Uppsagnir opinberra starfsmanna

Umboðsmaður Alþingis ritaði fjármálaráðherra bréf á dögunum vegna þriggja nýrra álita umboðsmanns um uppsagnir opinberra starfsmanna. Umboðsmaður segir það tilhneigingu að hjá forstöðumönnum opinberra stofnana að þeir rökstyðji uppsagnir starfsmanna með því að verið sé að leggja niður störf þeirra vegna hagræðingar í rekstri en alltof oft forðist þeir að nefna hina raunverulegu ástæðu. Hann leggur til að forstöðumenn fái fræðslu um hvernig eigi að standa að uppsögnum.

Umboðsmaður Alþingis ritaði fjármálaráðherra bréf á dögunum vegna þriggja nýrra álita umboðsmanns um uppsagnir opinberra starfsmanna. Umboðsmaður segir það tilhneigingu að hjá forstöðumönnum opinberra stofnana að þeir rökstyðji uppsagnir starfsmanna með því að verið sé að leggja niður störf þeirra vegna hagræðingar í rekstri en alltof oft forðist þeir að nefna hina raunverulegu ástæðu. Hann leggur til að forstöðumenn fái fræðslu um hvernig eigi að standa að uppsögnum.

Hamlandi reglur um uppsagnir og ráðningar ásamt lítils svigrúms til einstaklingsmiðaðar launagreiðslna er það helsta sem stjórnendur ríkisfyrirtækja kvarta undan. Þeir telja það starfsumhverfi sem þeir búa við vera hamlandi.

Það lagaumhverfi sem gildir um opinbera starfsmenn er töluvert frábrugðið því sem gerist á hinum almenna vinnumarkaði. Sérstaða þeirra lýsir sér best í því að um þá gilda sérlög. Helst má nefna lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, lög um kjarasamninga opinberra starfsmanna, lög um Kjaradóm og kjaranefnd, lög um lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins ásamt stjórnsýslulögum og upplýsingalögum. Markmið laganna um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins nr. 70/1996 er að færa vinnumarkað ríkisins nær almennum vinnumarkaði og gera stjórnendur ábyrga fyrir starfsmannastjórnun á sama hátt og þeir bera ábyrgð á annarri stjórnun stofnunar. Ríkisstarfsmenn eru almennt ráðnir til starfa með skriflegum ráðningarsamningi sem hefur að geyma ákvæði um gagnkvæman rétt til uppsagnar og uppsagnarfrests. En uppsagnir opinberra starfsmanna eru þeim mun erfiðari. Nærri ómögulegt er að uppfylla kröfur um löglegar uppsagnir þeirra. Ráðningavernd opinberra starfsmanna er mjög sterk og hefur það slæm áhrif á starf opinberra stofnana og ríkisfyrirtækja.

Þetta flókna lagaumhverfi getur reynst forstöðumönnum ríkisstofnana erfitt og verður jafnvel til þess að þeir leggi ekki í það að segja starfsmönnum upp þar sem það hafi málshöfðun í för með sér. Þetta er ekki góð þróun fyrir hið opinbera að sitja jafnvel uppi með starfsmenn sem eru óhæfir einfaldlega því þeir leggi ekki í það málaferli sem kæmi í kjölfarið.

Merkilegt þykir að ekki skuli hafa farið fyrr í það að fræða forstöðumenn ríkisstofnana um hvernig standa skuli að uppsögnum. Sérstaklega þar sem fjölmargir dómar hafa fallið í hæstarétti sem varða lögmæti uppsagna. Margir þeirra hafa fallið opinberum starfsmönnum í vil þar sem vandasamt er að fylgja nákvæmlega uppsagnarferlinu sem kveðið er á um í lögunum. Einnig hefur umboðsmaður Alþingis fjallað um uppsagnir opinberra starfsmanna í álitum sínum og komist að þeirri niðurstöðu að ríkið hafi oftar en ekki staðið rangt að uppsögnum starfsmanna.

Má því álykta svo að sú tillaga umboðsmanns um fræðslu fyrir forstöðumenn ríkisstofnana sé seint í rassinn gripið að hálfu ríkisins.

Latest posts by Ingibjörg Guðlaug Jónsdóttir (see all)