Útvarp allra starfsmanna

Á dögunum þurfti opinbert hlutafélag að grípa í niðurskurðarhnífinn og segja upp fólki. Hið opinbera hlutafélag hefur sl. 2 mánuði flutt ítrekaðar fréttir af því að önnur félög í rekstri og samkeppni á almennum markaði hafi þurft að draga saman seglin með tilheyrandi uppsögnum. Þúsundir manna hafa misst vinnu sína sl. vikur en steininn tók úr að mati fréttastofu RÚV þegar á fimmta tug manna var sagt upp hjá sjálfu Ríkisútvarpinu. Starfsmenn hlutafélagsins voru ósáttir og töldu það ótækt að opinbert félag segði upp fólki.

Á dögunum þurfti opinbert hlutafélag að grípa í niðurskurðarhnífinn og segja upp fólki. Hið opinbera hlutafélag hefur sl. 2 mánuði flutt ítrekaðar fréttir af því að önnur félög í rekstri og samkeppni á almennum markaði hafi þurft að draga saman seglin með tilheyrandi uppsögnum. Þúsundir manna hafa misst vinnu sína sl. vikur en steininn tók úr að mati fréttastofu RÚV þegar á fimmta tug manna var sagt upp hjá sjálfu Ríkisútvarpinu. Starfsmenn hlutafélagsins voru ósáttir og töldu það ótækt að opinbert félag segði upp fólki.

Þó er það nú þannig að þetta opinbera hlutafélag starfar á fjömiðlamarkaði í samkeppni við einkahlutafélög. Þau félög hafa á undanförnum vikum einnig þurft að skera niður og segja upp fjölda fólks. Er staðan nú á fjölmiðlamarkaði sú að nær allir frjálsu fjölmiðlar landsins eiga í erfiðleikum og tvísýnt er með rekstrargrundvöll margra þeirra. Í því samhengi má ekki gera lítið úr ábyrgð og áhrifum RÚV, og í staðinn fyrir að horfa eingöngu á hverjir það eru sem skipa eigendahóp þeirra fjölmiðla sem enn tóra, ætti einnig að prófa að leiða hugann að því hvernig eignarhald frjálsra fjölmiðla liti út ef RÚV gerði ekki rekstrarmöguleika nær ómögulega með yfirburðum sínum.

Í nóvember sl. kom fram álit Samkeppniseftirlitsins um að þátttaka RÚV á auglýsingamarkaði vinni gegn fjölbreytni í fjölmiðlun og háttsemi RÚV hafi raskað samkeppni. Í álitinu kemur fram að auk þeirrar samkeppnislegu mismununar sem felst í þátttöku RÚV á auglýsingamarkaði samhliða tekjum þess af skattfé, hafi RÚV með tilboðum sínum og afsláttum gert samkeppnistöðuna enn verri á þessu sviði. Í framhaldinu beindi Samkeppniseftirlitið þeim tilmælum til menntamálaráðherra að ráðast í breytingar á löggjöf um veru RÚV á auglýsingamarkaði þannig að RÚV hverfi af markaði við fyrsta tækifæri og með hliðsjón af núverandi efnahagsástandi geti slík aðgerð stuðlað að því að einkareknir ljósvakamiðlar geti starfað áfram og tryggi valkosti almennings á sviði fjölmiðlunar.

Fljótlega verður að öllum líkindum lagt fyrir Alþingi frumvarp frá menntamálaráðherra um það hvernig stjórnvöld hyggjast bregðast við tilmælum samkeppniseftirlitsins og jafna samkeppnisstöðuna á fjölmiðlamarkaði. Þess má vænta að ríkisstjórnin undir forystu Sjálfstæðisflokksins gæti þess að samkeppni á fjölmiðlamarkaði sé virk og forskot opinbers aðila á auglýsingamarkaði verði afnumið svo starfsemi einkarekinna fjölmiðla leggist ekki af.

Í fréttum RÚV í gærkvöld sagði menntamálaráðherra að hún leggi til hækkun á útvarpsgjaldi til að ekki þurfi að koma til frekari niðurskurðar hjá RÚV sem leiðir til frekari þjónustuskerðingu við grundvallarhlutverk stofnunarinnar. Það er huggulegt að ríkisvaldið geti brugðist við með þessum hætti, þar sem frjálsu fjölmiðlarnir njóta þess ekki að fá aðstoð við að geta staðið við „grundvallar hlutverk“ sitt. Í þessu samhengi má þó nefna að morgunleikfimin og frétta- og menningartengt efni ýmis konar fékk að finna fyrir hnífnum á meðan erlent Hollywood efni er enn í hávegum haft, þrátt fyrir að vera efni sem frjálsu fjölmiðlarnir sjá eflaust sem sitt grundvallar hlutverk, án aðstoðar frá skattgreiðendum.

Stjórnendur RÚV gerðu rétt með því að huga að væntanlegum breytingum á rekstrarumhverfi RÚV og skera niður rekstrarkostnað, þar sem það hlítur að vera líklegt að ríkisstjórn hlíti tilmælum Samkeppniseftirlitsins og taki RÚV af auglýsingamarkaði. Eins og nefnt var hér í upphafi voru starfsmenn RÚV ekki hrifnir að slíkri ráðdeild. Orðrétt segir í ályktun starfsmannafélags RÚV um uppsagnirnar: „Hvernig getur það mögulega samræmst hagsmunum almennings eða ríkissjóðs að segja upp ríkisstarfsmönnum, til þess eins að greiða þeim atvinnuleysisbætur?“ Athyglisverð spurning. Kannski svo ekki þurfi að greiða öllum starfsmönnum frjálsra fjölmiðla avinnuleysisbætur.

Latest posts by Teitur Björn Einarsson (see all)

Teitur Björn Einarsson skrifar

Teitur hóf að skrifa á Deigluna í febrúar 2006.