Í upphafi skal endinn hugsa

Síðustu misseri hefur verið mikil umræða um þá styrki sem íslenskur landbúnaður nýtur frá íslenska ríkinu og hvað neytendur gætu hagnast á því að frjáls innflutningur yrði að veruleika. Greinarhöfundur hefur fylgst nokkuð náið með þessu máli þar sem hann hefur sinnt ræktun fiðurfénaðar í frístundum.

Síðustu misseri hefur verið mikil umræða um þá styrki sem íslenskur landbúnaður nýtur frá íslenska ríkinu og hvað neytendur gætu hagnast á því að frjáls innflutningur yrði að veruleika. Greinarhöfundur hefur fylgst nokkuð náið með þessu máli þar sem hann hefur sinnt ræktun fiðurfénaðar í frístundum.

Nú liggur ljóst fyrir að hið svokalla frjálsa flæði með landbúnaðarvörur verður sett í framkvæmd árið 2010 eftir aðlögunartímabil sem mun hefjast fljótlega í lok þessa árs.

Er þetta gleðiefni fyrir alla aðila, að mínu mati. Það er engum greiði gerður að starfa í vernduðu umhverfi þar sem viðhorfið hefur verið að “verja” greinar í íslenskum landbúnaði gegn innflutningi. Að mati greinarhöfundar er það sá hugsanagangur sem er ekki hvað síst hættulegastur fyrir innlendar framleiðslugreinar.

Allir telja sig vita að íslenskar landbúnaðarafurðir séu þær bestu og hreinustu í heimi og er það gleðilegt. Því ætti það ekki að vera neitt áhyggjuefni fyrir framleiðendur þó við fáum erlenda samkeppnisaðila inn á markaðinn því neytandinn er oftar en ekki tilbúinn til að þess að borga nokkrar aukakrónur fyrir gæðin.

Mikil ásókn hefur verið í íslenskar landbúnaðarafurðir og sem dæmi hefur mikið magn af lambakjöti og mjólkurafurðum verið flutt út til Bandaríkjanna. Sá útflutningur hefur samt sem áður kostað íslenska ríkið háar upphæðir í startkostnaði og má alltaf velta fyrir sér hvort þessi útflutningur geti nokkurn tíma staðið undir sér. Einnig hefur útflutningsskylda á lambakjöti verið til óþurftar fyrir sauðfjárbændur og er það gott að sú skylda verður felld út á næsta ári samkvæmt nýjum sauðfjársamningi. Þá mun reyna á styrk þeirra því framleitt magn er meira en innanlandsmarkaður getur tekið við.

Það er ljóst að erlendir framleiðendur starfa samt einnig í því umhverfi að þeir njóta styrkja frá Evrópusambandinu og er það krefjandi og jafnframt ögrandi verkefni að fá þann möguleika að flytja út afurðir á réttum samkeppnisgrundvelli. Samfara þessum breytingum gerir greinarhöfundur ráð fyrir því að innlendum framleiðendum verði aðlagaðir að því umhverfi sem gengur og gerist erlendis í nágrannalöndum okkar.

Það er kannski það atriði sem vefst fyrir mér að eftir þessar breytingar á að tryggja að íslenskar landbúnaðargreinar standi jafnfætis þeim erlendu hvað varðar aðgang og aðbúnað þeirra í samkeppni við erlenda vöru. Erum við þá ekki að fara inn annan eins styrkjaspíral og við erum að reyna að losna út úr í dag?

Það væri skelfilegt skref.

Latest posts by Bjarni Einarsson (see all)