Sannur hjartaknúsari

Tónleikar með Josh Groban voru haldnir í síðast liðinni viku. Fullt var á seinni tónleikana og voru hinir vel sóttir. Ekki er hægt að segja annað en almenn ánægja hafi skinið af fólki þegar það gekk út af tónleikunum. Því þvílíkt eyrnakonfekt kemur ekki oft hingað á klakann.

Saga Josh Groban
Groban er 26 ára gamall drengur fæddur og uppalinn í Los Angeles, ólst upp hjá foreldrum sínum með bróður sínum. Hann lærði að nota barratón rödd sína í skóla og þegar hann komst að því að hann gæti sungið sæmilega fór hann að leika og syngja í skólaleiksýningum. Aðeins 17 ára gamall fór hann að læra hjá David Foster sem hefur t.d. verið tilnefndur til Grammy tónlistarverðlaunanna. Eftir það var leiðin bara upp á við.
Árið 2000 skrifaði Groban undir samning við Warner Bros hljómplötufyrirtækið og var fyrsti diskurinn hans tileinkaður klassískri tónlist. Ástæða þess að diskurinn var tileinkaður klassískri tónlist var sú Foster sagði um Groban að hann elskaði hans náttúrulega hæfileika í popp og rokk sviði tónlistarheimsins, en hann elskaði klassísku hlið hans mun meira. Hann sagði hann vera tónlistar undur.
Á árunum 2000-2002 söng hann við hlið m.a. Sarah Brightman, Elton John, Stevie Wonder, Robin Williams, Charlotte Church, Sissel Kyrkjebø, Celine Dion, Yolanda Adams, Nick Carter og Enrique Iglesias.
Í nóvember 2003 gaf hann út plötuna „Closer“ sem hann segir sýna betur hver hann er bæði sem tónlistarmaður og sem persóna. Platan komst í ellefta sæti á Billbord listanum. Eitt þekktasta lagið af plötunni heitir „You raise me up“ lagið naut mikillar vinsældar hér á landi sem og annars staðar í heiminum.

Laugardalshöllin 16. maí 2007

Ég sat lengst upp í stúku í vondum sætum en leið og ljósin slokknuðu gleymdi ég því, ég var komin í annan heim. Josh Groban birtist og hóf upp rödd sína, hann var ekki einsamall á sviðinu því með honum var hópur tónlistarmanna. Íslensk strengjasveit var í bakgrunninum og setti vissan svip á þetta allt saman. Ung stúlka spilaði á fiðlu, hún lék ótrúlegar kúnstir á fiðluna en það kom öllum á óvart var að eftir að hún hafði verið með einn dramatískasta flutning sem ég hef séð þá rann lagið út í vel þekkt rokk lag eða Led Zeppelin lagið Casmir ekki bjóst neinn við því að heyra þetta lag á tónleikum sem þessum.
Groban kom fólki oft á óvart, hann spilaði á trommur og hvarf svo af sviðinu og birtist svo hinum megin í salnum og hljóp svo um salinn og tók í hendurnar á fólki. Groban sagði mikið frá sjálfum sér, hann sagðist vera feiminn og hann gæti lítið tjáð sig við hitt kynið því notaði hann tónlistina til að tjá sig. Hann sagðist auðvitað vilja koma hingað aftur og þakkaði Íslendingum kærlega fyrir að taka svona vel á móti honum, hann vissi greinilega nákvæmlega hvernig hann á að vinna sér inn stig hjá íslensku þjóðinni. Tónleikarnir enduðu á vinsælasta laginu hans „you raise me up“ og söng hann það ásamt Gospel kór Hvítusunnusafnaðarins og ekki var hægt að losna við gæsahúðina, þetta var guðdómlegur endir.

Upplifunin

Ég fór á þessa tónleika og vissi lítið um hann en átti nú einn disk og gat raulað með nokkrum lögunum hans en eftir tónleikana er ég mikill aðdáendi. Hann vann mig yfir þegar hann fór að tala um hjálparstarfið sem hann var í út í Suður Afríku, hann talaði um litlu börnin sem eru smituð af HIV-veirunni og hvaða áhrif þau höfðu á hann. Hann samdi lag sem hann tileinkaði þeim og það snerti mig, kannski snertir það þig, ég læt hluta af textanum a.m.k. fylgja með.

Hush now baby don’t you cry
Rest your wings my butterfly
Peace will come to you in time
And I will sing this lullaby

Latest posts by Stefanía Sigurðardóttir (see all)

Stefanía Sigurðardóttir skrifar

Stella hóf að skrifa á Deigluna í nóvember 2004.