Héðinsfjarðargöng III – Og tilgangurinn er?

LágheiðiPistlahöfundi gafst tækifæri á dögunum til þess að fara í vettvangsferð um gangasvæði Héðinsfjarðarganga og heyra skoðanir Ólafs- og Siglfirðinga á framkvæmdunum. Ferðin var góð því svæðið er fallegt, byggðin nokkuð myndarleg og íbúar hlýlegir. En í þessari vettvangsferð vaknaði spurning sem virðist hafa farið fram hjá mörgum: Hver er tilgangurinn með gangagerðinni?

LágheiðiFyrir skömmu birtist pistill hér á Deiglunni eftir undirritaðan, “ name=“Héðinsfjarðargöng II“ target=new>Héðinsfjarðargöng II, þar sem arðsemi gangagerðarinnar var skoðuð. Í framhaldi af þessum pistlaskrifum gafst undirrituðum tækifæri til þess að fara í n.k. vettvangsferð um gangasvæðið og heyra skoðanir Ólafs- og Siglfirðinga á framkvæmdunum. Ferðin var góð því svæðið er fallegt, byggðin nokkuð myndarleg og íbúar hlýlegir. En í þessari vettvangsferð vaknaði spurningin: Hver er tilgangurinn með gangagerðinni? Svarið ætti að vera svo augljóst að fæstir virðast hafa velt því mikið fyrir sér. En eftir að hafa haft tækifæri til að rabba við íbúa svæðisins var undirritaður ekki viss um að hann ætti kollgátuna.

Í einfeldni sinni hélt undirritaður að tilgangur Héðinsfjarðarganga væri fyrst of fremst samgöngubót á oft ógreiðfærum fjallavegum á milli Ólafs- og Siglufjarðar. Það kom honum því nokkuð á óvart eftir að hafa rabbað við nokkra Ólafs- og Siglfirðinga að efst í huga þeirra var ekki endilega gangagerðin sjálf heldur atvinnuuppbygging samhliða henni. Ólafsfirðingar sem rætt var við gerðu sér vonir um aukna verslun samhliða gangagerðinni og atvinnu fyrir heimamenn. Annað hvort við gangagerðina sjálfa eða við að þjónusta verktakana. Af stuttu spjalli við Ólafsfirðinga að dæma, sem reyndar forðuðust umræðu um málið, virtist aðalmarkmiðið ekki vera að stytta leiðina til Siglufjarðar heldur fá fjármagn inn í byggðarlagið. Enda er styttra fyrir Ólafsfirðinga að sækja þjónustu til Dalvíkur og þaðan til Akureyrar í gegnum Múlagöng sem byggð voru fyrir u.þ.b. 12 árum síðan.

Siglufirðingar virtust líta frekar á gangagerðina sam samgöngubót, enda Siglufjörður eitt afskekktasta bæjarfélag á Íslandi fyrir utan Vestfirði. Leiðin á Siglufjörð frá Ólafsfirði liggur upp á Lágheiði og inn í Skagafjörð og um Fljótin og síðan um snarbrattan veg fyrir tangann inn í Siglufjörð í gegnum Strákagöng. Að mati viðmælenda eru auknar samgöngur forsenda fyrir aukinni atvinnuuppbyggingu á svæðinu. Í því skyni var til dæmis nefnt að hugsanlega sé hagkvæmt fyrir flutningaskip að landa vörum á Siglufirði sem þaðan yrðu keyrðar til Akureyrar í stað þess að sigla inn Eyjafjörð.

Ef það er raunin að heimamenn líta á tímabundnar framkvæmdir við Héðinsfjarðargöng sem þátt í atvinnuuppbyggingu svæðisins skýtur það e.t.v. skökku við að megnið af þeim fjármunum sem eyða á í gangagerðina fara ekki til uppbyggingar á svæðinu heldur til Reykjavíkur og útlanda, til verktakana sem sjá um verkið. Það mætti því spyrja sig hvort ekki væri nær á þessum tímapunkti að verja t.d. 500 mkr til atvinnuuppbyggingar á svæðinu og fresta rúmlega sex milljarða króna framkvæmdum. Það væri e.t.v í meira í samræmi við óskir heimamanna?

Undirritaður er ekki á móti Héðinsfjarðargöngum sem slíkum, heldur tímasetningu þeirra, útfærslu og fjármögnun. Það er óskynsamlegt af stjórnvöldum að skrifa undir yfirlýsingar um framkvæmdir af þessari stærðargráðu þegar þensla blasir við í efnahagslífinu. Það virðist einnig óskynsamlegt að hafa Héðinsfjarðargöng tvíbreið á svo umferðarlitlu svæði, en þess bera að geta að yfir Lágheiði mætti undirritaður fjórum bílum og að bæði Strákagöng og Múlagöng eru einbreið. Það virðist líka óskynsamlegt að fjármagna umfangsmikil jarðgöng í fámennum byggðarlögum eingöngu með peningum skattborgaranna. Neytendur jarðganganna hljóta að þurfa að greiða hluta af kostnaðinum

Það virðist hins vegar augljóst að jarðgöng verða grafin í framtíðinni til að bæta samgöngur á milli byggðarlaga á Íslandi. Ísland er eitt ríkasta og tæknivæddasta land í heimi og við viljum halda samgöngum greiðum. En við getum ekki horft framhjá þeirri staðreynd að Ísland er lítið og þolir ekki margar stórar framkvæmdir í einu.

Ef að ákall Norðanmanna um Héðinsfjarðargöng er ákall um atvinnuuppbyggingu er það enn ein sorglega staðreyndin um atvinnuþróun á landsbyggðinni. Enn hefur enginn stjórnmálaflokkur þorað að taka á vanda landsbyggðarinnar og koma fram með stefnumótun til framtíðar. Það, “að halda byggð sem víðast í landinu”, er engin stefna, heldur stefnuleysi og bitnar fyrst og fremst á landsbyggðinni sjálfri. Það er kominn tími til að horfast í augu við vandamálið, móta skynsamlega byggðstefnu til framtíðar og hefjast handa. Það er engin lausn að landsmenn flytjist allir til Reykjavíkur eins og þróunin gæti orðið og það er heldur engin lausn að halda öllum byggðum við í landinu með styrkjum og niðurgreiðslu. Oft hefur verið rætt um kjarnabyggðarlög en engar aðgerðir eða stefnumótun hafa fylgt umræðunni. Það sjá allir að við verðum að horfast í augu við vandamálið, en enginn vill verða “persona non grata”.

Latest posts by Davíð Guðjónsson (see all)