Hvað nú ef……..

……bíllinn með austurrísk-ungverska krónprinsinum hefði ekki tekið ranga beygju þann 28.júní 1914 í Sarajevó…..hefði serbneski þjóðernsinninn Gavrilo Princip ekki fengið færi á að skjóta erkihertogann Franz Ferdinand og konu hans…..og meira en þrjátíu milljónir manna hefðu kannski ekki látið líf sitt eða örkumlast í fyrri heimstyrjöldinni.

Franz Ferndinand

…ég hefði ekki farið í bæinn þetta kvöld og ekki misst af leigubíl heim, hefði ég ekki hitt strákinn sem síðar varð maðurinn minn. Allir kannast við að hugsa til baka um ákvarðanir og jafnvel tilviljanir sem breytt hafa lífi okkar til frambúðar. Smáhendingar geta jú haft gríðarleg áhrif um ókomna tíð.

Í nýjasta hefti Lifandi vísinda er fjallað um hve litlar hendingar geta haft mikil áhrif á heimssöguna. Ef bíllinn með austurrísk-ungverska krónprinsinum hefði ekki tekið ranga beygju þann 28.júní 1914 í Sarajevó…hefði serbneski þjóðernsinninn Gavrilo Princip ekki fengið færi á að skjóta erkihertogann Franz Ferdinand og konu hans…og meira en þrjátíu milljónir manna hefðu kannski ekki látið lífið eða örkumlast í fyrri heimstyrjöldinni.

Heimstyrjöld brýst út
Allt var á suðupunkti í Evrópu og þurfti eingögnu lítið korn til að fylla mælinn. Sá möguleiki stendur ennþá eftir að ef þjóðernissinninn hefði ekki drepið krónprinsinn hefði heimstyrjöldin kannski ekki brotist út.

Sumir sagnfræðingar beita svokallaðri gagnstæðri staðreyndanálgun (kontrafaktísk). Það er söguskoðun sem skiptir sagnfræðingum í tvo andstæða hópa. Þeir sem ekki nota þessa aðferð gagnrýna þá sem nota hana en þeir sem beita henni segja söguna um það sem ekki gerðist mjög áhugaverða.

Dæmi um aðra þróun sögunnar
*Ef bílstjóri Franz Ferdinands hefði fengið leiðsögn um nýju leiðina og ekki villst af leið, líkt og gerðist, hefði þjóðernisinninn Gavrilo Princip ekki fengið færi á að skjóta hann og konu hans. Evrópa er engu að síður einn suðupottur sumarið 1914 vegna valdabaráttu og mikillar hervæðingar. Skammvinnt stríð er óhjákvæmilegt, ekki síst vegna stöðunnar í Balkanlöndunum en þar eiga öll stórveldin mikilla hagsmuna að gæta.

Franz Ferdinand er hins vegar ákafur talsmaður friðarumleitana í hinu stóra austurrísk-ungverska ríki, þar sem ósætti ríkir milli þjóðarbrotanna. Honum tekst að fá austurríska keisarann, Franz Josef I. að leggja ekki Þjóðverjum lið og í kjölfarið hætta Þjóðverjar við að lýsa yfir stríði.

Vegna tilmæla Franz Ferdinands gera óvinaríkin Austurríki – Ungverjaland og Serbía með sér friðarsamning sem dugar til að komast hjá heimsstyrjöld. Þess í stað verða þó áfram átök í hinni umdeildu Bosníu-Hersegóvínu.

Með þessu eina dæmi sem tekið var fyrir í pistlinum er hægt að sjá hve lítil þúfa getur velt þungu hlassi. Afleiðingarnar urðu geigvænlegar eins og hin sanna saga sýnir.

Það er ekki hjá því komist að velta þessum gagnstæðu staðreyndum fyrir sér og fara yfir eigið lífshlaup, eins langt og það nær. Og jú, sannarlega er hægt að týna margt til sem ekki hefði gerst nema fyrir tilstuðlan smávæglegra atvika. Atvika sem munu hafa áhrif á lífið um ókomin ár.

Heimild: Lifandi Vísindi nr. 8 2006
* Gagnstæð staðreynd frá danska sagnfræðingnum Rasmus Dahlberg

Kristín María Birgisdóttir
Latest posts by Kristín María Birgisdóttir (see all)

Kristín María Birgisdóttir skrifar

Kristín María hóf að skrifa á Deigluna í júlí 2005.