Harðir pakkar og góðar minningar

Canon myndavélNú fer að líða að jólum og líklega út frá auglýsingum tæknifyrirtækja að stafrænar myndavélar verði í mörgum jólapökkum í ár. Möguleikar í að velja myndavélar virðast vera óendanlega margir og því erfitt að gera upp hug sinn hvaða vél á að velja.

canon myndavélNú fer að líða að jólum og fólk er farið að líta eftir jólagjöfum. Ein af þeim gjöfum sem virðast vera í tísku í ár en það eru stafrænar myndavélar. Eins og oftast standa Íslendingar sig afbragðs vel í þeim efnum og verða sjálfsagt bráðlega nálægt því að eiga heimsmetið í þessu eins og öðru.

Þegar þessar myndavélar eru skoðaðar er ljóst að það er töluvert úrval véla, allt frá því að vera með ódýrar vélar sem kosta í kringum 15 þúsund og upp úr í nokkra milljón króna vélar sem eru fyrir fagmenn. Fólk á því oft í stökustu vandræðum með velja „réttu“ vélina og endar því í að kaupa eins dýra vél og viðkomandi hefur efni á.

Ein góð leið til að ákveða hvaða vél á að kaupa er að gera sér grein fyrir hvað miklu er eytt í filmur og framköllunn og draga frá kostnaðinn sem myndi kosta að framkalla úr stafrænu vélinni. Svo má velta fyrir sér hversu langur endurgreiðslutími er ásættanlegur.

Hérna er svo sett fram tafla sem sýnir sparnað við að nota stafræna myndavél, miðað við filmuvél. Annars vegar er fjöldi filma teknar á ári, og hins vegar hlutfall sem væri sent í framköllum með stafrænu vélinni. Í flestum tilfellum er það þannig að mjög lágt hlutfall stafrænna mynda eru sendar í framköllun.

  25% 50% 75% 100%
1 FILMA 2.165 kr. 1.580 kr. 995 kr. 410 kr.
2 FILMUR 4.330 kr. 3.160 kr. 1.990 kr. 820 kr.
6 FILMUR 12.990 kr. 9.480 kr. 5.970 kr. 2.460 kr.
12 FILMUR 25.980 kr. 18.960 kr. 11.940 kr. 4.920 kr.
24 FILMUR 51.960 kr. 37.920 kr. 23.880 kr. 9.840 kr.
36 FILMUR 77.940 kr. 56.880 kr. 35.820 kr. 14.760 kr.

Þegar búið er að ákveða hversu mikið eyða á í vélina er hægt að fara að skoða hvaða „fídusa“ á að velja um. Dæmi um eiginleika sem þarf að velja eru upplausn vélarinnar, aðdráttarlinsan, tegund rafhlöðu, þyngd og tegund. Eitt af því sem sem menn komast fljótlega að, eru að tegundir myndavéla verða oft trúarbrögð og menn trúa bara á eina tegund.

Þegar búið er að skoða þær myndavélar sem eru í boði er sniðugt að skoða hvaða umsagnir hafa verið gefnar um myndavélar, síðan dpreview.com gefur til að mynda út eigin athuganir á vélunum og auk þess er hægt að sjá umræður eigenda um vélarnar.

Eitt af því sem menn nýir eigendur (og fólk í umhverfi þeirra) átta sig oft á er að myndatökur verða oft mun tíðari. Algengt er að myndir séu flokkaðar í 3 flokka, myndum sem eytt er strax, myndir sem eru þess virði að eiga en eiga ekki að fara í útprentun og svo myndir sem eru þess virði að eiga prentaðar.

Eigendur stafrænna myndavéla, þurfa auðvitað að eiga eða að hafa aðgang að tölvu til þess að lesa af myndavélnni. Myndasmiðir sem taka mikið af myndum í góðri upplausn sjá fljótt að myndir taka mikið pláss, góðar myndir í dag taka 2,4 mb, svo 200 myndir taka um 480 mb. Fljótlega þarf að fara að huga að því að taka afrit af safninu og setja á geisladiska. Sé safnið eingöngu geymt á geisladiskum, þarf að huga að endingu diskanna, en þrátt fyrir að diskar eigi að endast í 10 ár, sýnir hollensk rannsókn að diskarnir endist þó oft ekki lengur en 20 mánuði.

Að lokum eru hérna nokkrar áhugaverðar slóðir til að skoða fyrir þá sem eru áhugasamir um stafrænar myndavélar:

digitalcamera-hq

dcresource

dpreview.com

imaging-resource

Heimasíður nokkura framleiðenda:

Canon

Casio

Fuji

Minolta

Nikon

Olympus

Sony

————–

Taflan sýnir sparnað við að eiga stafræna myndavél. Þannig ef það er tekin að meðaltali ein filma á ári með venjulegri myndavél en eftir að stafræn myndavél kemur til sögunnar séu 25% mynda sendar í framköllun sparast 2165 kr. í framköllunar og filmukostnað. Verðið í töflunni miðast við meðalverð á framköllun og filmu upp á 2750 sem er fengið af heimasíðu Hans Petersen og netframköllun upp á 65 krónur á mynd

Latest posts by Tómas Hafliðason (see all)

Tómas Hafliðason skrifar

Höfundur hefur skrifað á Deigluna frá árinu 2002. Höfundur er verkfræðingur frá Háskóla Íslands og rekur eigið fyrirtæki.