Fyrirætlanir félagsmálaráðherra um hækkun húsnæðislána er enn talsvert í umræðunni og halda helstu fagaðilar áfram að benda á galla þeirra. Þó að ráðherra hafi verið rekin til baka með ýtrustu hugmyndir sínar um 18 milljóna hámarkslán er ljóst að áhrif þessara breytinga verði talsverð.
Category: Deiglupistlar
Nú fer að líða að jólum og líklega út frá auglýsingum tæknifyrirtækja að stafrænar myndavélar verði í mörgum jólapökkum í ár. Möguleikar í að velja myndavélar virðast vera óendanlega margir og því erfitt að gera upp hug sinn hvaða vél á að velja.
Á fullveldisdaginn er við hæfi að velta því fyrir sér hvað felist í fullveldi. Íslendingar hafa notið þess í 85 ár og með réttu má halda því fram að þeir hafi notað tímann vel. Raunverulegt vald þjóðarinnar er mun meira en menn þorða að vona þann 1. desember 1918.
Í dag fagna landsmenn fullveldisdegi þjóðarinnar enda eru 85 ár eru liðin frá því að Ísland varð fullvaldaríki. Daginn má einnig nýta til að halda upp á afmælið sitt óháð því hvenær menn eru fæddir.
Í kvöldfréttum í gær var sagt frá því að forsætisráðherra Frakka, Jean-Pierre Raffarin, hyggst leggja frumvarp fyrir franska þingið sem meinar íslömskum konum að ganga með höfuðslæður (hijab) á meðal almennings. Líklegt er að mörgum hafi brugðið við þessar fréttir því að Frakkland, sem er eitt stærsta land Evrópu og hefur hingað til verið talið í hópi framvarða vestrænnar menningar, frelsis og mannúðar, skildi vilja setja slíkar hömlur á þegna sína og koma í veg fyrir að þeir gætu iðkað trú sína í friði.
Þessari spurningu hefur verið varpað fram margoft og ótrúlegt en satt að þá virðist ekki vera til einhlítt svar við henni. Fulltrúar allra vinsælustu greinanna reyna að halda því fram að þeirra grein sé vinsælust, líklega í þeirri trú að það auki vinsældir hennar enn frekar. Sömuleiðis virðast áhugamenn um íþróttir gjarnan fullyrða að sú grein sem þeim lyndir best sé sú vinsælasta í heimi, kannski til að réttlæta fyrir öðrum áhuga sinn á greininni.
Margt hefur verið sagt undanfarið í nafni femínisma og misgáfulegt. Því neyðast femínistar stöðugt til að rökræða skilgreiningu orðsins og halda margir því fram að femínismi og jafnréttishyggja séu samheiti. Þetta er ekki rétt. Femínismi er hugtak sem undanskilur karlmenn, hvað sem hver segir, og hollast væri leggja þessu slagorði sem fyrst í umræðu um jafnréttismál.
Vandi miðborgarinnar hefur oftar en einu sinni verið til umfjöllunar hér á Deiglunni og ástæður hans reifaðar. Mörgum er hlýtt til miðborgarinnar og því ekki að ástæðulausu að menn velti því fyrir sér hvers vegna Laugavegurinn og götur þar í kring séu nánast tómar að jafnaði, nema þá helst þegar skemmtistaðir loka um helgar.
Þau miklu tíðindi gerðust í dag að hátæknifyrirtækið Flaga-Medcare var skráð á Aðallista Kauphallarinnar. Frá því að Íslandssími (OgVodafone) var skráður árið 2001 hefur ekkert félag farið inn á Aðallistann fyrr en nú. Það er vart vafamál að Flaga, sem sérhæfir sig í svefnrannsóknum og framleiðslu á tækjum fyrir heilbrigðisgeirann, á fullt erindi inn á markaðinn. Nærri fjórföld eftirspurn var eftir bréfum félagsins þegar nýtt hlutafé var boðið út í aðdraganda þessarar skráningar.
Mikið hefur verið rætt og ritað um framgöngu forsætisráðherra í þeim umhleypingum sem verið hafa í íslensku þjóðlífi síðustu daga. Bent hefur verið á það, stundum jafnvel með bærilegum rökum, að forsætisráðherrann hafi farið of geyst í viðbrögðum sínum við hinum margumræddu starfskjarasamningum stjórnenda Kaupþings Búnaðarbanka. Því verður hins vegar ekki á móti mælt að hin táknræna framganga forsætisráðherra í þessu máli hafi leitt til farsællar niðurstöðu.
