Afsökun fyrir eyðslusemi

Lögbundið lágmarks útvars er ekki bara furðulegt inngrip í sjálfdæmi sveitarfélaga um eigin mál heldur dregur það mjög úr ábyrgð sveitarstjórnarmanna og svigrúmi þeirra til þess að bjóða upp á sem hagkvæmasta þjónustu. Það eru því mjög góð rök fyrir því að afnema lágmarksútsvarið, þótt lögbundið hámark útsvars eigi fullkomlega rétt á sér.

Skref í átt að eðlilegum lóðaúthlutunum?

Í gær rann út umsóknarfrestur fyrir seinni lóðaúthlutunina sem Reykjavíkurborg stóð fyrir í októbermánuði. Úthlutanirnar voru af óskiljanlegum ástæðum ekki með sama fyrirkomulagi en niðurstöður úthlutunarinnar sem gerð var með uppboðsfyrirkomulagi sýna skýrt að það fyrirkomulag er eina vitræna aðferðin.

Út skal lágmarksútsvar

Athyglisvert þingmál leit dagsins ljós um daginn þegar einn nýjasti þingmaður Sjálfstæðisflokkins, Deiglupenninn Erla Ósk Ásgeirsdóttir, lagði til afnám lágmarksútsvars sveitafélaga.

Fleiri nörda-stelpur takk!

Hvers vegna eru konur ekki að skila sér inn í upplýsingatæknitengd fög á borð við tölvunarfræði og hugbúnaðarverkfræði?

Gjöld út í veður og vind

Fréttir um afnám stimpil- og vörugjalda eru fagnaðarefni. Þótt ólíklegt sé að afnámið verði skyndilausn fyrir neytendur eru þetta í flestum tilfellum óskynsamlegir skattar. Afnám uppgreiðslugjalda er annað mál og er alltaf varhugavert þegar ríkið setur reglur um verðlagningu einkaaðila.

Barnabækur fyrir börn

Endurútgáfa barnabókarinnar Tíu litlir negrastrákar á Íslandi hefur farið fyrir brjóstið á mörgum og það að hún fari fyrir brjóstið á mörgum hefur farið fyrir brjóstið á öðrum.

Mamma segir nei

Í umræðunni um afnám einkasölu ríkisins á bjór og léttvíni er aðalatriðið það hvort íslenskt samfélag vilji viðhalda úreltri opinberri neyslustýringu og takmarka ábyrgð og frelsi einstaklinganna til að haga lífi sínu eins og þeir kjósa, innan ramma þeirra laga sem þeim er gefinn. Hvort aðgengi eða úrval minnki eða aukist, safnist saman eða dreifist er hins vegar aukaatriði sem frjálsum markaði er best treystandi til að skera úr um og er allsendis óvíst að hafi svo miklar neikvæðar lýðheilsulegar afleiðingar að þær geti nokkurn tímann réttlætt einokunarsölu. Ef það hefur þá neikvæðar afleiðingar í för með sér yfir höfuð. Það er kominn tími til að gefa mömmu frí.

Októberfest Stúdentaráðs

Fyrr í þessum mánuði tóku glöggir vegfarendur eflaust eftir stærðarinnar tjaldi fyrir framan aðalbyggingu Háskóla Íslands. Tjaldið skýrist af þúsundum sauðdrukkinna bretzelbryðjandi ungmenna að skemmta sér á Októberfest Stúdentaráðs.

Kerfi miðstýringar og meðalmennsku

Ef hópur einstaklinga settist niður til að smíða versta mögulega launakerfi sem völ væri á er ekki ólíklegt að niðurstaðan yrði eitthvað í líkingu við það kerfi sem grunnskólakennarar búa við í dag. Þetta kerfi miðstýringar og meðalmennsku, ásamt þeirri hugmynd að ómögulegt sé að bera saman störf tveggja kennara og meta ólíka getu og hæfni til launa, gerir það að verkum að kjör þessa mikilvæga hóps í þjóðfélaginu eru afar skökk og ósanngjörn.

Í upphafi skal endinn hugsa

Síðustu misseri hefur verið mikil umræða um þá styrki sem íslenskur landbúnaður nýtur frá íslenska ríkinu og hvað neytendur gætu hagnast á því að frjáls innflutningur yrði að veruleika. Greinarhöfundur hefur fylgst nokkuð náið með þessu máli þar sem hann hefur sinnt ræktun fiðurfénaðar í frístundum.

