Ég geng í of litlum skóm

Að vera kona er að ganga í of litlum skóm. Að vera femínisti er að skilja ástæðuna fyrir því og fræða aðra um að það eru ekki fæturnir sem eru of stórir heldur skórnir sem eru of litlir.

Að vera kona er að ganga í of litlum skóm. Að vera femínisti er að skilja ástæðuna fyrir því og fræða aðra um að það eru ekki fæturnir sem eru of stórir heldur skórnir sem eru of litlir.

Hvað þýðir að vera feministi? Ef skilgreiningin hér að ofan er rétt þá hlýtur það að vera verk hvers og eins að reyna að fræða sem flesta um að það að allir eigi að vera jafnir fyrir lögum. Miklir fordómar liggja í okkar samfélagi fyrir femínistum en hvers vegna? Ég tel að ástæðan fyrir því sé vegna þess að íslenskir “femínistar” sem ég vil kalla öfga femínista hafa í auknum mæli verið að leita að hinu “fullkomna jafnrétti” en í þeirri leit hefur tilgangurinn einhvern veginn gleymst því í dag er meira verið að leita að jöfnun kynjanna; kynjakvótar og jákvæð mismunum. Eins og hefur komið fram á þessum vef nokkrum sinnum og öðrum er fólk ekki sátt við kynjakvóta og jákvæða mismunun. Ég tel fráleitt að leitast við þessar aðferðir og myndi aldrei sætta mig við þetta því ég vil komast áfram á mínum verðleikum en ekki út af því að ég er kona.

Rök öfga femínista eru að karlar hafi fengið sérmeðferð í margar aldir og því er rétt að til þess að auka hlut kvenna í stjórnendastöðum að setja lög um það að það eigi að vera 40% kvenna í stjórnum fyrirtækja landsins (á frjálsum markaði). En ef við höfum búið í hinu svokallaða karllæga samfélagi og karlar hafi fengið öll trompin gefin er þá rétt að við konur fáum í raun líka sérmeðferð?

NEI

Og þeir öfga femínistar sem lesa þessa grein eru væntanlega núna að spyrja en hvað á þá að gera? Eigum við bara að sætta okkur við það að vera verr settar en karlar, við erum í miklum minnihluta í stjórnum fyrirtækja, á Alþingi og öðrum almennum stjórnendastöðum? Síðan má ekki gleyma launamuninum það á enn eftir að brúa ansi stórt gap þar, eigum við líka að sætta okkur við það. Og ef svar mitt er nei hvað á þá að gera?

Ég held að svarið við þessum vanda sé ekki kannski auðfundið en ég held að með því að fræða konur um rétt þeirra og að við höldum áfram að hvetja konur til þess að láta í sér heyra getum við brúðað bilið vel. Jafnframt held ég að ef við byrjum að virkja stelpur og stráka frá unga aldri til að vera sjálfstæð og hvetja þau áfram í að gera hlutina sem þau langar að gera eigum við eftir að ná miklum árangri á stuttum tíma. Fyrirtæki sjá að það er alltaf hagstætt fyrir þau að fá hæfasta einstaklinginn í starf og ef þau sjá það ekki í dag þá munu þau finna fyrir því þegar önnur fyrirtæki sem gera sér grein fyrir þessu skjótast fram úr þeim.

Ég ætla að fræða yngra fólk um það að gefast ekki upp og standa fyrir því sem þau trúa á, ég ætla að standa fyrir því sem ég trúi á og ég ætla ekki að gefast upp þó móti blási.

Ég er femínisti og styð jafnrétti kynjanna!

heimildir: Píkutorfan

Latest posts by Stefanía Sigurðardóttir (see all)

Stefanía Sigurðardóttir skrifar

Stella hóf að skrifa á Deigluna í nóvember 2004.