Óheppileg viðbrögð

Eftir að Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins, lýsti þeirri skoðun sinni á fundi um daginn að stuðningur Íslands við innrásina í Írak hefðu verið mistök hafa stjórnarandstæðingar verið duglegir við að draga í efa einlægni hans og heimta frekari iðrun og yfirbót. Þessi viðbrögð stjórnarandstöðunnar eru megnasta ólyfjan fyrir stjórnmálaumræðuna á Íslandi.

Ekki eitt einasta alnæmistilfelli!

Ekki er öll vitleysan eins. Á vefsíðu Morgunblaðsins er greint frá því að Norður-Kóreumenn leggi sitt á vogarskálarnar í baráttunni við alnæmi. Var tilkynnt í málgagni stjórnvalda að ekki eitt einasta tilfelli HIV smits hefði greinst í landinu.

Getur þú brosað?

Hvað heyrist þegar börn deyja úr hungri í Darfur? Þegar ungum stúlkum er nauðgað í Úganda? Þegar börn eru send í herinn?…Ekkert…… Hún er sláandi auglýsing UNICEF þar sem bent er á hræðilegar staðreyndir utan úr heimi…..staðreyndir sem við heyrum ekki um annars. Við getum lagt okkar að mörkum með því að gerast heimsforeldrar í dag.

Lay Low

Please Don’t Hate Me er frumburður tónlistarmannsins Lovísu Elísabetar eða Lay Low. Lay Low hélt útgáfutónleika í gær fyrir troðfullu húsi í Fríkirkjunni. Það var ekki laust við að Lay Low væri hrærð yfir þeim fjölda sem þarna var mættur og sömuleiðis viðtökunum sem hún fékk.

Furðuleg ríkisvæðing

Síðustu vikur hefur ríkisstjórn Íslands í tvígang brugðið frá þeirri grundvallarstefnu sinni að draga ríkið út úr samkeppnisrekstri og láta einkaaðilum eftir að vinna þau verk sem heppilegra er að þeir sinni. Þessi furðulega ríkisvæðing er stílbrot og veldur miklum vonbrigðum.

Ekki stóriðja, heldur mannauður en samt ekki alltaf…

Ég skil ekki alltaf vinstri græna. Þeir hafa talað gegn stóriðjustefnunni og Kárahnjúkavirkjun og þegar þeir eru spurðir hvað eigi að gera í staðinn hafa þeir yfirleitt svarað því til að byggja eigi á annars konar auðlindanýtingu og nefna gjarnan auðlindina „sem aldrei gengur til þurrðar“, þ.e. mannauð og hugvit. Gott og vel. En hvers vegna styður flokkurinn ekki hugmyndir um alþjóðlega fjármálastarfsemi hér á landi, sem myndi þó einmitt byggja á hugviti einstaklinganna án þess að svo mikið sem eitt stingandi strá færi undir vatn?

Nöldrin þagna?

Ef eitthvað er öruggt til að fylgja jólaösinni þá er það nöldur fjölda manna út af ýmsum þáttum hennar. Og þegar þetta nöldur synkróniserast við nöldur fólks út af prófkjörum verður tilvera manna sem elska prófkjör og dýrka jólin afar þungbær.

99 voðaskot

Í pistlinum er einungis fjallað um 99 skothvelli sem dunið hafa hvað hæst í fjölmiðlum á síðustu árum en ekki minnst á alla hina. Þessar 99 byssukúlur bönuðu þremur mönnum og særðu tvo. Þær minna okkur vonandi á hve heppin við erum hér á Íslandi.

Sagð hann hvað!?!

Skoðanir fólks á öðrum einstaklingum mótast iðulega af því hvað viðkomandi einstaklingar segja í fjölmiðlum eða öðrum opinberum vettvangi. Þetta er sérstaklega raunin þegar fólk þekkir ekki til viðkomandi einstaklinga persónulega og hefur ekki aðrar forsendur til að mynda sér skoðun á einstaklingunum. Með þetta í huga getur verið áhugavert að velta fyrir sér hvers vegna fólk segir eða skrifar ákveðna hluti við ákveðnar aðstæður og hvort það hefði betur þagað jafnvel.

Uppsagnir opinberra starfsmanna

Umboðsmaður Alþingis ritaði fjármálaráðherra bréf á dögunum vegna þriggja nýrra álita umboðsmanns um uppsagnir opinberra starfsmanna. Umboðsmaður segir það tilhneigingu að hjá forstöðumönnum opinberra stofnana að þeir rökstyðji uppsagnir starfsmanna með því að verið sé að leggja niður störf þeirra vegna hagræðingar í rekstri en alltof oft forðist þeir að nefna hina raunverulegu ástæðu. Hann leggur til að forstöðumenn fái fræðslu um hvernig eigi að standa að uppsögnum.

Áframhaldandi óþarfar fórnir á Suðurlandsvegi?

Ég hef líklega ekki verið meira en ellefu ára gömul þegar ég skrifaði undir minn fyrsta undirskriftarlista. Krafan hljóðaði upp á tvöföldun Suðurlandsvegar og ég var þess fullviss að vegurinn yrði tvöfaldaður, upphitaður og upplýstur áður en blekið þornaði á undirskriftalistanum. Síðan eru liðin ellefu ár og enn er safnað undirskriftum til stuðnings þessu máli.

