Stjórn Heimdallar lét loks undan – sigur fyrir Bolla og félaga

Bolli ThoroddsenEftir mikla þrautargöngu lét stjórn Heimdallar loks undan þrýstingi og samþykkti í gær inngöngu 1152 nýrra félagsmanna sem hafnað hafði verið um inngöngu í aðdraganda aðalfundar félagsins 1. október sl. Það var ekki fyrr en lá ljóst fyrir að miðstjórn Sjálfstæðisflokksins myndi mæla fyrir um skilyrðislausa inntöku hinna nýju félaga að stjórn Heimdallar lét undan í gær, örfáum mínútum áður en fundur miðstjórnar hófst.

Bolli ThoroddsenEftir mikla þrautargöngu lét stjórn Heimdallar loks undan þrýstingi og samþykkti í gær inngöngu 1152 nýrra félagsmanna sem hafnað hafði verið um inngöngu í aðdraganda aðalfundar félagsins 1. október sl. Það var ekki fyrr en lá ljóst fyrir að miðstjórn Sjálfstæðisflokksins myndi mæla fyrir um skilyrðislausa inntöku hinna nýju félaga að stjórn Heimdallar lét undan í gær, örfáum mínútum áður en fundur miðstjórnar hófst.

Fyrir fundi miðstjórnar lá kæra frá framboði Bolla Thoroddsen og félaga vegna framkvæmdar síðasta aðalfundar Heimdallar. Ítrustu kröfur í kærunni voru að fundurinn yrði lýstur ógildur en slíkt er einsdæmi í 74 ára sögu Sjálfstæðisflokksins. Hin aðalkrafa Bolla og félaga var að miðstjórn myndi samþykkja inngöngu þessara nýju félaga.

Fyrirfram var vitað að miðstjórn myndi eiga erfitt með að ganga svo langt að ógilda fundinn. Áður en til fundar kom leitaði framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins sátta meðal aðila og lýstu Bolli og félagar því yfir að þeir myndu sættast á þá niðurstöðu að hinum 1152 nýju félögum yrði veitt innganga í félagið. Að svo búnu samþykkti stjórn Heimdallar, undir þrýstingi frá miðstjórn, að samþykkja þessa nýju félaga inn í félagið. Það er einsdæmi í sögu flokksins að æðsta stjórn hans hafi þurft að beita sér með þessum hætti til að hafa áhrif á innri málefni aðildarfélags.

Á fundi miðstjórnar las formaður flokksins upp drög að samþykkt sem framkvæmdastjóri hans hafði útbúið, en áður hafði framkvæmdastjórinn lýst því yfir að fyrir lægi niðurstaða sem báðir aðilar gætu sætt sig við, þ.e. að lágsmarkskrafa Bolla og félaga um að inntöka hinna nýju félaga yrði tekin til greina, eins og stjórn Heimdallar hafði þá þegar gert nokkrum mínútum fyrir miðstjórnarfundinn.

Þessi niðurstaða verður að teljast mikill sigur fyrir Bolla Thoroddsen og félaga hans. Stjórn Heimdallar, bæði fráfarandi og núverandi, hefur staðfastlega neitað að hleypa hinum nýju félögum inn í flokkinn. Umsókn þessara 1152 nýju félagi hvílir á sama grunni nú og þegar þeim var neitað um inngöngu. Engin könnun hefur verið gerð á tilurð skráninga eða því um líkt, eins og yfirlýstur tilgangur með frestuninni átti að vera, ekkert hefur breyst í millitíðinni. Það er nú höndum þessa fólks að láta til sín taka í félagsstarfi Heimdallar.

Miðstjórn áréttar í niðurstöðu sinni að fráfarandi stjórn Heimdallar hafi verið heimilt að fresta afgreiðslu umsókna sem bárust síðustu tvo sólarhringana fyrir umræddan aðalfund. Á þetta gátu Bolli og félagar fallist því umsóknum þeirra stuðningsmanna, yfir 1.000 umsóknum, var skilað inn fyrir klukkan 18 mánudaginn 29. september, en aðalfundurinn hófst kl. 18 miðvikudaginn 1. október. Fráfarandi stjórn hafði einmitt gefið frest til kl. 18 á mánudeginum og því eðlilegt hjá miðstjórn að staðfesta að stjórninni hafi verið heimilt að fresta afgreiðslu umsókna sem komu eftir þann tíma, en ekki er vitað til þess að neinum umsóknum hafi verið skilað eftir þann tíma.

Sú niðurstaða málsins að 1.152 ungir sjálfstæðismenn skuli nú loks fá inngöngu í Heimdall er mikill sigur fyrir Bolla Thoroddsen og félaga. Þrautargöngu stjórnar Heimdallar, sem reyndi til hins ítrasta að halda þessu fólki fyrir utan félagið, er nú lokið. Undir þrýstingi frá æðstu stjórn flokksins, eftir fram komna kæru Bolla og félaga, lét stjórn Heimdallar undan og samþykkti inngöngu hinna nýju félaga.

deiglan@deiglan.com'
Latest posts by Ritstjórn Deiglunnar (see all)