Norðurlandasamvinna

Segja má að fram til þessa hafi utanríkisstefna Íslands grundvallast af fjórum stoðum. Aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu er ein stoðanna, varnarsamningurinn við Bandaríkin önnur, aðildin að EES samningnum sú þriðja og Norðurlandasamvinnan sú fjórða.

Frelsið, skíturinn og framtíðin

Ljóst er að margir íslenskir athafnamenn hafa misnotað athafnafrelsið sem þeim hefur verið veitt og mikil hætta á að almenningur afturkalli umboðið. Næstu misseri munu skera úr um hefnigirni almennings gagnvart þeim sem frelsið misnotuðu og hversu vel frjálslyndu fólki tekst að telja því trú um að hefndarhugur sé ekki besta hugarfarið til að leiða þjóðina út úr ógöngunum.

Lægri vextir!
(en bara fyrir óreiðumenn)

Alþingi samþykkti nú á dögunum lög sem fela í sér að dráttarvextir munu lækka um 4% um áramót. Líkt og margt annað sem þingmenn hafast að er þetta gert af góðum hug en takmarkaðri fyrirhyggju.

Ofsafirring Samfylkingarinnar

Það er áhugavert að fylgjast með formanni Samfylkingarinnar þessa dagana. Hún fer mikinn hvar sem hún kemur fram. Það er ljóst að forsætisráðherradraumar eru farnir að láta á sér kræla. Fylgi Samfylkingarinnar sveiflast upp á við, á meðan samstarfsflokkurinn tekur höggið.

Njótum vafans

Nú þegar þrengir að í þjóðarbúinu, hagvöxtur hverfur og fé liggur ekki lengur á lausu eru góðar fréttir vel þegnar. Við þurfum líka að velta fyrir okkur hver á að njóta vafans og hver á að borða hvern.

Ósýnilegur skaðvaldur

Ofan á kreppu þar sem fjárhagsáhyggjur aukast, lán hækka og greiðslubyrgði eykst er fátt verra en að fá þær fréttir að húsið sé ónýtt, heilsan léleg og að tryggingarnar bæti ekki tjónið. Það er því ekki úr vegi að varpa ljósi á þá ömurlegu staðreynd að þeir sem uppgötva myglusvepp í húsakynnum sínum eiga sér enga von um að fá tjón sitt bætt.

Af dauðum kanínum úr böggluðum pípuhatti

Miðað við atburðarásina undanfarið er ekki ólíklegt að innan skamms komi fram bók eða kvikmynd sem fjalli um hetjudáðir og snilli hagfræðingsins sem bjargaði heiminum. Lögfræðingar og njósnarar verða hvíldir um stund. En hverjar gætu hetjudáðir hagfræðingsins mögulega verið í ljósi þess að hagfræðilíkönin falla hvert af öðru eins og spilaborgir og hagfræðikenningarnar nothæfar alls staðar nema í raunveruleikanum?

Stjórnmálamenn og almenningur endurnýja kynnin

Svokallaðir borgarafundir hafa verið haldnir undanfarnar vikur og meðal annars var blásið til afar fjölmenns fundar í Háskólabíói á dögunum þar sem ríkisstjórn Íslands var boðið. Þótt eitt og annað megi finna að útfærslu fundarins, þá hefur þetta form – milliliðalaus samskipti stjórnmálamanna og almennings – í raun vantað í umræðuna að undanförnu og væri í raun kærkomin viðbót við hefðbundin fjölmiðlaviðtöl og aðrar leiðir sem stjórnmálamenn hafa til að eiga í samskiptum við kjósendur.

Teljum á atkvæði á kjörstað

Það er auðvelt að fyllast öfund þegar fylgst er með kosningum í stórum löndum eins og Bandaríkjunum þar sem tölulegar niðurstöður hellast yfir áhorfandann og litskrúðug kort með úrslitum úr hverri sýslu fylla sjónvarpskjáinn. Margar ástæður eru fyrir því að telja ætti atkvæði á hverjum kjörstað í stað þess að skutlast með kjörkassa þvers og kruss um landið langt fram á kosninganótt.

Að skila inn fyrirtækjalyklunum…en smíða fyrst aukalykil

Sumir íbúðaeigendur hafa nú brugðið á það örþrifaráð að “skila inn lyklunum” því þeir ráða ekki við afborganirnar og eru búnir að tapa eignarhlut sínum. Það er miður og má ekki gerast enda koma slíkir gjörningar líklega verst niður á þeim sjálfum. En það eru fleiri sem þurfa að grípa til þessarra aðferða því margir fyrirtækjaeigendur neyðast nú til að „skila inn fyrirtækjalyklunum“…og þeir óprúttnu smíða fyrst aukalykil og komast inn aftur en láta skattgreiðendur um afborganirnar.

