Sex þúsund konur á dag limlestar

Á milli 85 og 115 milljónir stúlkna og kvenna eru umskornar; um það bil 2 milljónir kvenna sæta umskurði á hverju ári eða u.m.þ.b. sex þúsund á degi hverjum. Mannréttinda samtök hafa barist gegn þessu árum saman en í dag er þessi aðgerð enn til.

Á milli 85 og 115 milljónir stúlkna og kvenna eru umskornar; um það bil 2 milljónir kvenna sæta umskurði á hverju ári eða u.m.þ.b. sex þúsund á degi hverjum. Mannréttinda samtök hafa barist gegn þessu árum saman en í dag er þessi aðgerð enn til.

Hvað er umskurður?

Þegar konur eru umskornar eru ytri kynfæri kvenna fjarlægð að hluta til eða jafnvel algjörlega (skapabarmar og snípur). Stig umskurðar eru misjöfn og því er miserfitt fyrir konur að gangast undir eða/og lifa með því. Hvers vegna eru konur umskornar? Umskurður kvenna er ævaforn athöfn sem er framkvæmd af menningarlegum og/eða trúarlegum ástæðum. Raunin er sú að tilgangurinn er að bæla niður náttúrulega kynhvöt kvenna, jafnframt að koma í veg fyrir að konur séu lauslátar og aðalástæðan er sú að tryggja meydóm fyrir hjónaband.
Umskurður er ekki einungis sársaukafull aðgerð heldur geta fylgifiskar hennar verið svo gífurlegir að sumum fórnarlömbum blæðir út. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) hefur bent á að umskurður á konum getur tvöfaldað hættuna á móðurdauða eftir barnsburð og margfaldar ennfremur hættur á að börn fæðist andvana. Þrátt fyrir að ekki sé vitað um nákvæman fjölda stúlkubarna sem hafa látið lífið vegna umskurðar er hægt að draga vissa ályktun af því að á vissum svæðum í Súdan þar sem sýklalyf eru ekki fáanleg er talið að einn þriðji hluti stúlkna sem gangast undir umskurð láti lífið af þeim sökum.

Fyrir utan alla líkamlegu kvillana sem eru gífurlegir þá eru andlegu kvillarnir ekki minna alvarlegir. Konur sem hafa verið umskornar í æsku hafa þurft að takast á við slíkar afleiðingar sem eru m.a. sálrænt áfall (post-traumatic stress), króníska geðvefræna (psychosomatic) kvilla og lítið sjálfstraust.

En afhverju er ég að vekja máls á þessu?

Því á sama tíma og við erum að dæma samfélög þar sem umskurður tíðkast eru æ fleiri konur í Danmörku að sækjast eftir því að láta minnka á sér kynfærin með skurðaðgerð. Þessi aðgerð svipar til að mörgu leiti til ,,hefðbundinnar” umskurnar kvenna. Þær konur sem sækjast í þessa aðgerð líta á hana sem fegrunaraðgerð. Aðalástæða þess að þær ganga undir þessa aðgerð er vegna þess að þær telja kynfæri sín of stór og ljót. Það eru jafnframt margar sem segja að þau þvælist fyrir sér þegar þær vilji ganga í þröngum nærfötum og buxum.

Er eitthvað að því að konur geri það sem þær vilji við sín kynfæri? Er eitthvað athugavert við svona aðgerðir ef þær eru gerðar af læknum? Læknirinn Charlotte wilken-Jenssen yfirlæknir kvenlækningadeildar á héraðskjúkrahúsinu í Hróarskeldu segir að það sé sjálfsímynd þessara kvenna sem þarf að laga . hún kallar þessa aðgerð limlestingu á stúlkum. Hún viðurkennir að ekki sé vitað um allar afleiðingarnar en að víst sé að aðgerðin valid sýkingum, ertingu og sársauka á stað sem eiga að valda nautn. Þrátt fyrir það gangast stúlkurnar undir hnífinn til þess að fá hið ,,fullkomna” kynfæri.

Hver er samt raunveruleg ástæða þess að þessar stúlkur ákveða að fara í þessa aðgerð? Eru það ekki staðalímyndir sem eru að hafa áhrif á þessar ungu konur? Eru kröfurnar um fullkomið útlit orðnar svo miklar að fólk veit ekki hvar eigi að setja punktinn? Hefur það komið fram í einhverju tímaritinu að þetta sé staðalímynd af kynfærum kvenna og einhverjar sem eru veikar fyrir því að falla inn í staðalímyndina eru staðráðnar í því að fá þessi fullkomnu kynfæri?

Ég veit að ég get ekki ráðið þessa ráðgátu en ég veit að umskurður kvenna brýtur í bága við mannréttindasáttmála sem standa vörð um rétt kvenna og barna og eiga að vernda þau gegn hvers kyns ofbeldi. Nú er tíminn til að láta í sér heyra og stoppum ofbeldi á konum fyrir fullt á allt hvort sem það er í Afríku, Asíu, Austur-Evrópu, Ameríku eða Danmörku.

Latest posts by Stefanía Sigurðardóttir (see all)

Stefanía Sigurðardóttir skrifar

Stella hóf að skrifa á Deigluna í nóvember 2004.