Liðin vika hefur gefið okkur dægurmálalúðunum margt til að ræða um. Kjör stjórnenda Kaupþings, ummæli forsætisráðherra, skattarannsóknir Jóns Ólafssonar og kaup á þýfi. Líkt og alltaf þá litast ummæli skoðanir fólks af því hvar það stendur í pólitíkinni og hvar þeir til umræðu eru standa. Stundum verður þetta greinilegra, t.d. þegar menn fara að verja málstað sem augljóslega fellur illa að þeirra lífsskoðunum.
Undanfarna daga hefur um fátt annað verið rætt á Íslandi en samninga stjórnarformanns og forstjóra Kaupþings Búnaðarbanka um launakjör þeirra hjá fyrirtækinu. Ýmislegt má gagnrýna um þessa tilteknu samninga en rót allra látanna er þó vafalaust sú að þarna var um nokkuð verulegar upphæðir að ræða. Ísland er víst ekki tilbúið fyrir svona samninga – en það þýðir þá væntanlega líka að Ísland sé ekki tilbúið til að verða „ríkasta land í heimi.”
Nafnahefð Íslendinga er að breytast. Ekki nóg með að hlutur tvínefna hafi vaxið á síðustu áratugum heldur hafa undanfarin tíu til fimmtán ár fært okkur fjölda nýrra nafna. Kvenmannsnafnið Birta er algengasta nafn gefið stúlkum fæddum á árabilinu 1996-2001. Það er af sem áður var er önnur hver íslensk kona bar nafnið Guðrún eða Sigríður og enginn þótti maður með mönnum nema heita Jón eða Guðmundur.
Eftir mikla þrautargöngu lét stjórn Heimdallar loks undan þrýstingi og samþykkti í gær inngöngu 1152 nýrra félagsmanna sem hafnað hafði verið um inngöngu í aðdraganda aðalfundar félagsins 1. október sl. Það var ekki fyrr en lá ljóst fyrir að miðstjórn Sjálfstæðisflokksins myndi mæla fyrir um skilyrðislausa inntöku hinna nýju félaga að stjórn Heimdallar lét undan í gær, örfáum mínútum áður en fundur miðstjórnar hófst.
Þú þegar kuldaboli herjar á landann, svartasta myrkið leggst yfir, og samfélagið fer að skarta jólabúningnum veltir höfundur því fyrir sér hvaða þýðingu jólaskapið getur haft. Væri kannski bara best ef við værum alltaf í jólaskapi?
Margir virðast nötra og skelfa yfir sviptingum í fjölmiðlaheiminum þessa dagana og ótti við að innan skamms verði bara fluttar fagrar fréttir af Baugi og Jóni Ásgeiri skýtur upp kollinum á ólíklegustu stöðum. Háværar raddir kalla á lagasetningu, eftirlit og takmarkanir.
Hugtakið mannréttindi heyrist oft á tíðum í umræðunni. Hinir og þessir aðilar slengja hugtakinu fram líkt og það sé tromp í spilum. Virðist svo vera að þessir sömu aðilar hafi oft á tíðum takmarkaða hugmynd um hvað þeir eru að segja. Verður hér á eftir reynt að útskýra hugtakið í örstuttu máli.
Í upphafi mánaðarins var mikill handagangur í öskjunni í kringum DV. Ljóst var að síðdegisblað okkar Íslendinga rambaði á barmi gjaldþrots og eftir ítrekaðar beiðnir um greiðslustöðvun og höfnun á henni var greinilegt hvert stefndi.
Hormónauppbótarmeðferð fyrir konur við og eftir tíðahvörf hafa verið á markaði í yfir 50 ár. Á síðasta ári kom hins vegar í ljós að meðferðin eykur líkur á hjartaáfalli, heilablóðfalli og brjóstakrabbameini. Hvernig gat það gerst að vísindasamfélagið áttaði sig ekki á svo alvarlegum aukaverkunum í svo langan tíma þrátt fyrir fjölda rannsókna?
Upplýsingaflóðið sem ólgar á netinu er slíkt að talað er um að netvædd samfélög séu að verða ofmötuð af staðreyndum og svörum, en um leið skorti á í gagnrýnni hugsun. Er ekki bara kominn tími til að tengja?
