Leikur að nauðga

Undanfarið hefur mikil umræða verið um leikin Rapelay, en í leiknum er konum nauðgað á hrottafenginn hátt. Leikurinn er með þeim viðbjóðslegri sem eru í boði á markaðnum en hefur skapað umræðu um það sem er að finna á netinu. Ljóst er að hversu ógeðslegur sem leikurinn þykir þá er hann langt frá því að vera það ógeðfelldasta sem þar er að finna. Hins vegar er baráttan löngu töpuð.

Undanfarið hefur mikil umræða verið um leikin Rapelay, en í leiknum er konum nauðgað á hrottafenginn hátt. Leikurinn er með þeim viðbjóðslegri sem eru í boði á markaðnum en hefur skapað umræðu um það sem er að finna á netinu. Ljóst er að hversu ógeðslegur sem leikurinn þykir þá er hann langt frá því að vera það ógeðfelldasta sem þar er að finna. Hins vegar er baráttan löngu töpuð.

Hluti umræðunnar snerist um svokallaðar torrent síður, en þeir hafa lengi verið þyrnir í augum manna sem eiga höfundarvarið efni. Síðurnar vista sjálfar ekkert efni en koma eigendum efnis í samband við aðila sem vilja fá efnið (milliganga). Erfitt hefur reynst að stöðva þessar síður, þar sem þeir hafa hiklaust flust á milli landa, frægasta dæmið er Piratebay, en sú síða var komin í loftið innan við 24 tímum eftir vel skipulagða árás á höfuðstöðvarnar í Svíþjóð. Sagt var að 5 mismunandi staðir hefðu verið tilbúnir.

Það merkilega við leikinn RapeLay er að þetta er ekki leikur framleiddur af einhverjum óvitum, heldur er þetta vara frá fyrirtæki sem sérhæfir sig í þrívíddarleikjum en þó sérstaklega svona leikjum (klámfengnum). Fyrirtækið státar sig af því að vera með frábæra grafík í leikjunum. Það neitar þó (líklega að skiljanlegum ástæðum) að selja utan Japan, en þar er þeim dreift á löglegan máta.

Á undanförnum árum hefur orðið gríðarleg þróun í tölvuleikjum, þar sem þeir hafa stöðugt orðið raunverulegri. Framleiðendur hafa líka fært sig nær jaðrinum, fyrir löngu er hætt að vera eðlilegt að dauði kallinn hverfi bara af skjánum (líkt og þegar ég var yngri) heldur þurfa raunverulegar hreyfingar að fylgja dauðanum. Leikjaframleiðendur hafa orðið að koma með nýja leiki til þess að selja fleiri leiki, hluti af þessu er að leikirnir ganga lengra í hvert skipti. RapeLay er einfaldlega afleiðing af þessu, þar sem menn reyna að finna vörur fyrir neytendurna hversu hrottafengnar sem þær kunna að hljóma.

Fyrir nokkrum árum kom svipuð umræða um leikinn Grand Theft Auto, þar sem hann þótti mjög grófur og meðal annars var auðvelt að skjóta fólk af handahófi. Umræðan um leikinn varði í nokkra daga líkt og nú en lítið hefur farið fyrir henni síðan þá. Fólk hefur einhvern veginn orðið vant þessum morðum og kippir sér ekki upp við að börnin séu að stúta ömmum í tölvunni inn í herbergi. Það skildi þó ekki vera að svipað eigi eftir að eiga sér stað með svona leiki?
Sú umræða sem hefur nú verið um þennan leik hefur líklega fyrst og fremst vakið athygli ýmissa á honum. Fæstir vissu líklega af tilvist hans fyrir nokkrum dögum. Sem betur fer bendir fátt til þess að hann hafi raunveruleg áhrif á þá sem spila hann eða að þeir hafi áhuga á að taka þátt í því sem fram kemur í leiknum, frekar en öðrum drápsleikjum. Hvort sem um er að ræða dráps- eða nauðgunarleiki er vandséð hvað þátttakendur fá út úr þessum leikjum.

Árásir á einstaka dreifingaraðila eins og torrent.is er hins vegar ekki líklegt til þess að skila árangri. Slíkir torrentar eru eins og drekarnir í sögunum, fyrir hvern torrent sem er drepinn lifna við tveir nýir. Það er mjög erfitt að sjá hvernig hægt er að berjast gegn þessum leikjum á annan hátt en að breyta hugarfari fólks, það er ljóst að á meðan markaður er til fyrir þá verða slíkir leikir alltaf til.

Latest posts by Tómas Hafliðason (see all)

Tómas Hafliðason skrifar

Höfundur hefur skrifað á Deigluna frá árinu 2002. Höfundur er verkfræðingur frá Háskóla Íslands og rekur eigið fyrirtæki.