Plástrapólitík

Það styttist óðum í kosningar og línur eru teknar að skýrast. Að vanda stendur hver höndin upp á móti annarri og lausnirnar sem sumir flokkar bjóða eru bara ekki bjóðandi.

Heilbrigðisútgjöld vaxa og vaxa

Útgjöld hins opinbera til heilbrigðismála hafa aukist um 10 milljaða frá árinu 2002 og um 30 milljarða frá árinu 1998 miðað við fast verðlag. Aukningin frá 1998 er ríflega 50%. Mun minni áhersla hefur hins vegar verið lögð á aðgerðir til þess að tryggja að sem mest þjónusta fáist fyrir alla þá tæplega 90 milljarða sem hið opinbera ver til heilbrigðismála árlega.

Lítilla breytinga að vænta

Síðari umferð frönsku forsetakosninganna fer fram á morgun. Lítið hefur borið á umræðu um utanríkisstefnu frambjóðendanna, Nicolas Sarkozy og Segolene Royal. Ljóst er að lítilla breytinga er að vænta frá stefnu Jacques Chirac, fráfarandi Frakklandsforseta.

… og grundirnar gróa

Eftir dimman vetur er vorið runnið upp með öllum sínum dásemdum. Það er því e.t.v. heppilegt að hugleiða aðeins … vorið 2007. Drekka því í sig og koma sér í sumargírinn. Helgarnestið helgar sig vorkomunni að þessu sinni og leggur til uppskrift að góðri helgi sem vonandi kemur öllum í sumargírinn.

Brandarabanki á kosningavori

Mennirnir hafast misjafnt að og hafa margvíslegar skoðanir á hlutunum Það kemur jafnan bersýnilega í ljós á vikunum fyrir kosningar. Sumir virðast vera þeirrar skoðunar að framfarir séu slæmar, að tíu prósent af milljón geti ekki verið meira en helmingur af þúsund og að jöfnuður sé betra markmið en betri lífskjör fyrir alla. Jú og líka þessarar hér…

Samfélagsvafningar

Frá örófi alda hafa þróast í samfélögum manna ýmsar furðulegar hefðir varðandi útlit og líkama í fagurfræðilegu tilliti. Á Vesturlöndum er vonlaust að vera feitur, á eyjunni Borneó í Suðaustur-Asíu þykir afleitt að vera með stuttan háls og í ættbálkum í Eþíópíu ertu þeim mun fegurri sem varirnar eru stærri og útstæðari.

Baráttudagur – frídagur – dagur

Ég þarf ekki að mæta í vinnuna í dag. Margir vinir mínir í bankageiranum, hugbúnaðarfyrirtækjum og menntastofnunum eru líka með frí. Þetta er á margan hátt notarlegt. Ég fór áðan út í búð og keypti mér kotasælu og nýbakað brauð. Síðan ætla ég að taka strætó upp í Breiðholt og fara í mat til foreldra minna. Notarlegur dagur.

Kona, karl, kona og karl eða karl, karl, kona og kona

Sú lenska hefur sprottið upp nýlega að telja hversu margar konur eru í sjónvarpinu og hversu margir karlar. Þetta er gert til þess að reyna að finna út hversu gott hlutfall kynjanna er. Það slæma við þetta er að það gleymist yfirleitt hjá þeim sem eru að telja kynin, hvert umræðuefnið er og hver niðurstaðan í umræðunni verður.

Siðlaus kosningabarátta

Það er rangt og siðlaust af Samfylkingunni að væna stjórnarflokkana um að hafa ekki áhuga á að bæta hag veikra barna og aldraðra. Slíkur málflutningur er örþrifaráð stjórnmálaflokks sem býr við hugmyndafræðilega örbirgð.

Auglýsingaspræna

Fyrir hverjar kosningar má heyra háværar áhyggjur þeirra sem kvarta undan „auglýsingaflóði“ og „fjáraustri“ stjórnmálaflokkanna. En rétt eins og svo margt annað nöldur eiga þessar áhyggjur við lítil rök að styðjast.

