Á hlaupum

skokkÁ góðviðrisdögum í Reykjavík má oft sjá fólk í stuttermabolum að hlaupa án augljóss tilgangs. Hvert er þetta fólk að fara og hvers vegna er það að flýta sér svona mikið?

Í silkimjúkum blænum

ÞjóðhátíðEnn rennur verslunarmannahelgin upp. Þjóðvegir og tjaldstæði fyllast, landinn ærist og flestir fara að heiman. Ýmislegt ræður för. Sumir elta veðrið en aðrir eru háðir hefðinni. Eitt er það þó sem gnæfir yfir annað í hefðum verslunarmannahelgarinnar.

Duttlungar veðurs og manna

RegnbogiÁ meðan að veðrabrigði geta víða haft mikil áhrif t.d í kjölfar uppskerubresta, þá er íslenskt samfélag blessunarlega laust við það að eiga í hættu þess háttar skakkaföll í kjölfar brigðulla veðra. Einna helst virðist veðrið gegnum tíðina hafa haft hvað mest áhrif með því að móta árstíðabundið lundarfar þjóðarinnar. Fer íslensk tilvera e.t.v svolítið eftir veðri?

Ber Kaupþingi skylda til að gera yfirtökutilboð í Skeljung?

Í lögum um verðbréfaviðskipti nr. 33 frá 20. mars 2003 segir að yfirtökuskylda myndist þegar einn aðili, eða tengdir aðilar, hefur eignast 40% atkvæðisréttar í félaginu. Föstudaginn 25. júlí átti Kaupþing 39,63% hlutafjár og Skeljungur hf. átti 1,75% í sjálfu sér. Nú segir í lögum um hlutafélög, nr. 2 frá 30. janúar 1995, að eigin hlutir félags og hlutir, sem dótturfélag á í móðurfélagi, njóta ekki atkvæðisréttar. Í raun þýðir þetta að Kaupþing hafi farið með 39,63%/(100% – 1,75%) = 40,3% virks atkvæðisréttar í Skeljungi hf. þann 25. júlí síðastliðin og því spurning hvort ekki hafi myndast yfirtökuskylda samkvæmt lögum um verðbréfaviðskipti.

Enn hallar á tónlistarfólk

TónlistarkennslaTónlistarnemar á framhalds- og háskólastigi, sem stundað hafa nám við tónlistarskóla í Reykjavík en eiga lögheimili annars staðar á landinu, fá ekki að halda áfram námi í Reykjavík nema sveitarfélag viðkomandi ábyrgist greiðslu kostnaðar sem af náminu hlýst. Það hlýtur að vera kominn tími til kominn að tónlistarnám sé tekið alvarlega.

Allt lagt í sölurnar

Slysið um borð í geimferjunni Columbiu fyrr á þessu ári, og eins sprengingin í Challenger, eru þörf áminning um að vísindi og framfarir eru ekki áhættulaus. Þótt fórnir geimfaranna séu augljósar eru fjölmargir aðrir sem hafa fórnað sér í þágu vísindanna, hvort sem er beint eða óbeint.

Heim í heiðardalinn

Heim í heiðardalinnÁ undanförnum áratugum hafa orðið mjög miklar breytingar í byggðum landsins þegar fólk hefur flutt úr sveitunum á mölina. Átthagafélög hafa meðal annars séð til þess að brottfluttir haldi sambandi við gamla sveitarfélagið. En hversu lengi er hægt að tala um að einhver komi frá einhverjum stað?

Baráttan fyrir lögmálum frumskógarins

lögmál frumskógarinsBarátta harðra frálshyggjumanna fyrir lögmálum frumskógarins heldur áfram. Raunar náði hún áður óþekktum hæðum um helgina í Helgarsproki Andríkis.is. Þar setur Andríki fram harða gagnrýni á Samkeppnisstofnun.

„Í dag er mikill gleðidagur hjá íslenskum neytendum“

karöflur…….sagði landbúnaðarráðherra Guðni Ágústsson fyrr í þessum mánuði þegar hann boðaði til blaðmannafundar í karöflugarði á Suðurlandi, í tilefni af því að íslenskir neytendur væru ekki neyddir lengur til að leggja sér til munns ársgamlar íslenskar kartöflur. Kartöflur sem erlendis yrðu fyrir aldurs sakir dæmdar óætar og í besta falli notaðar í dýrafóður.

Stækkun ESB og sovétgrýlan

Á næsta ári verða aðildarríki Evrópusambandsins (ESB) 25 talsins, en þau eru nú 15. Líklegt er að vaxtaverkir fylgi stækkuninni enda hin nýju ESB-ríki ólík hinum gömlu að ýmsu leyti. Flest eru þau fyrrum austantjaldsríki. Við stækkunina þarf að ná málamiðlunum milli fleiri og ólíkari þjóða en áður. Hvernig skyldi það ganga?

