Frítt í strætó og engin bílastæðagjöld

Málefni strætó er ávallt eldfimt efni í umræðunni og skiptar skoðanir eru um hvaða aðferðum sé best að beita til að strætó skili því hlutverki sem honum er ætlað. Einn ljós punktur í þessari umræðu er þó ákvörðun Reykjavíkurborgar um að reykvískir námsmenn muni fá frítt í strætó á haustönn 2007. En þar er þó ekki öll sagan sögð.

Hvern kjósa konur í næstu ríkisstjórn?

Samstarf nýrrar ríkisttjórnar fer vel af stað. Nýir ráðherrar Samfylkingarinnar keppast við að koma sér að og kynna stefnu sína og hugmyndir. Ber þar mikið á kvennkynsráðherrum Samfylkingarinnar enda þær helmingur ráðherraliðsins.

Rugl í Reykjavík

Myndin er eins konar “mocumentary” í tveimur hlutum þar sem sá fyrri fjallar um fyrsta starfsár BD bandalagsins, sem ræður ríkjum í borginni, en í þeim seinni er rýnt inn í framtíðarborgina undir þeirra stjórn.

Endalaus hallarekstur i góðæri

Borgarstjórn hefur nú afgreitt ársreikning Reykjavíkurborgar fyrir árið 2006. Ljóst er að fjármálastjórn R-listans fær falleinkunn. Óverjandi hallarekstur og skuldasöfnun í mesta góðæri Íslandssögurinnar. Fulltrúar R-listans koma sér hjá því að rökræða þessar alvarlegu staðreyndir. Það verður ærið verkefni fyrir núverandi meirihluta að koma fjármálum borgarinnar aftur á réttan kjöl.

Lóðaúthlutun í Úlfarsárdal

Í tíð R-listans var mikill hringlandaháttur á lóðaúthlutunum í Reykjavíkurborg. Ýmsar leiðir voru prófaðar, allar voru mikið gagnrýndar og R-listinn virtist enga stefnu hafa í þessum málum. Núverandi meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hefur hins vegar tekið skýra afstöðu og valið vitlausu leiðina í lóðaúthlutun, happdrættisleiðina.

Mjög er um tregt tungu að hræra

Skollið hefur á hálfgert áróðursstríð milli 365-miðla og Egils Helgasonar vegna meints samningsbrots hins síðarnefnda. En hvað er til í ásökunum þessa stóra fjölmiðlaveldis gegn einum af eftirlætis fjölmiðlungum þjóðarinnar?

Aflamark í efsta gír

Jeremy Clarksson er skemmtilegur maður. Fyrir þá sem ekki þekkja til er hann stjórnandi bílaþáttanna Efsti gír sem sýndir eru á Skjá einum við miklar vinsældir. Hugmyndir hans og hegðun hafa hins vegar víðari skírskotun til íslensks samfélags en hann órar fyrir.

Aðför að tjáningafrelsinu

Það verður ekki annað sagt en að Hugo Chaves forseta Venesúela gangi mjög vel að verða einvaldur í ríki sínu. Á undanförnum árum hefur hann lagt hverja grein ríkisvaldsins á fætur annarri undir sig; hæstiréttur er nánast alfarið skipaður stuðningsmönnum hans og á þinginu sitja engir stjórnarandstæðingar. Sömuleiðis hefur Chaves smátt og smátt lagt undir sig olíuiðnaðinn í landinu og hótað að ríkisvæða síma- og rafmangsfyrirtæki, bankana og fleira.

Til hamingju sjómenn

Pistill dagsins er skrifaður til heiðurs sjómönnum, í tilefni af sjómannadeginum sem er einmitt í dag.

Konungsfjölskyldur nútímans

Hvernig getur það verið að í þróuðu nútímalegu upplýsingasamfélagi séu einungis örfáar fjölskyldur með alheimsvöldin? Hillary Clinton, Bill Clinton, George Bush Sr, George Bush Jr, Jeb Bush, Vladimir Putin, Lyudmila Putin. Ætli stjórnmál séu eins og tískan, það gamla verður aftur vinsælt. Erum við að stofna nýjar konungsfjölskyldur?

Frelsum heilbrigðismálin

Mesta ánægjuefnið sem átti sér stað í ráðherraskiptingu Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins er að Sjálfstæðisflokkurinn fær loks, eftir nær 20 ára fjarveru, tækifæri til þess að takast á við heilbrigðismál landsmanna.

Almenningssamgöngur R.I.P.

