Deilan um Kashmir-hérað

Hryðjuvekaárásin í Bombay á Indlandi fyrr í mánuðinum eykur enn á þann vanda sem blasir við vegna Kashmir-héraðs. Árásirnar sýna greinilega að bæði Indland og Pakistan þurfa að vinna að lausn deilunnar um héraðið.

Hryðjuvekaárásin í Bombay á Indlandi fyrr í mánuðinum eykur enn á þann vanda sem steðjar að Kashmir-héraði. Árásirnar sýna greinilega að bæði Indland og Pakistan þurfa að vinna að lausn deilunnar um héraðið.

Árásin á lestarkerfið í Bombay var sú þriðja í röðinni á jafnmargar borgir. Í fyrra var sprengt í London og árið 2004 í lestakerfi Madrídar. Sjö sprengjur sprungu í Bombay á sama tíma. Hátt í tvö hundruð lágu í valnum og yfir sjö hundruð slösuðust.

Þrátt fyrir þær miklu hörmungar sem fylgdu í kjölfarið má segja að viðbrögð forsætisráðherra Indlands, Manmohan Singh, hafi verið yfirveguð og skynsamleg. Í stað þess að rekja ástæður árásinnar til Pakistan, sem oftast hefur verið álitið gróðrastía hryðjuverkamanna, þá hvatti hann þjóðina til að sýna stillingu.

Ætla má að hefði forveri hans í embættinu verið við völd hefðu viðbrögðin nú orðið mun herskárri. Árið 2001 var gerð tilraun til þess að sprengja þinghúsið í Delhi. Ríkisstjórnin þá, undir stjórn þjóðernissinnaða Hindúflokksins, Bharatiya Janata, brást hin versta við og vígbjóst við landamæri Pakistan sem svaraði í sömu mynt.

Singh forsætisráðherra hefur lagt sig fram við það að bæta samskiptin við Pakistan og þoka deilunni um Kasmír milli landanna tveggja í samkomulagsátt. Hann virðist ekki ætla láta hryðjuverkaárásina nú bitna á því. Hið sama gildir um Pervez Musharraf, forseta Pakistan, sem fordæmdi árásirnar fljótt og afdráttarlaust.

Eins og sést er Kashmir-hérað feikistórt landsvæði. Það virðist þó skiptast nokkuð bróðurlega milli Indlands og Pakistan.

Deilan um Kashmir-hérað
Rauði þráðurinn í öllu því sem á undan er gengið er deilan um Kashmir-hérað. Indland álítur héraðið allt sitt en Pakistanar segja landsvæðið umdeilt. Það er því enn nokkuð langt í land, en sanngjörn lausn á málinu myndi eflaust vera áhrifaríkari í baráttunni gegn hryðjuverkum en aðgerðir lögregluyfirvalda í Pakistan.

Sá hluti Kashmír sem Indland ræður yfir er mun ríkari og efnahagslega sterkari en hluti Pakistana. Það skal því engan undra að þeir sækist eftir svæðinu.

Indland hefur þegar lagt til lausn í málinu sem hugsanlegt væri að Musharraf myndi samþykkja. Lausn Indlands felur meðal annars í sér samgöngur milli indverska hluta Kashmir og pakistanska hluta héraðsins ásamt aukinni sjálfstjórn indverska hlutans. Með þeirri ráðstöfun fengi héraðið sjálft aukin völd.

Tillögur Indlands duga þó skammt. Aðskilnaðarsinnar í Indverska hluta Kashmir myndu seint sætta sig við slíka ráðstöfun, hvað þá herskáir
jihadhryðjuverkamenn sem tengjast Pakistan. Þessi lausn kemur því varla til greina og Indland mun þurfa að ganga enn lengra ætli þeir sér að leysa deiluna.

Vænlegasti kosturinn fyrir Indland væri hugsanlega að gefa eftir þann hluta svæðisins sem Pakistanar gera tilkall til. Þannig gætu þessar tvær þjóðir grafið stríðsöxina og Pakistan fengi tækifæri til þess að taka á hryðjuverkavandanum. Indland gæti þá loks öðlast efnahagslegan stöðugleika og skipað sér í hóp fremstu iðnríkja heims.

Heimild: The economist 15th-21st July 2006

Kristín María Birgisdóttir
Latest posts by Kristín María Birgisdóttir (see all)

Kristín María Birgisdóttir skrifar

Kristín María hóf að skrifa á Deigluna í júlí 2005.