Hvers vegna þetta lyklaborð?

Lyklaborðið sem við notumst við í dag á sér skemmtilega sögu en upphaflega var það hannað til að hægja á innslætti fólks.

Umhverfisvernd að sjó

Áhugi er á umhverfisvernd um þessar mundir. Náttúran á að vera ósnortin og laus við rusl eins og virkjanir og verksmiðjur. Allt á að vera fallegt og grænt. Athyglisvert er að þeir sem mest tala um náttúruvernd og sjálfbæra nýtingu virðast halda að umhverfið nái aðeins að sjávarmálinu. Lítill áhugi er á því sem viðkemur lífríki sjávar þótt þar sé að finna dýrmætustu auðlind Íslendinga.

Ísland – best í heimi

Er ekki bara nafn á skemmtilegu leikriti heldur raunhæft markmið, raunhæft markmið fyrir næstu eina til tvær ríkisstjórnir. Staða Íslands í efnhags- og atvinnumálum, grunndvallarstoðum hvers samfélags, er þannig að við getum raunverulega stefnt að því að verða best í heimi.

Allt sem þú lest er lygi

Í fréttum er þetta helst: Ávextir eru heilsusamlegri ef þú blandar þeim við áfengi. Grænt te hefir útbreiðslu alnæmis. Sex miljónir manna hættu að reykja á reyklausa deginum 2007 og ef þú stundar mikið kynlíf hækkar greindavísitalan þín. Feira er ekki í fréttum í dag.

Afnemum stimpilgjald

Ef markmiðið er að skattleggja fólk sem á ekki nóg af peningum, væri árlegur „skuldaskattur“ gáfulegri en stimpilgjaldið sem lagt er á lán í dag. Ekki gáfulegur, en gáfulegri.

Borgin brann – hvernig skal byggja upp?

Það þarf ekki að hafa mörg orð um stórbrunann í miðbænum á miðvikudaginn enda eflaust allir landsmenn fylgst með honum. Eyðileggingin var mikil og ljóst að rífa þarf nokkur hús sem gjöreyðilögðust, m.a. húsið sem skemmtistaðurinn Pravda var í. Í gær lýsti Vilhjálmur Vilhjálmsson borgarstjóri því svo yfir að Reykjavíkurborg hefði áhuga á því að kaupa upp húsin á svæðinu, aðallega í þeim tilgangi að tryggja hraða uppbyggingu á svæðinu og til að núverandi götumynd myndi halda sér.

Frá framtíðinni, blómvöndurinn á hinum koddanum?

Sé farið of nálægt svartholum gerist margt skrýtið; hið sama á við um kosningar. Í því sambandi hefur höfundur áhuga á afmyndun hvers konar, þó sérstaklega á afmyndun hugtaka.

Er ég hægri eða vinstri?

Það líður að kosningum og um þessar mundir er eflaust mikið af ungu fólki sem er að gera upp við sig hvort höfði betur til þeirra, hægristefnan eða vinstristefnan. En hvað felst eiginlega í þessu öllu saman? Hvað er hægri og hvað er vinstri? Og hvað telja menn gott og slæmt við hinar ólíku stefnur? Með því að lesa áfram getur þú – kæri ungi lesandi – komist að meiru.

Mannskæður málsstaður

Árið 2006 voru skráð 155 morð, aftökur og óútskýrð hvörf fólks við fjölmiðlastörf í heiminum. Fjöldi fjölmiðlafólks sem lést af slysförum á sama tímabili samsvarar einum sjöunda hluta þeirra sem falla í fyrrgreindan hóp. Óstaðfestar fregnir af aftöku fréttamanns BBC á Gaza-svæðinu hafa enn á ný beint kastljósi að öryggi fjölmiðlafólks.

Við skulum nota völdin römmu

Á öndverðri nítjándu öld og í upphafi þeirrar tuttugustu settu erlendir athafnamenn svip á íslenskt viðskiptalíf og stuðluðu að ýmsum framförum samfélagsins, hver á sínu sviði.