Er ekki komið að þeim?

Þegar umræðan kemur að því að leiðrétta rausnarlega kjör þessara stétta er ábyrgðinni varpað yfir á þær sjálfar. Rök fjármálaráðherra eru þau að það sé ekki hægt þar sem það hefur þensluhvetjandi áhrif og myndi raska jafnvæginu í hagkerfinu. Ljóst er að slík rök ganga ekki lengur.

Einkavæðingarskyndilausn

Það er ekki alltaf augljóst hvernig best sé farið með eignir hins opinbera, eins og umræða síðustu vikna hefur leitt vel í ljós. Þegar slík umræða geisar um þjóðfélagið eru skiptar skoðanir um hvort og hvernig skuli einkavæða og ýmsar hugmyndir koma fram. Hugmynd sem hefur komið upp af og til í sambandi við erfið einkavæðingarmál er að hið opinbera, hvort sem það er ríki eða sveitarfélag, gefi öllum almenningi hlutabréf fyrirtækisins. En hvaða vandamál er þessari hugmynd ætlað að leysa og hvaða vandamál leysir hún raunverulega?

Er til hlutlaus fjölmiðill?

Allir hafa fordóma, ég held að þessi yfirlýsing sé ekki lygi heldur bara ágætis staðhæfing hvort sem okkur líkar betur eða verr. En spurningin er þá sú hafa mínir fordómar áhrif á þig? Ég ætla rétt að vona ekki, ég vil ekki vera valdur þess að þú berir kala til einhvers bara vegna þess að mín skrif hafa vissan skoðana brag yfir sér. En eru einhverjir sem eru það valdamiklir að fordómar þeirra geti breytt skoðun samfélagsins?

Skítkast sem virkaði

Fyrir tæplega átta árum fóru fram prófkjör í Bandaríkjunum vegna forsetakosninganna í nóvember 2000. Þær kosningar urðu í senn umdeildar, sögulegar og afdrifaríkar þegar George W. Bush var dæmdur sigur yfir Al Gore. En áður en Bush var valinn frambjóðandi Repúblikanaflokksins þurfti hann að bera sigurorð af öðrum keppinautum – einkum þó öldungardeildarþingmanninum John McCain.

Ostabúð Ríkisins

Um þessar mundir standa yfir á Alþingi umræður um frumvarp til laga um afnám einkasölu ríkisins á fituskertum og vægt mygluðum ostum. Málið er hið umdeildasta og mörg sjónarmið hafa komið fram, með og á móti. Ostabúð ríkisins er því komin í eldlínu þjóðmálaumræðunnar og óvissa ríkir um framtíð hennar.

Hámörkun lágmarkslauna

Kjarasamningar losna um næstu áramót. Verkalýsðfélög krefjast sem fyrr ríflegra launahækkana, en er það svo ráðlegt?

Gullmolinn sem gleymdist

Vorið 2006 hætti bandaríska sjónvarpsstöðin Fox sýningum á einum af áhugaverðari sjónvarpsþáttum seinni tíma, Arrested Development. Ekki er víst að allir kannist við þennan þátt því þessi gullmoli fór framhjá mörgum.

Taktu nokkur lög og farðu svo heim

Það vekur óneitanlega upp óþægilegar minningar, þegar listamenn sem troða upp á stærstu tónlistarhátíð á Íslandi geta ekki keypt miða á sömu hátíð sem venjulegir gestir. Ungt er hið nýja svart.

Er til önnur leið en boð og bönn?

Umræður um umferðaröryggi á vegum landsins er reglulegt umræðuefni meðal landans. Í allri þessari umræðu heyrist sjaldnast viðhorf um að fara aðra leiðir en þá sem alltaf er farin, herða viðurlög og einkum að hækka sektir. Hvernig væri að hækka hámarkshraðann til þess að bæta umferðamenninguna?

Al Gorgeir

Al Gore hefur hlotið friðarverðlaun Nóbels í ár. Hann var valinn fram yfir fjölda annarra einstaklinga sem gerðu tilkall til verðlaunanna. Valið er mjög umdeilt og í fljótu bragði er ekki hægt að sjá hvað Gore hefur fram yfir aðra sem voru tilnefndir.