Riddarar eyðslunnar

Ríkisstjórnin ákvað í gær að gera sitt í því að hægja á framkvæmdum við byggingu tónlistarhúss í Reykjavík. Hafnar eru viðræður við borgaryfirvöld og framkvæmdaraðila og rætt um að fresta opnun byggingarinnar um nokkra mánuði. Best hefði verið ef ríkisstjórnin hefði ákveðið að hætt alfarið við þessa óþörfu og rándýru byggingu en því miður var sú leið ekki farin. Betur má ef duga skal en hið jákvæða er að með þessari ákvörðun hefur ríkisstjórn á táknrænan hátt lagt sitt af mörkum til að slá á þenslu í efnahagslífinu og er það í samræmi við þá ábyrga stefnu sem stjórnvöld hafa markað í efnahagsmálum undanfarnar vikur. En svo komu Dagur og Stefán.

Prófkjör fari fram í Sjálfstæðisflokknum í öllum kjördæmum

Nú eru um 10 mánuðir til næstu alþingiskosninga og fyrir dyrum stendur hjá stjórnmálaflokkunum að ákveða hvaða aðferðum skuli beitt þegar ákvarðað er hvernig raðað verður á framboðslista. Í þeim efnum standa flokkunum einkum til boða þrír kostir; prófkjör, kosning á kjördæmisþingi með tvöfaldri fulltrúatölu eða uppstillingarnefndir. Við blasir að í stærsta stjórnmálaflokki landsins, Sjálfstæðisflokknum, verður þess víða krafist að prófkjör verði notuð sem aðferð við uppstillingu á lista nú.

Yndisleg borg í blíðviðri

Það er yndislegt að ganga um Laugaveginn í blíðviðri eins og verið hefur undanfarna daga. Gatan iðar af lífi, kaffihús fyllast af vegfarendum sem sitja margir úti, ferðamenn þramma um í vindjökkum með kort í hendi og verslun, sérstaklega tengd ferðaþjónustu, blómstrar. Maður fyllist jákvæðni og jafnvel óhóflegri bjartsýni um að það hljóti að vera hægt að gera eitthvað til að fjölga fólki sem sækir miðbæinn, einnig á vindasömum og blautum dögum.

Löggjafarvaldið vs. framkvæmavaldið

Þorsteinn Pálsson, ritstjóri Fréttablaðsins, skrifaði leiðara sl. mánudag um virkni kjósenda á Íslandi og hverju þeir eigi að ráða. Inni á milli almennra athugasemda um málefnið sagði ritstjórinn að kjósendur hafi aðeins óbein áhrif á hverjir sitji í ríkisstjórn vegna þingræðisreglunnar. Var botninn sleginn úr þeirri umræðu með því að gefa í skyn að vert væri að skoða hvernig kjósendur geti haft bein áhrif á skipan framkvæmdarvaldsins án þess að afnema þingræðisregluna. Þetta eru nokkuð athyglisverð ummæli frá fyrrverandi forsætisráðherra og væri skemmtilegt ef ritstjórinn gæti útskýrt þessar stjórnskipunarhugleiðingar sínar betur.

Hvað kenndi Zidane okkur?

Það er talið að á bilinu tveir til þrír milljarðar manna hafi séð Zidane skalla ítalska leikmanninn Materazzi sem mun væntanlega fara í sögubækurnar sem eitt alræmdasta atvik knattspyrnusögunnar. En hvaða lærdóm er hægt að draga af atvikinu?

Deilan um Kashmir-hérað

Hryðjuvekaárásin í Bombay á Indlandi fyrr í mánuðinum eykur enn á þann vanda sem blasir við vegna Kashmir-héraðs. Árásirnar sýna greinilega að bæði Indland og Pakistan þurfa að vinna að lausn deilunnar um héraðið.

Af gálausum bílstjórum föstum í gangnamunnum

Á tveimur sólarhringum var keyrt sex sinnum á öryggisbita Hvalfjarðarganga í síðustu viku. Í tvö skipti sátu flutningabílar fastir með farm sinni í göngunum, svo loka þurfti þeim um tíma.
Fréttir berast reglulega af slíku athæfi allt árið. Óskiljanlegt er með öllu að bílstjórar á vöruflutningabifreiðum átti sig ekki á því hversu hár farmur þeirra er-og þá líka hver hæðartakmörkin séu í Hvalfjarðargöngum.

Meiri máfaplága

Máfaplágan gerir nú vart við sig að nýju, sem venjan er orðin á þessum árstíma. Máfurinn kemur þó óvenjulega sterkur inn þetta árið, enda er af óþekktum ástæðum afskaplega lítið að finna af náttúrulegri fæðu sílamáfsins í sjónum. Banhungraður lætur fuglinn varpið þetta árið lönd og leið, en sækir þess í stað í miklum mæli inn í borgina þar sem hann leitar matar af áfergju.

