Af gálausum bílstjórum föstum í gangnamunnum

Á tveimur sólarhringum var keyrt sex sinnum á öryggisbita Hvalfjarðarganga í síðustu viku. Í tvö skipti sátu flutningabílar fastir með farm sinni í göngunum, svo loka þurfti þeim um tíma.
Fréttir berast reglulega af slíku athæfi allt árið. Óskiljanlegt er með öllu að bílstjórar á vöruflutningabifreiðum átti sig ekki á því hversu hár farmur þeirra er-og þá líka hver hæðartakmörkin séu í Hvalfjarðargöngum.

Á tveimur sólarhringum var keyrt sex sinnum á öryggisbita Hvalfjarðarganga í síðustu viku. Í tvö skipti sátu flutningabílar fastir með farm sinni í göngunum, svo loka þurfti þeim um tíma.
Fréttir berast reglulega af slíku athæfi allt árið. Óskiljanlegt er með öllu að bílstjórar á vöruflutningabifreiðum átti sig ekki á því hversu hár farmur þeirra er-og þá líka hver hæðartakmörkin séu í Hvalfjarðargöngum.

Á heimasíðu Spalar hf-rekstraraðila ganganna-skrifa starfsmenn frásagnir af þessum atburðum og er þar meðal annars að finna eftirfarandi klausu sem rituð var þann 14. júlí sl. : ,,

…Viðbrögð vegna frétta af síendurteknum brotum ökumanna flutningabíla af þessu tagi leyna sér ekki. Fólk er alveg gáttað á hegðun flutningamanna og ekki síður á því að viðurlögin eru svo léttvæg sem raun ber vitni um.

Hér er sannarlega um líf og limi annarra vegfarenda að tefla ef farmur losnar og hrynur niður á akbrautir við árekstur við öryggisbitana. Sjálfir öryggisbitarnir eru svo 500-700 kílóa stálstykki. Ef flutningabíll slítur einn slíkan alveg niður í festingum sínum er voði búinn bílum sem á eftir koma eða mæta viðkomandi flutningabíl í sömu andránni.”

Rétt er að staldra hér aðeins við.

Íítrekuð mistök bílstjóra-eða meðvitað gáleysi-við hæðartakmörkun farma í Hvalfjarðargöngum sýna að grípa þarf til róttækra ráðstafana. Nefnt hefur verið að þyngja viðurlög við þessum brotum, enda slíkt væntanlega til þess fallið að hafa varnaðaráhrif og brotum sem þessum myndi fækka. Það er rétt-eins langt og það nær-og gæti virkað á þá bílstjóra sem meðvitað aka með of háan farm í gegnum göngin. En hvað með þá sem vita ekki betur, vilja ekki vita betur, eru kærulausir, haldnir hæðarblindu, eða ódrepandi bjartsýnismenn sem telja að allt reddist? Hafa hærri sektir áhrif á þennan hóp? Slíkt er að minnsta kosti álitaefni.

Háttsemi sem þessi er stórhættuleg og getur valdið alvarlegu tjóni á lífi, limum og eignum, enda hafa starfsmenn Spalar lagt mikla áherslu á þá hættu sem þetta hefur í för með sér.

En má úr böli bæta?

Já og með tiltölulega einföldum hætti

Það er nefnilega torskilið hvers vegna Spölur hf hafi ekki gert aðrar og betri ráðstafanir-í ljósi síendurtekinna árekstra á öryggisbita í gangnamunnum-og flutt öryggisbita lengra í burtu frá göngunum sjálfum. Með því að hafa bita staðsettan mun lengra frá gögnunum sjálfum gæfist væntanlega ráðrúm til þess að loka göngunum fyrir þeim bílum sem augljóslega eru of háir og jafn framt væri komið í veg fyrir að loka þyrfti göngunum þegar vörubifreiðar festast í þeim.

Væntanlega mætti gera þetta með sérstökum frístandandi bita með áfastan skynjara sem gefur til kynna ef bitinn verður fyrir höggi og kveikir þá á rauðu ljósi við munna gangnanna sjálfra. Eins og áður hefur verið sagt skapast stórhætta fyrir vegfarendur falli bitinn úr festingum sínum og niður í göngin. Af þeim ástæðum ber Speli að grípa til annarra ráðstafana til þess að koma í veg fyrir stórslys í göngunum-og færa hæðartakmörkin mun lengra frá sjálfum gangnamunnanum.
Ábyrgð þeirra bílstjóra sem keyra með of háan farm er mikil, en rekstaraðili gangnanna verður líka að grípa til þeirra ráðstafana sem nauðsynlegar eru til að koma í veg fyrir stórslys.

Aðgerða er þörf-það eitt er víst.

Latest posts by Ari Karlsson (see all)

Ari Karlsson skrifar

Ari hóf að skrifa á Deigluna í janúar 2005.