Auglýsingarnar „Ég ætla að bíða“ misnota tölfræði á alvarlegan hátt. Markhópur auglýsinganna er í raun blekktur til þess að halda að frestun drykkju muni hafa veruleg áhrif á líkurnar á misnotkun síðar á lífsleiðinni. Í raun segja auglýsingarnar nákvæmlega ekki neitt um það hvaða áhrif slík bið hefur.
Um næstu áramót bætast Búlgaría og Rúmenía við raðir Evrópusambandsins. Þá hafa Króatía, Makedónía og Tyrkland sótt um aðild og önnur ríki á Balkansskaga munu nær örugglega fylgja fordæmi þeirra. Á sama tíma eru Bandaríkjamenn að reisa vegg á landamærum við Mexíkó.
Nú þegar staða sólar nær hámarki sjást gamalkunnar fræsinga- og malbiksvélar æ oftar á götum borgarinnar. Er ekki kominn tími til að binda endi á þennan eilífðarvals malbiksviðgerða hvert sumarið á fætur öðru með eðlilegri og raunhæfri gjaldtöku af notkun nagladekkja á veturna?
Ýmsum blöskrar stöðuveitingar, bitlingar og baktjaldamakk sem viðgengst í íslenskum stjórnmálum, og vissulega er sumt ekki til eftirbreytni. En þrátt fyrir það er Íslensk pólítík í alþjóðlegum samanburði jafnóspillt og Íslenska náttúran, og í nýlegri rannsókn mældist Ísland minnst spillta land í heimi. Hvers vegna ætli það sé?
Á milli 85 og 115 milljónir stúlkna og kvenna eru umskornar; um það bil 2 milljónir kvenna sæta umskurði á hverju ári eða u.m.þ.b. sex þúsund á degi hverjum. Mannréttinda samtök hafa barist gegn þessu árum saman en í dag er þessi aðgerð enn til.
Í dag kl fjögur hefst veislan. Heimamenn í Þýskalandi mæta Kosta Ríka á Allianz Arena leikvanginum í München. Veislan mun standa yfir í mánuð með litlum hléum, enda þarf að spila 64 leiki áður en heimsmeistarar verða krýndir í Berlín að kvöldi 9. júlí
Öfugt við það sem margir halda eru til listamenn með viðskiptavit. Listamenn sem velta fyrir sér hvar sé markaður fyrir list þeirra og hvað viðskiptavinurinn vill. Og það eru oft þeir sem jafnframt skapa mestu menningarverðmætin. Trúbadorinn Jójó er einn slíkra.
Framsóknarmenn lofuðu lausnum á vanda foreldra ungra barna með dagvistun. Lofuðu þeir 50 þúsund króna greiðslum á mánuði. Er þessi hugmynd frábær eða gamaldags?
Á síðustu þrjátíu árum hefur hlutfall jarðarbúa sem búa við fátækt snarlækkað. Misskipting tekna í heiminum hefur einnig minnað verulega. Eina svæði heims sem situr eftir (og hefur raunar farið aftur) er Afríka. Alls staðar nema í Afríku hafa hundruð milljóna manna lift sér úr örbirgð. Árið 1970 voru 13,4% allra sem bjuggu við örbirgð íbúar Afríku. Í dag er þetta sama hlutfall komið í 74,5%.
Stjórnmálamenn hætta iðulega annað hvort með góðu eða með illu. Þessar tvær leiðir fléttast svo stundum saman þegar ákvörðun um að hætta er tekin af ótta við að ná ekki kjöri. Það er eðlilegt að stjórnmálamenn kjósa að hætta þegar þeir meta stöðu sína þannig að þeir njóti ekki lengur fylgis til að ná endurkjöri. Halldór Ásgrímsson hefur metið stöðu sína rétt. En hvernig maðurinn fer að því að hætta er með ólíkindum. Hvernig í ósköpunum er hægt að klúðra jafn einföldum hlut og hætta í stjórnmálum?
Nú lítur út fyrir að Halldór Ásgrímsson sé að hætta í stjórnmálum. Halldór langaði mjög að verða forsætisráðherra en því miður fyrir hann reyndist löngunin til að hafa kafla um forsetisráðherratíð sína í ævisögunni mun meiri en hæfileikinn til að gegna slíku embætti.