Valgerður Sverris er sorry

Í frosthörkunum undanfarið varð tjón á fasteignum í eigu íslenska ríkisins á Keflavíkurflugvelli. Tjónið nemur að minnsta kosti tugum milljóna króna ef ekki hundruðum. Ekkert eftirlit var með fasteignunum sem nú standa tómar eftir brotthvarf varnarliðsins. Sá ráðherra sem ber ábyrgð á því að fasteignanna var ekki gætt sem skyldi heitir Valgerður Sverrisdóttir og er utanríkisráðherra. Hún er sorry yfir þessu.

Út yfir allan þjófabálk

Skýrsla nefndar um fjármál flokkanna var kynnt í gær. Lagt er til að nánast verði skrúfað fyrir styrki einstaklinga og fyrirtækja til flokka og stjórnmálamanna og ákveðið með lögum hvað megi eyða miklu í prófkjör. Núverandi stjórnmálamenn styrkja stöðu sína verulega samkvæmt reglunum en þeim sem á eftir koma er gert erfitt um vik. Aðdragandinn að þessum breytingum vekur spurningar – hvað hefur nefndin fyrir sér í því að auðmenn sæki í auknum mæli í áhrif í stjórnmálalífinu? Engin dæmi eru nefnd – nefndinni finnst það bara liggja í augum uppi. Þeir eru margir sem telja að einhverjar reglur eigi að gilda um fjármál flokka. En tillögur nefndarinnar taka út yfir allan þjófabálk.

Fimleikar í fjölmiðlum

Upp á síðkastið hafa verið í fréttum ásakanir um harðræði fimleikaþjálfara á Íslandi. Ekki skal draga úr alvöru þess ef börn í íþróttum eru beitt harðræði og ber að taka öllum ábendingum um slíkt alvarlega. Hins vegar virðast næstum einu skiptin sem fjölmiðlar hafa fyrir því að fjalla um fimleika er þegar eitthvað slæmt kemur upp.

Fólk eða flokkar?

Almenningur hefur ekki orðið varhuga af því að það ríkir kosningavetur á Íslandi. Eitt af því sem fjallað hefur verið um síðustu daga er eignarhald á þingsætum ef svo mætti kalla. Á kjörtímabilinu hefur það borið við að þingmenn hafa sagt sig úr flokkum og ýmist skipt um flokk eða sitja á þingi utan þingflokks. Ekki eru allir á eitt sáttir um hvort menn, sem ekki tilheyra lengur þeim flokki sem þeir voru kjörnir á þing fyrir, eigi yfirleitt áfram þingsæti sín.

Ögmundur, stéttarfélög og fjármál stjórnmálaflokkanna

Í samráði, sátt og sérhagsmunabaráttu hefur verið ákveðið að ríkisvæða að stórum hluta þá stjórnmálaflokka sem nú eru starfandi á Íslandi. Á það hefur verið bent víða að vægi hliðarsamtaka sem berjast fyrir sameiginlegum hagsmunum eða í þágu ákveðinna stjórnmálaflokka muni nú aukast. Ögmundur Jónasson þarf að minnsta kosti ekki að hafa neinar áhyggjur. Hann er með landssamtök launafólks ríkisins á bakvið sig. Þau nýtir hann sér óspart.

Samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja

Talsverð umræða hefur verið um samfélagslega ábyrgð fyrirtækja í samfélaginu og í síðustu viku var fjölmenn ráðstefna um þetta efni á vegum Háskólans í Reykjavík. Einnig birtist grein um þetta efni eftir Björgólf Guðmundsson, bankaráðsformann Landsbankans. Eigendur og stjórnendur fyrirtækja átta sig á því að það er fyrirtækjum mikilægt að samfélagið sem þau starfa í sé heilbrigt og að stutt sé við ýmis mikilvæg samfélagsverkefni sem ekki er hægt að ætlast til að ríkið eitt sjái um.

Íslensk Wikipedia

Wikipedia, alfræðiorðabókin sem allir geta tekið þátt í að skrifa, hefur á undanförnum árum öðlast æ ríkari sess og hefur ósjaldan verið vitnað í hana hér á Deiglunni. Íslenska Wikipedian er öllu smærri í sniðum, en þó er vel þess virði að líta á hana.

Skemmtilegasti rektor landsins flæmdur í burtu!

Helgarnestinu er þungt í skapi á köldum föstudegi og beinir spjótum sínum að menntasnobbi og akademíum.
Háskólar, og annað þess konar pakk, eru ekki aðeins sjálfhverfir, þeir geta líka verið hryllilega leiðinlegir. Háskólaborgarar ganga upp í því að lifa í akademískum hamborgaraheimi þar sem þeir sjá ekkert út fyrir akademíuna ( hamborgarabrauðið) og telja akademíuna vera þann stað þar sem sól rís og sól sest og að fjármunir skapist fyrst og fremst í bókhaldsdeildum. Gott ef hjólið var bara ekki fundið upp í málstofu um heimspeki Hegels!

Milton Friedman

Milton Friedman, lést í gær 94 ára að aldri. Áhrif Friedmans á stjórnmálaþróun 20. aldarinnar voru mikil og víðtæk. En Milton Friedman var einnig risi innan hagfræðivísindanna. Skrif Friedmans um áhrif varanlegra tekna á neyslu og verðbólguvæntinga á samband verðbólgu og atvinnuleysis voru stór framfaraskref í þróun hugmyndarinnar um framsýna hegðun innan þjóðhagfræðinnar.