Verkfallsaðgerðir Háskólans

Saemundur.jpgNýlega barst háskólanemum tölvupóstur um aðhaldsaðgerðir vegna fjárskorts. Aðgerðirnar koma fyrst og fremst niður á sveigjanleika á skráningu nemenda. Meðal annars á að afnema allar undanþágur frá hefðbundnum skráningarreglum. Þetta mun m.a. koma niður á fólki sem útskrifast um úr menntaskólum um áramót sem og fólki sem vill skipta um námsleið á miðju ári. En sparast eitthvað með þessum tillögum?

Saemundur.jpgNýlega barst háskólanemum tölvupóstur um aðhaldsaðgerðir vegna fjárskorts. Aðgerðirnar koma fyrst og fremst niður á sveigjanleika á skráningu nemenda. Meðal annars á að afnema allar undanþágur frá hefðbundnum skráningarreglum. Þetta mun m.a. koma niður á fólki sem útskrifast um úr menntaskólum um áramót sem og fólki sem vill skipta um námsleið á miðju ári. En sparast eitthvað með þessum tillögum?

Nei. Þessum hugmyndum er því fyrst og fremst ætlað að skapa bögg. Þeim er ætlað að láta fólk finna fyrir „sparnaðinum“ á sínu eigin skinni. Háskólinn vonast til að óánægðir nemendur muni fylla dagblöðin með nöldri, sitja fyrir þingmönnum og sturta undirskriftalistum inn um lúgu hjá menntamálaráðherra.

Enda eru breytingarnar fyrst og fremst einmitt pirrandi, erfitt er að sjá hvaða pening þær eigi að spara. Enda liggja ekki neinar tölur eða áætlanir um það í hverju sparnaðurinn eigi að felast.

Nei, fjöldauppsagnir spara peninga. Yfirvinnubann sparar peninga. Hvaða peningar sparast við það að meina fólki sem lýkur stúdentsprófi um jólin að skrá sig í skólann? Ja, hugsanlega einhverjir. Það er, jú, dýrt að hafa fólk í námi en er skynsamleg að banna fólki að skrá sig vegna þess að það sé svo dýrt en banna því síðan að borga fyrir nám sitt? Og segja að ástæðan sé að menn vilji tryggja jafnrétti til náms?

Háskólinn er einfaldlega að fara í verkfall og viðskiptavinir hans (nemendur) verða að finna fyrir því svo þeir þrýsti á eigandann (Ríkið) til að leysa úr vandanum. Sparnaðartillögur bera sterkan keim af pólitískri baráttu. Í besta falli er um að ræða klinksöfnun sem á sér ekkert skylt við alvöru hagræðingu. Enda var yfirmaður fjármálasviðs Háskólans andvígur tillögunum og sagðist ekki sjá hvað þær spöruðu.

Annars skal því ekki neitað að staða Háskólans er ekki öfundsverð. Á skólanum hvíla ýmsar skyldur og sem opinber stofnun þarf hann að framfylgja ýmsum reglum sem ekki gilda um einkareknar menntastofnanir. Á sama tíma er honum meinað að bregðast við fjárhagsvanda sínum á þann hátt sem eðlilegastur er: með aukinni þátttöku þeirra sem nýta sér þjónustu hans.

Það er gaman að njóta næstum ókeypis menntunar og eðlilegt að menn berjist fyrir að hún verði áfram næstum ókeypis. En þegar horft er á nýbyggingar HR spretta upp á nokkrum sólarhringum meðan Náttúrufræðihúsið stendur óklárað árunum saman hljóta menn að spyrja sig hvort ekki sé í lagi að sjá eftir meiri peningum til að gera Háskólann sterkari og skilvirkari.

Aðsókn í Bifröst og HR gefur ekki til kynna að kostnaðarvitund íslenskra námsmanna sé neitt voðalega sterk enda auðvelt að fá námslán fyrir skólagjöldunum. Sjálfur er ég ekki viss um hvort himinhá skólagjöld séu rétta leiðin til lausnar fjárhagsvanda Háskóla Íslands. En rétta byrjunin væri allavega að gera skólann að sjálfseignarstofnum og leyfa honum í auknum mæli að taka ábyrgð á sínum fjármálum.

Það er örugglega betri leið en að láta stjórn Háskólans beita verkfallsaðgerðum í hvert skipti sem hún ná í pening út úr ríkiskassanum.

Latest posts by Pawel Bartoszek (see all)

Pawel Bartoszek skrifar

Pawel hóf að skrifa á Deigluna í september 2002.