Með aukinni notkun veraldarvefsins hér á landi fóru ýmis konar spjallþræðir að ryðja sér rúms. Spjallþræðirnir eru almennt skemmtilegt og áhugavert tjáningarform sem gefa öllum kost á að birta sínar hugsanir og skiptast á skoðunum við aðra. Því miður þá hafa spjallþræðir fengið á sig sífellt neikvæðari stimpil.
Category: Deiglupistlar
Nýjust sparnaðar ráðstafnir Landspítalans gera ráð fyrir að loka hjartabráðamóttöku við Hringbraut um helgar. Það er því ekki sama á hvaða degi vikunnar hjartasjúkdómur dynur yfir.
Síðasta sumar hófst starfssemi verkefnisins Kvennaslóðir. Verkefnið snýst um að starfrækja gagnabanka á netinu með upplýsingum um konur með sérþekkingu og reynslu á einhverju sviði. Hugmyndin er sú að búa til áhrifaríka leið fyrir fjölmiðla og fyrirtæki til að finna hæfar konur til álitsgjafa og trúnaðarstarfa.
Í árdaga Íslandsbyggðar fóru menn til Alþingis til að láta dæmast af kviðdómi jafningja sinna. Hvor málsaðili fékk tækifæri til að ryðja kviðinn og þeir sem eftir sátu fengu það hlutverk að skera úr um þrætuefnið. Þessi siður lagðist af og í dag þykir almenningur ekki hæfur til að leggja mat á rétt og rangt í dómskerfinu.
Þau eru ekki mörg fríríkin sem hafa hlotið náð fyrir augum stjórnvalda. Í Kaupmannahöfn hefur Kristjanía yfir sér ákveðinn dýrðarljóma enda vinsæll ferðamannastaður. Ef til vill er hægt að finna lausn á þeim vanda sem nú blasir við íbúum svæðisins, með því að skoða svipað svæði annars staðar í borginni.
Sú óvissa sem ríkir um eignarrétt yfir aflaheimildum í sjávarútvegi er alvarlegur dragbítur á hagræðingu í greininni. Flestir þeir sem berjast fyrir breytingum á kerfinu virðast hins vegar engann áhuga hafa á aukinni hagkvæmni. Það er umhugsunarefni fyrir þá sem berjast fyrir fyrningu aflaheimilda.
Geimáætlun Bush felur í sér endurkomu mannsins á tunglið og vonandi mannaðar ferðir til Mars. Flestir geta fundið eitthvað til að setja út á í áætluninni. Sárafáir virðast hins vegar fagna áætluninni sem skrefi í átt til búsetu á öðrum hnöttum.
Enginn veit enn hvort forsetakosningar verða á þessu ári eða ekki. Enginn veit heldur hvort sitjandi forseti hyggst bjóða sig fram að nýju eða ekki. Það verður að teljast afar undarleg staða að þegar um fimm mánuðir eru þar til forsetakosningar eru á dagskrá er óvíst hvort sitjandi forseti verður í kjöri.
Sumir ákafir markaðshyggjumenn telja hræðslu við hringamyndun „vinstrivillu“, jafnvel óþarfa áhyggjur, markaðurinn leiðrétti sig sjálfur – eins og hann gerir í mörgum tilfellum. Þetta er þó ekki alltaf rétt.
Kristinn H. Gunnarsson verður seint talinn bjartasta peran á seríunni, og ekkert nýtt af nálinni að hann fái gjörsamlega geggjaðar hugmyndir. Þó hyggur greinarhöfundur, að nýjasta hugarsmíð hans um háskóla á Vestfjörðum, slái út öll hans fyrri meistaraverk. Lesendur sjá strax að hér er djúpt í árinni tekið.
