Er til önnur leið en boð og bönn?

Umræður um umferðaröryggi á vegum landsins er reglulegt umræðuefni meðal landans. Í allri þessari umræðu heyrist sjaldnast viðhorf um að fara aðra leiðir en þá sem alltaf er farin, herða viðurlög og einkum að hækka sektir. Hvernig væri að hækka hámarkshraðann til þess að bæta umferðamenninguna?

Umræður um umferðaröryggi á vegum landsins er reglulegt umræðuefni meðal landans. Í allri þessari umræður heyrist sjaldnast viðhorf um að fara aðra leiðir en þá sem alltaf er farin, herða viðurlög og einkum að hækka sektir. Hvernig væri að hækka hámarkshraðann til þess að bæta umferðamenninguna?

Það er vert að velta því fyrir sér hvort að hækkun sekta við umferðarlagabrotum leiði til þess að umferðin verði hættuminni. Það er ekki sjálfgefið að hækkun viðurlaga hafi það í för með sér að fólk aki hægar og taki meira tillit hvert til annars í umferðinni. Umferðaslysin verða oftast fyrir andartaks andvaraleysi. Upp á síðkastið hafa orðið alvarleg slys í umferðinni þar sem bílar hafa lent framan á hvor öðrum og eru dregnar líkur að því að það hafi gerst vegna framúrakstur.

Ætli landsmenn séu ekki tilbúnir til að skoða aðrar leiðir en hækkun viðurlaga sem raunverulega munu bæta umferðamenninguna á Íslandi og draga úr slysum? Ein leiðin gæti til dæmis verið að hækka hámarkshraðann á ákveðnum vegum landsins. Hugsanlega gæti það leitt til þess að þeir aðilar sem keyra hægar taka meira tillit til hinna sem keyra hraðar.

Það væri allavega þess virði að athuga þessa leið ef hún hugsanlega gæti orðið til þess að íslenskir ökumenn færu að sýna meiri tillitsemi í umferðinni og auðvelda þeim sem keyra hraðar að taka framúr. Með aukinni tillitssemi er næsta víst að að öryggi í umferðinni myndi aukast.

Allir eða í það minnsta flestir hafa orðið varir við þessa sjálfskipuðu „lögregluþjóna“ sem ætla að kenna öðrum lexíu líki þeim ekki akstursmáti samferðamannanna. Þessir sjálfskipuðu „þjónar réttlætisins“ leggja sig oft í líma við að hindra að ökumaður sem ekur í hraðara lagi komist fram úr með því að auka hraðann sjálfir og ef til vill loka svæðum sem sá sem kenna þarf lexíu ætlaði að nota. Þetta háttarlag er til þess fallið að stofna viðkomandi og öðrum vegfarendum í mikla hættu.

Þetta er leið sem vert er að skoða því ef þessi aðferð skilaði okkur þeirri niðurstöðu sem við erum í raun og veru að leita eftir, að auka öryggi í umferðinni, þá er takmarkinu náð.