Tími til að njóta sums en fórna öðru

Sumarið er tíminn sagði maður sem finnst gaman að rúnta á jeppanum sínum, en sumarið er þó ekki tími allra jeppaáhugamanna. Í þessu helgarnesti verður því haldið uppi vörnum og bifreiðaval Framsóknarflokksins útskýrt, farið lauslega í veðurfarslega þætti kosningabaráttunnar og endað á mannfórnum í íslenska vorinu.

Horft yfir Lönguskerin og hugleitt um flugvallarstæði

Sumarið er komið hvort sem okkur líkar það betur eða verr. Fólk striplast um á sandölum, sólin skín og löggan eltist við þá sem enn eru á nagladekkjum. Fótboltinn er að fara af stað, unga fólkið er í prófum og risavaxnar hunangsflugur kíkja í heimsókn.

Flestir eru himinlifandi yfir þessu öllusaman og gera plön um hvert skuli skotist um landið á helgum og bursta mesta ryðið af grillunum. Í góða veðrinu vinnur fólk í garðinum og áhugi á öllu öðru en sumrinu hverfur. En svo eru hinir…

Hinir eru frambjóðendur og þeir sem reka kosningabaráttu fyrir sveitastjórnarkosningarnar. Enginn nennir að hlusta á frambjóðendur og þeir neyðast til að grípa til örþrifaráða eins og að hjóla um bæinn eða synda á tjörnum svo eftir þeim sé tekið. Það eru allir úti að grilla á kvöldin og þessvegna sér enginn sjónvarpsauglýsingar Framsóknarflokksins og annarra örvæntingafullra smærri framboða um landið.

Er ekki bara sanngjarnt að leyfa þeim þetta?

Reyndar virðist sem Framsóknarflokkurinn sé einn í framboði um gjörvallt landið, þó eftirspurnin sé hverfandi. Þeirra skemmtilegasta innlegg í vorið er auðvitað Hummerinn í fatlaðrastæðinu. Ég skil reyndar ekki þá sem gagnrýna flokkinn fyrir að vera á svona stórum bíl, en auðvitað er langþægilegast að vera á bíl sem rúmar bæði frambjóðendur og kjósendur flokksins.

Þegar flokkurinn afsakaði að hafa lagt í stæði fyrir fatlaða var blásið á sögusagnir umað frambjóðandi hafi verið við stýrið, þvert á móti hafi það verið ungur og óreyndur nýliði. Um að gera að fórna ungviðinu og reyna að firra sig ábyrgð í lengstu lög.

Talandi um mannfórnir þá er þetta óvenjulega hreint gengið til verks hjá löndum mínum í Eyjum. Bæjarstjórinn er greinilega argur yfir framlagi Andrésar til knattspyrnunnar í Eyjum hingað til því bræður hans Ólafur og auðvitað Ásgeir eru miklar knattspyrnuhetjur.

Íslenska snemmsumarið í ár er því tími mannfórna og milljónabíla, en umfram allt tími til að njóta!

Latest posts by Brynjólfur Ægir Sævarsson (see all)