Nýlega barst háskólanemum tölvupóstur um aðhaldsaðgerðir vegna fjárskorts. Aðgerðirnar koma fyrst og fremst niður á sveigjanleika á skráningu nemenda. Meðal annars á að afnema allar undanþágur frá hefðbundnum skráningarreglum. Þetta mun m.a. koma niður á fólki sem útskrifast um úr menntaskólum um áramót sem og fólki sem vill skipta um námsleið á miðju ári. En sparast eitthvað með þessum tillögum?
Umræða um eignarhald á fjölmiðlum hefur verið mikil undanfarna mánuði. Snýst umræðan annars vegar um hvort koma eigi almennt í veg fyrir að sömu aðilar ráði of mörgum fjölmiðlum en hins vegar hefur hún snúist um hvort tilteknir aðilar,og þá sérstaklega Jón Ásgeir Jóhannesson, megi eiga fjölmiðla og þá hversu marga.
Björgólfsfeðgar virðast hafa þann hæfileika að búa til meiri verðmæti en aðrir. Þegar þeir yfirtóku Hf. Eimskipafélagið í samvinnu við Landsbanka Íslands og boluðu Kolkrabbanum í burtu þá töldu margir að það hafi verið dýru verði keypt.
“Krabbameinsvaldandi eldislax!” gæti alveg eins hafa verið yfirskrift frétta liðinna daga af niðurstöðum rannsóknar nokkurrar á eldislaxi. Maður fær það stundum á tilfinninguna að litið sé á upplýsingar sem búa að baki tölugildum, viðmiðum og samhengi sem óþarfa málalengingu.
Af einhverri ástæðu hefur ákveðinn “þjóðfélagshópur”, á að giska fjórðungur til fimmtungur mannkyns, óstjórnalegan áhuga á öllu sem við kemur tækni og vísindum. Þessir “tæknigúrúrar” eru í ölum þjóðfélagsstéttum og flest heimili innihalda a.m.k. einn slíkan. Þetta eru mennirnir eða konurnar sem sjá um að stilla myndbandstækið, læra á fjarstýringarnar, koma upp nettengingu á heimilið o.s.frv.
Jón Ólafsson hefur höfðað mál vegna þess að upplýsingar um stöðu rannsóknar á skattamálum hans hafa borist fjölmiðlum áður en hann hefur sjálfur fengið þær. Áhugavert verður að fylgjast með framgangi þessa máls. Það virðist nefnilega vera sem fjölda íslenskra ríkisstarfsmanna finnist það sjálfsagt mál að leka trúnaðarupplýsingum um viðfangsefni sín í fjölmiðla.
Er það tvískinnungur að halda því fram að almenningur eigi rétt á upplýsingum um eignarhald fjölmiðlanna, en neita að veita upplýsingar um fjármál stjórnmálaflokkanna? Er hægt að bera saman eignarhald á fjölmiðlum og fjárstyrki til flokkanna? Krafan um gagnsæi er grunnforsenda nútíma samfélags.
Keppni Bandaríkja- og Evrópumanna um að lenda könnunarfari á Mars hefur vakið mikla athygli og von um að tíðni rannsóknaferða í geiminn eigi eftir að aukast. Fullyrðingar Bush um að koma Bandaríkjamanni til Mars og að byggja vistarverur á Tunglinu grafa varla undan þeim væntingum og ljóst að samkeppni Bandaríkjanna, Kína og Evrópu ætti að geta leitt til metnaðarfullra ferða út í geiminn.
Þessa dagana logar allt í illdeilum vegna yfirtökutilboðs Kaupþings á Spron. En í öllu rifrildinu um hversu mikið stofnfjáreigendur fá í sinn hlut hefur ekki gefist mikill tími til að velta vöngum yfir líknar- og menningarsjóðnum sem yrði til við gerninginn. Þetta er „féð sem enginn á“, „fé án hirðis“, sjóðurinn sem stofnjáreigendur virðast hafa meiri áhyggjur af en nokkur annar.
Það var greinilegt öllum þeim sem leið áttu um vissa Bónus verslun á höfuðborgarsvæðinu í gær að nýársheit margra landsmanna er að borða hollan mat.