Við getum kosið okkur nýja borgarstjórn á fjögurra ára fresti. Það er langur tími. Við getum tekið strætó á tuttugu mínútna fresti. Það er aðeins styttri tími. Með nýjustu ákvörðunum borgarinnar hefur munurinn milli þessara tveggja tímabila minnkað til muna.

Leikur að nauðga

Undanfarið hefur mikil umræða verið um leikin Rapelay, en í leiknum er konum nauðgað á hrottafenginn hátt. Leikurinn er með þeim viðbjóðslegri sem eru í boði á markaðnum en hefur skapað umræðu um það sem er að finna á netinu. Ljóst er að hversu ógeðslegur sem leikurinn þykir þá er hann langt frá því að vera það ógeðfelldasta sem þar er að finna. Hins vegar er baráttan löngu töpuð.

Upp, upp mín borg

Hallgrímskirkja hefur í mörg ár verið háhýsið í Reykjavík, gnæft upp úr lágreistri borgarbyggðinni sem kennileitið eina í borginni við sundin til minningar um Hallgrím Pétursson. Á þessu er nú að verða mikil breyting þar sem háhýsi skjóta víða upp kollinum í borginni. Þetta er jákvæð þróun og til marks um þann uppgang og stórhug sem einkennir tíðarandann en það er þó ekki sama hvar slíkum byggingum er komið fyrir.

Einhleyp og sjálfstæð.. og stolt af því!

Í prófatíð er vinsæll siður að stytta sér stundir milli lestrarlota með því að slaka á yfir uppáhaldsþættinum sínum. Síðustu vikur hafa því þættir á borð við Beðmál í borginni (Sex and the City), Aðþrengdar eiginkonur (Desperate houswives) og Ally Mcbeal verið tíðir gestir í sjónvarpi pistlahöfundar. En í þessari prófatíð fór ég að velta fyrir mér ímynd kvenna í vinsælum sjónvarpsþáttum. Gegnumgangandi í þessum þáttum er þörf kvenna fyrir karlmenn til að gera lífið fullkomið. Er þetta eitthvað sem við nútímakonur göngumst við? Eru karlmenn nauðsynlegir til að fullkomna líf okkar?

Ný ríkisstjórn Geirs H Haarde

Formenn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar undirrituðu í gær stjórnarsáttmála um samstarf í ríkisstjórn og í framhaldinu mun hin ný ríkisstjórn vera mynduð á Bessastöðum í dag undir forystu Geirs H Haarde. Skýrt var svo frá því í fyrradag hvernig skiptingu ráðuneyta milli þessar flokka yrði háttað og hverjir myndu gegna ráðherraembættum. Í nýjum stjórnarsáttmála er að finna margt áhugavert sem gefur tilefni til að ætla að stjórn landsmála verði áfram farsæl og ráðist verði í þarfar breytingar í ýmsum málaflokkum.

Stjórnarandstaða sameinuð í fýlu

Í upphafi stjórnarandstöðutíðar sinnar virðast Framsóknarflokkurinn og Vinstri grænir samstíga um að vera í fýlu út af því hvernig viðræður um myndun nýjar ríkisstjórnar þróuðust. Flokkarnir gætu þurft að lifa lengi á þeirri fýlu, því í augnablikinu er fátt annað sem sameinar þessa ólíku flokka, sem hafa lengi eldað grátt silfur saman en þurfa nú að snúa bökum saman í stjórnarandstöðu.

Verkfallsmet

Þrátt fyrir að heldur hafi dregið úr tíðni verkfalla undanfarin ár þá trónir Ísland enn á toppi lista OECD landa yfir flestar tapaðar vinnustundir á ári vegna verkfalla eða annarra aðgerða launafólks.

Getur utanríkisstefna verið sjálfstæð?

Hugtakið sjálfstæð utanríkisstefna birtist af og til í skrifum hinna og þessara. Hvað eigi að felast nákvæmlega í slíkri stefnu fylgir hins vegar ekki allaf sögunni. Hér á eftir verða færð rök fyrir því að utanríkisstefna geti aldrei verið sjálfstæð.

Sannur hjartaknúsari

Tónleikar með Josh Groban voru haldnir í síðast liðinni viku. Fullt var á seinni tónleikana og voru hinir vel sóttir. Ekki er hægt að segja annað en almenn ánægja hafi skinið af fólki þegar það gekk út af tónleikunum. Því þvílíkt eyrnakonfekt kemur ekki oft hingað á klakann.