Frelsi til að velja

jan02-12.jpgÍ kvöldfréttum í gær var sagt frá því að forsætisráðherra Frakka, Jean-Pierre Raffarin, hyggst leggja frumvarp fyrir franska þingið sem meinar íslömskum konum að ganga með höfuðslæður (hijab) á meðal almennings. Líklegt er að mörgum hafi brugðið við þessar fréttir því að Frakkland, sem er eitt stærsta land Evrópu og hefur hingað til verið talið í hópi framvarða vestrænnar menningar, frelsis og mannúðar, skildi vilja setja slíkar hömlur á þegna sína og koma í veg fyrir að þeir gætu iðkað trú sína í friði.

jan02-12.jpgÍ kvöldfréttum í gær var sagt frá því að forsætisráðherra Frakka, Jean-Pierre Raffarin, hyggst leggja frumvarp fyrir franska þingið sem meinar íslömskum konum að ganga með höfuðslæður (hijab) á meðal almennings. Líklegt er að mörgum hafi brugðið við þessar fréttir því að Frakkland, sem er eitt stærsta land Evrópu og hefur hingað til verið talið í hópi framvarða vestrænnar menningar, frelsis og mannúðar, skildi vilja setja slíkar hömlur á þegna sína og koma í veg fyrir að þeir gætu iðkað trú sína í friði.

Ætlunin er alls ekki að verja höfuslæðurnar því að þessi hluti trúarbragðanna ber vott um mikla þröngsýni og er gott dæmi um kúgun kvenna í múslimaríkjum. Hins vegar má réttlæta að ef viðkomandi taki upplýsta ákvörðun um að bera slæðu og er ekki neyddur til þess af annarri manneskju sé það ekki hlutverk löggjafans að banna fólki iðka sína trú svo lengi sem það hefur ekki óæskileg áhrif á aðra.

Ólíklegt er að löggjöf franska forsætisráðherrans um að meina konum að ganga með slæður skili tilætluðum árangri sem væntanlega er að losa um kúgun íslamskra kvenna. Þvert á móti er líklegt að enn meiri spenna myndist í þjóðfélaginu á milli trúarhópa sem er töluverð fyrir og gæti orðið þess valdandi að frelsi íslamskra kvenna minnki í kjölfarið. Raffarin er nefnilega að reyna að þröngva breytingum á fólk sem vill ekki taka við þeim. Eðlilegra væri að reyna að stuðla að breytingum innan frá, stefna að upplýstu þjóðfélagi og koma fólki í skilning um að krafan um að bera slæður sé byggð ójafnrétti á milli karla og kvenna sem í lengstu lög ætti að koma í veg fyrir.

Hægt er að heimfæra þetta dæmi upp á það sem er að gerast í Írak. Bandaríkjamenn leggja nú höfuðáherslu á að byggja upp lýðræði í landinu. En vilja Írakar lýðræði?

Allt logar í illdeilum á milli trúarhópa í landinu sem allir vilja hafa áhrif á stjórn landsins og hafa menn miklar áhyggjur af því að sú stranga hefð sem viðgengst í moskum landsins muni verða allsráðandi í stjórn þess. Stjórnendur Shía múslima, sem eru um 65% af landinu, neita nefnilega að taka þátt í gerð stjórnarskrár nema fulltrúar kosnir í almennum kosningum stjórni verkinu. Og þar stendur hnífurinn í kúnni. Mjög ólíklegt er að þeir stuðli að vestrænni stjórnskipan og taki sér frekar stjórnskipulag Íran til fyrirmyndar. Með stöðugt vaxandi hatri á vestrænu ríkjunum væru því Bandaríkjamenn því mögulega búnir að skapa sér óvin sem væri enn hættulegri en Írak undir stjórn Saddams Husseins. Þessu hafa Bandaríkjamenn áttað sig á en reynst ómögulegt að leysa vandann.

Þó að við teljum, og höfum fyrir því nokkuð góð rök, að vestræn gildi sé forsenda þess að sem flestir séu hamingjusamir má ekki gleyma að grunnur þeirra er frelsi, mannúð og skilningur á því að allir eru jafnréttháir svo lengi sem réttur eins gengur ekki á hlut annars. Ef sá skilningu er ekki hafður að leiðarljósi erum við búin að segja skilið við þau vestrænu gildi sem við metum svo mikils. Hvort sem það skilningur á vilja fólks til að ganga með slæður eða lifa í lýðræðisríki er frumskylda okkar að tryggja fólki sanngjarnt val.

Hins vegar er líklegt að ef þjóðfélag tryggir öryggi borgaranna, frjáls skoðanaskipti og öfluga fræðslu verður þróun í átt að vestrænum gildum. Tilgangurinn helgar nefnilega ekki meðalið, hvorki í Írak né Frakklandi

Latest posts by Brynjólfur Stefánsson (see all)

Brynjólfur Stefánsson skrifar

Brynjólfur hóf að skrifa á Deigluna í mars 2003.