Allir með strætó?

Rekstur Strætó bs. virðist vera í miklum erfiðleikum og þrátt fyrir að íbúum Reykjavíkur fjölgi, fækkar farþegum vagnanna. Til að spyrna við þeirri þróun hefur stjórn fyrirtækisins enn og aftur breytt leiðarkerfinu sem hefur þó tæplega reynst vel hingað til.

Vaxandi spenna í Mið-Austurlöndum

Átökin í Mið-Austurlöndum hafa stigmagnast undanfarna daga og ófyrirséð hveru víðtæk eða langvinn þau verða. Ísraelmenn berjast nú á tveimur vígstöðvum, við Hizbollah-hreyfinguna í Suður-Líbanon og við palestínska vígahópa á Gaza-svæðinu.

Dýrir verndartollar

Hér á Deiglunni hefur oft verið fjallað um mikilvægi þess að fella niður verndartolla á landbúnaðarafurðir. Þrátt fyrir alla þessa umfjöllun eru tollarnir enn með þeim hæstu í heimi.

Óbeinar auglýsingar

Óbeinar auglýsingar eru að ryðja sér til rúms nú sem aldrei fyrr. Fyrirbærið hefur verið við lýði í áraraðir, allt frá því að „sápurnar“ litu dagsins ljós á 4. áratuginum, en þá voru framhaldsþættir í útvarpi vinsælir sem auglýstu sápur og þvottaefni. Markaðurinn fyrir þessar auglýsingar vex hratt og í dag leynist verðmætasta auglýsingaplássið í sjálfum kvikmyndunum og sjónvarpsþáttunum.

Ég geng í of litlum skóm

Að vera kona er að ganga í of litlum skóm. Að vera femínisti er að skilja ástæðuna fyrir því og fræða aðra um að það eru ekki fæturnir sem eru of stórir heldur skórnir sem eru of litlir.

Styðjum stelpurnar

Í dag, fimmtudaginn 13. júlí, hefst eitt af stærri knattspyrnumótum landsins, mótið er kallað Símamótið (eflaust muna einhverjir eftir mótinu sem Gull- og silfurmótið) og fer fram á félagssvæði Breiðabliks í Kópavoginum. Þetta er í 22. skipti sem mótið er haldið og það er umfangsmesta knattspyrnumót ársins sem er einungis fyrir stúlkur.

Sól sól skín á mig

Hjátrú er skilgreind sem trú á óraunverulega hluti, hluti sem stangast á við vísindi. Það eru vísast ekki margir sem lifa eftir samkvæmt slíkri tilrú í dag, en hjátrú gegndi stóru hlutverki í daglegu lífi landsmanna fyrr á öldum. Það er einmitt í hjátrúnni sem ég tel mig hafa fundið lausnina á þessu hvimleiða rigningarveðri á hásumri.

Eru Íslendingar hamingjusamir?

Það komst í fréttirnar í síðustu viku að breska blaðið Guardian birti niðurstöður Ástralskrar rannsóknar sem gaf það upp að Íslendingar væru öðrum þjóðum hamingjusamastir. Er þetta nýbúið að gerast? Veit DV af þessu?

Hvað nú ef……..

……bíllinn með austurrísk-ungverska krónprinsinum hefði ekki tekið ranga beygju þann 28.júní 1914 í Sarajevó…..hefði serbneski þjóðernsinninn Gavrilo Princip ekki fengið færi á að skjóta erkihertogann Franz Ferdinand og konu hans…..og meira en þrjátíu milljónir manna hefðu kannski ekki látið líf sitt eða örkumlast í fyrri heimstyrjöldinni.

Endanleg uppgjöf fyrir náttúruöflunum?

Við Íslendingar virkjum beljandi jökulsár og varma úr iðrum jarðar til rafmagnsframleiðslu, berjumst við öldurnar úti á ballarhafi til að ná okkur í fisk í soðið og þeytumst með túrista upp á miðjan Vatnajökul til að afla gjaldeyris. En en að reka sómasamlegan gosbrunn á tjörninni? Það virðist okkur algerlega ofviða.

Nýsköpunarlandið Ísland

Undanfarið hefur borið á þeirri umræða á Íslandi að nú sé tíð stóriðju lokið og taki þess í stað við tíð nýsköpunar og frumkvöðla. Þetta er allt og gott og blessað en lítið hefur verið velt fyrir sér hvað þetta hefur í för með sér og hvernig þetta á sér stað.

Af hreimnum skulið þið þekkja þá

sdfdÁ þessum góðviðrisdegi er komið víða við í helgarnestinu enda hafa fréttir vikunnar verið uppfullar af skemmtilegum atburðum og vandræðalegum augnablikum sem helgarnestið hefur sankað að sér af mikilli samviskusemi