stráka/stelpubandi þar sem það er alltaf bara einn sem má syngja og hinir eru í raun bara bakraddir. En er Dagur nógu góður aðalsöngvari? Það er stóra spurningin. Fyrir mér er Dagur núna bara með panik bindið sitt að reyna að slökkva elda sem meðframbjóðendur hans eru að kveikja út um allt. Þegar bílastæðagjaldið kom upp fór hann út um allt að segja að Samfylkingin vildi þetta alls ekki og þetta væri bara uppspuni hjá Sjöllunum en samt er Björk ekki enn búin að segja neitt um að þetta sé rangt hjá Sjálfstæðismönnum.
Ungir Jafnaðarmenn eru samt alverstir því ekki veit ég enn fyrir hvað þeir standa því það eina sem þeir gera er að taka eina og eina setningu úr einhverjum ályktunum af einu SUS þingi og birta þær. Það er líkt og það hafi verið of erfitt að búa til stefnu sjálf og einhverjum snillingnum datt í hug ,,Hey tökum bara þeirra dót og snúum út úr því, þá kýs fólk okkur”. Þetta er vissulega ein aðferð en ég efa að hún sé að ná þeim mörgum atkvæðum.

Það er víst ekki hægt að segja að pólitíkin sé dauð en nú þegar það eru tæpir þrír dagar í kjördag og enn er fólk óákveðið og það er væntanlega fólkið sem mun ákvarða hver mun stjórna höfuðborg landsins. Megi sá besti vinna.

Latest posts by Stefanía Sigurðardóttir (see all)

Stefanía Sigurðardóttir skrifar

Stella hóf að skrifa á Deigluna í nóvember 2004.