Íþróttaafrek hálfsársins

Fréttamenn hafa setið sveittir við að reikna saman stig. Íþróttamenn sýna sínar bestu hliðar og sitja heima á laugardagskvöldum. Eftirvæntingin skín úr andlitum mannfjöldans. Stundin er runnin upp. Niðurstöður hins árlega vals Deiglunnar á íþróttaafreki hálfsársins eru komnar í hús.

Að moka skít fyrir ekki neitt

Þó að hugmyndir um þegnskylduvinnu séu, sem betur fer, liðin tíð gefa nýjustu vangaveltur um íslenskan her ástæðu til að óttast. Fámenni þjóðar gerir það að verkum að aldrei væri hægt að reka hér skilvirkan atvinnumannaher svo að líklegast þyrfti að koma á herskyldu á Íslandi. Það er vond hugmynd.

Áhrifamesta fyrirtæki heims?

BláskjárVöxtur Microsoft samsteypunnar hefur verið ótrúlegur frá stofnun fyrirtækisins árið 1975. Nú er svo komið að langflestir tölvunotendur nota kerfi frá MS og ítök þeirra á tölvumarkaðnum eru gríðarleg. Ekkert virðist geta haggað stöðu þeirra.

Endurskipulagning á hlutabréfamarkaði

Þrátt fyrir uppákomur í íslenskum fjármálaheimi undanfarin misseri má segja að markaðurinn sé smátt og smátt að taka á sig mynd þróaðs markaðar í stað lögmála frumskógarins. Þessu má þakka aðhaldi Fjármálaeftirlitsins, en einnig Kauphallarinar eins og dæmin sanna í nýlegu máli varðandi viðskipti með bréf í Skeljungi. Sumir hafa haft áhyggjur af fækkun félaga í Kauphöll Íslands en það má segja að hluti af þessum þroskaferli markaðarins sé grisjun fyrirtækja sem ekki eiga heima þar.

Héðinsfjarðargöng III – Og tilgangurinn er?

LágheiðiPistlahöfundi gafst tækifæri á dögunum til þess að fara í vettvangsferð um gangasvæði Héðinsfjarðarganga og heyra skoðanir Ólafs- og Siglfirðinga á framkvæmdunum. Ferðin var góð því svæðið er fallegt, byggðin nokkuð myndarleg og íbúar hlýlegir. En í þessari vettvangsferð vaknaði spurning sem virðist hafa farið fram hjá mörgum: Hver er tilgangurinn með gangagerðinni?

Lengi lifi Linux

Tux LinuxLinux var upphaflega hugmynd Finna að nafni Linus Thorvalds, sem á öðru ári í tölvunarfræði bjó til nýtt stýrikerfi. Kerfið átti að vera stöðugt, ókeypis og opið fyrir alla. Í dag eru til meira en 130 útgáfur af Linux í ýmsum stærðum.

Athugasemd frá ritstjóra

Vegna ritstjórnarpistils sem birtist á Deiglunni og upplýsinga sem síðar hefur verið aflað hefur ritstjóri sent frá sér stutta athugasemd.

Vestræn villidýr II

Þann 26. febrúar 2002 birtu tveir starfsmenn flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNCHR), og einn starfsmaður mannúðarsamtakanna Save the Children, minnisblað byggt á ítarlegum rannsóknum þeirra á hjálparstarfi á vegum Sameinuðu þjóðanna í Vestur-Afríku ríkjunum Gíneu, Líberíu og Sierra Leone. Þar komu fram alvarlegar staðhæfingar um kynferðislega misnotkun og ofbeldi friðargæsluliða og hjálparstarfsmanna á vegum Sameinuðu þjóðanna og óháðra mannúðarsamtaka (NGO) í öllum löndunum.

Hagsmunir Íslands víkja fyrir persónulegu áhugamáli

Íslenska heimavarnarliðið?Í gær bárust heimsbyggðinni þær fréttir að Íslendingar ráðgerðu stofnun fjölmennra hersveita, svo fjölmennra að með þeim yrði íslenska þjóðin ein sú hervæddasta í heimi. Og til að taka af allan vafa um að hér væri ekki um getgátur að ræða, vitnaði AP-fréttastofan í einn æðsta ráðamann íslenska ríkisins.

Bjóðum saman, því það er svo gaman!

Um meint samráð Olíufélaganna.

Óhætt er að segja að lokaskýrslu Samkeppnisstofnunnar um meint verðsamráð olíufélaganna sé beðið með mikilli eftirvæntingu en skýrslunnar er að vænta fyrir lok þessa árs. Séu þær fréttir réttar sem lekið hafa út undanfarna daga að þá má segja að um sé að ræða eitt allra grófasta brot og samráð sem samkeppnisfyrirtæki á Íslandi hafa staðið fyrir gegn neytendum.