Á hvítasunnu er stofnunar kirkjunnar minnst. Í hvítasunnupistli fjallar Sr. Kjartan Örn Sigurbjörnsson um þann boðskap frásagnarinnar um hvítasunnu að kirkjan skuli vera öllum opin og að fyrir henni séu allir jafnir. „Kirkjan á að vera mannréttindafélag vegna þess að það er mikilvægast að hver og einn hafi rétt til þess að vera sá sem hann er,“ segir í hugvekju dagsins.
Í kjölfar sveitarstjórnarkosninganna eiga sér nú stað meirihlutaviðræður þar sem enginn listi náði hreinum meirihluta. Með viðræðum reyna tveir eða fleiri listar að sameinast um að mynda starfhæfan meirihluta í sveitastjórn. Það gera þeir með því að fara yfir kosningaloforðin, gera málamiðlanir og loks er útbúinn málefnasamningur sem nokkurs konar bland í poka af stefnumálum hlutaðeigandi lista.
Margir hafa velt fyrir sér ráðgátunni um Bermúda þríhyrninginn en fáir komist að því sanna. Ýmsar getgátur hafa verið á lofti, allt frá yfirnáttúrulegum fyrirbærum til eðlilegra staðreynda á borð við óveður og veikt segulsvið jarðar á þessu svæði. Hafsvæðið sem spannar Bermúda þríhyrninginn er talið vera það hættulegasta í heimi.
Undanfarin ár hefur á hverju ári verið gerð alþjóðleg rannsókn á frumkvöðlastarfsemi í um 40 löndum og ber rannsóknin heitið Global Enterpreneurship Monitor (GEM). Þar kemur fram að sláandi lágt hlutfall íslenskra frumkvöðla er með háskólamenntun. Í ljósi nýrrar stefnu Háskóla Íslands um að komast í hóp þeirra bestu er ljóst að aðgerða er þörf í þessum málaflokki.
Í alþjóðlegu samhengi virðist eiga sér stað athyglisverð umbreyting á gamalgróinni hugmyndafræði er hefur grundvallað borgarsamgöngur fram til þessa. Í stað þess að beita óhikað klassískri verkfræðilegri framboðshyggju við úrlausn verkefna vilja menn í auknum mæli skoða samhengi við borgarformið, valkosti og gæði. Og jafnvel út frá verðmætahyggju hagfræðinnar.
Í dag er síðasti dagur maímánaðar, vorið er búið og á morgun er 1. júní, fyrsti dagur hinna eiginlegu sumarmánaða. Bjartar nætur og blíðudagar eru framundan og loksins loksins – eða bráðum – kemur hið langþráða sumarfrí. Það er afar algengt í nútímanum að fólk gleymi sér við það að uppfylla þær kröfur sem samfélagið gerir til þeirra og fórnar til þess nauðsynlegum hvíldartíma sínum. Slíkt getur valdið vanlíðan og streitu sem aftur veldur röskun á lífsgæðum og jafnvel minnkuðum afköstum. Úr getur orðið heilsuspillandi ástand sem erfitt er að leiðrétta.
Þann 30. júní 1989 steypti herinn í Súdan lýðræðislega kjörinni stjórn landins af stóli og kom stjórnmálaflokknum NIF (e. The National Islamic Front) til valda. Maður að nafni Omar El Bashir leiddi valdaránið, tók hann við völdum í landinu og hefur haldið þeim allt fram á þennan dag. Frá valdaráninu hefur saga Súdans einkennst af grimmdarverkum, hópmorðum og algjöru sinnuleysi Sameinuðu þjóðanna og alþjóðasamfélagsins.
Ísland er meðal allra ríkustu landa heims en hefur hingað til ekki tekið ábyrgð á málefnum þróunarlanda í samræmi við stöðu sína.
Í dag verður kosið í sveitarstjórnarkosningum um allt land. Mikil spenna ríkir í mörgum bæjarfélögum þar sem mjótt er á munum milli einstakra framboða en annars staðar virðist liggja í augum uppi hver úrslit kosninganna verða. Sé litið yfir landið í heild sinni er Sjálfstæðisflokkurinn að bæta við sig fylgi í nær öllum sveitarfélögum.