Leitum lausna

Umræðan í þjóðfélaginu í kjölfar bankahrunsins er átakanlega fátæk af hugmyndum að lausnum til þess að komast út úr núverandi efnahagshremmingum. Mun meiri kraftur virðist fara í neikvæðni , eftirsjá og leit að sökudólgum. Þetta er slæm þróun enda er nauðsynlegt að þjóðin taki á sig rögg og haldi áfram. Hér verður tæpt á nokkrum tillögum sem ríkisstjórnin gæti tekið upp á arma sína.

Fleyting krónunnar

Nýverið voru sett lög um gjaldeyrishöft á Íslandi. Tilgangur þessara laga virðist vera sá að takmarka eigi flótta erlendra aðila sem fjárfest hafa í íslensku krónunni. Þetta er skiljanlegt því stöður þessara fjárfesta nema víst 500 milljörðum. Þannig að ef þeim væri öllum leyft að selja krónur sínar um leið myndi gengið hríðfalla. Því getur maður séð ákveðna kosti í þessum lögum.

Reið framtíð?

Ef lýsa ætti þjóðarsál Íslendinga í dag með einu orði væri það reiði. Þjóðin er reið út í ríkisstjórnina, Seðlabankann, Fjármálaeftirlitið, gjaldþrot bankanna, spillinguna, Davíð Oddsson, Jón Ásgeir, Hannes Smárason, Bjöggana, hina útrásarvíkingana, Davíð Oddsson, krónuna, verðbólguna, húsnæðislánin, vaxtastigið, fallandi húsnæðisverð, fjöldauppsagnir, gjaldeyrishöft, launalækkanir, Davíð Oddsson og svona mætti lengi telja.

Framtíð íslensku krónunnar

Í gær var krónan set á flot á ný eftir að gjaldeyrismarkaðnum var lokað í kjölfar hruns bankakerfisins. Öllum ætti að verða orðið ljóst hversu mikilvægt það er fyrir Íslendinga að tilraun Seðlabankans til að koma af stað heilbrigðum gjaldeyrismarkaði takist. Hjá stórum hluta fyrirtækja landsins er það hreinlega spurning um líf eða dauða og gjaldþrot fjölda einstaklinga blasir við ef krónan styrkist ekki bráðlega.

Útvarp allra starfsmanna

Á dögunum þurfti opinbert hlutafélag að grípa í niðurskurðarhnífinn og segja upp fólki. Hið opinbera hlutafélag hefur sl. 2 mánuði flutt ítrekaðar fréttir af því að önnur félög í rekstri og samkeppni á almennum markaði hafi þurft að draga saman seglin með tilheyrandi uppsögnum. Þúsundir manna hafa misst vinnu sína sl. vikur en steininn tók úr að mati fréttastofu RÚV þegar á fimmta tug manna var sagt upp hjá sjálfu Ríkisútvarpinu. Starfsmenn hlutafélagsins voru ósáttir og töldu það ótækt að opinbert félag segði upp fólki.

Smáborgarapólitíkin og flótti ungs fólks

Fram að þessu hefur Ísland haft því láni að fagna að flest hæfileikaríkt fólk sem fer utan til náms kemur heim að loknu námi. Þetta hefur mikið með það að gera að við getum haldið uppi þolanlegu stjórnkerfi og einnig að Reykjavík er miklu áhugaverðari borg en borgir af sambærilegri stærð í öðrum löndum þegar kemur að menning, listum og vísindum. En nú eru óvissutímar. Ef illa er haldið á spilunum mun hæfileikafólk einfaldlega hverfa á brott.

Íslendingar og aðrir Evrópubúar

Íslendingar eru hugsanlega ekkert sér á báti, ekki einstakir viðskiptamenn í allri veröldinni, heldur erum við bara eins og aðrir Evrópubúar. Við þurfum því í fullri alvöru að skoða þá möguleika sem okkur standa til boða í samvinnu við aðrar Evrópuþjóðir.

Rís gæfusól Íslands í austri?

Nú þegar sverfir að hjá okkur Íslendingum eru væntingar til olíufundar austur af Íslandi vel þegið ljós í myrkrinu.

Trúverðugleiki íslensks viðskiptalífs

Grundvallarforsenda þess að tveir eða fleiri aðilar stundi viðskipti sín á milli er traust. Trúverðugleiki og traust eru einnig grundvallarforsendur þess að hægt verði að byggja aftur upp íslenskt atvinnulíf fljótt og örugglega á næstu árum. Þau nýju lög sem samþykkt voru á Alþingi í nótt eru afleikur af hálfu stjórnvalda og síst til þess fallin að bæta það litla traust sem alþjóðlegir fjárfestar og fjármagnseigendur hafa á Íslandi.

Heitt á grillinu

Á þeim umrótatímum sem nú ganga yfir íslenskt samfélag mæðir mikið á fjölmiðlum og fólk horfir til þeirra til að skýra frá því sem gerist. Athyglisvert hefur verið að fylgjast með þeim meðan mesta öldurótið hefur gengið yfir og þá sérstaklega hvernig sumir fjölmiðlamenn hafa tekið að sér að vera sérlegir talsmenn “almennings” eða “þjóðarinnar”.