Mér finnst skrýtið þegar leigubílstjórar bera undir mig leiðina. Hvernig á ég að vita hvernig Miklabrautin er á þessum tíma dags? Sömuleiðis er pirrandi þegar veitingamenn svara fyrirspurnum um matarval með hinu hjálplega „Það er misjafnt hvað fólki finnst.“. Þess vegna elska ég mötuneyti. Það er gulls ígildi að þurfa ekki að spá í því hvað maður vilji borða.
Undanfarið hefur umræða verið í samfélaginu um fyrningarleið ríkisstjórnarinnar. Samþykkt var á Alþingi hið umdeilda skötuselsfrumvarp og nú á vorþingi er gert ráð fyrir að strandveiðifrumvarpið verði samþykkt. Sem þekktur landkrabbi tók undirritaður sig til við að reyna afla sér upplýsinga um hvað leiðin snýst og hverjar raunverulegar afleiðingar myndu verða ef fyrningarleiðinni yrði framfylgt af núverandi ríkisstjórn.
Hugverkaréttur eða Intellectual Property Rights (IPR) er hugtak sem mikið hefur verið rætt í tengslum við alþjóðavæðingu fyrirtækja og aukið samstarf heimsveldanna þriggja; Ameríku, Asíu og Evrópu sem búa yfir mismunandi færni og áherslum í viðskiptum. Fjölþjóðafyrirtæki nýta sér gjarnan ýmsan hugverkarétt til að vernda starfsemi sína og þekkingu í þeim tilgangi að ná auknu samkeppnisforskoti yfir keppinauta sína. Kerfisbundinn hugverkaréttur felur meðal annars í sér einkaleyfi, höfundarétt, vörumerki og hönnunarvernd sem öll hafa mismunandi hlutverki að gegna.
Þann 12. apríl dreifðust flísar út um allt. Það var víst eitthvað minni eftirspurn eftir bjálkunum, enda kannski nóg af þeim fyrir án þess að fólk bara hafi gert sér grein fyrir því. Við þurfum ekki endilega að horfa framhjá flísinni í auga náungans en gleymum ekki bjálkanum í okkar eigin. Aðeins þannig getur byggst hér upp hið réttláta samfélag sem okkur finnst við hafa farið á mis við en ekki það samfélag illsku, hefndar og reiði sem nú virðist vera að verða til.
Í mánuðnum sem er að líða hefur íslenska þjóðin fengið formlegt bréf frá tveimur útrásarvíkingum, þeim Jón Ásgeiri Jóhannessyni og Björgólfi Thor Björgólfssyni. Nánast ekkert hefur heyrst frá þessum mönnum eftir bankahrun og því má velta því fyrir sér hver hafi verið tilgangurinn með þessum bréfaskriftum þeirra.
Nú eru liðnar tæpar tvær vikur frá útgáfu skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis. Mönnum hefur því gefist tækifæri til að kynna sér meginefni skýrslunnar og bregðast við. Flestir hafa því miður brugðist við með því að benda á aðra og eru flokkssystkini mín í Sjálfstæðisflokknum þar engin undantekning.
Ekkert nýtt kom fram um mál fjölskyldu Þorgerðar Katrínar í vikunni. Samt féll kastljósið á hana umfram aðra og hún sagði af sér varaformannsembætti í Sjálfstæðisflokknum. En hversu sanngjarnt er það?
Í gær fór fram útför Lech Kaczynski, forseta Póllands, sem lést í flugslysi þann 10. apríl sl. Útförin var gerð frá Wawel-dómkirkjunni í Kraká en forsetinn var einnig grafinn þar ásamt eiginkonu sinni, Mariu Kaczynska. Þau deila grafarstað með mörgum sögufrægum Pólverjum, þar á meðal ýmsum stjórnmálamönnum og listamönnum, og er grafarstaðurinn því heilagur í hugum margra í Póllandi. Var það þar af leiðandi afar umdeilt hvort grafa ætti Kaczynski þar eður ei.
Það hrundi allt fyrir augunum á okkur. Allt sem við trúðum á. Allt sem við treystum á. Eitt af höfuðstoltum okkar Íslendinga. Óslökkvandi stjarna á himnum. Útrásin sem okkur öllum var að skapi. Eða flestum. Við vildum öll japla á gulli í Mílanó, væna og dæna með 50 Cent á Jamaíka og bjóða Elton John í afmælið okkar. Þetta var nefnilega hrikalega töff. Við vildum öll vera memm. Þangað til það hrundi allt fyrir augunum á okkur.
Ein meginniðurstaða rannsóknarskýrslunnar var að hrunið sé að mestu íslensk framleiðsla. Þrátt fyrir það halda margir en í þá sýn að orsakir hérlendra vandamála megi rekja til vondra útlenskra hugmynda.
Útgáfa skýrslu þremenninganna í Rannsóknarnefnd Alþingis og siðferðihópsins eru mikilvæg tímamót fyrir Íslendinga. Hún er í senn ákveðinn endapunktur á því efnahagslega hruni sem dundi yfir Ísland haustið 2008 og upphafið að því uppgjöri sem fram þarf að fara vegna hrunsins.
Undanfarið hefur ritskoðun kínversku ríkisstjórnarinnar á leitarvélinni Google verið til umræðu. Google risinn reis upp og neitaði að taka þátt í ritskoðun kínversku ríkisstjórnarinnar á netinu og var kínverska ríkisstjórnin langt frá því að vera sátt með viðbrögðin. Nú er svo komið að Kínverjar hafa meira að segja bannað alla jákvæða umræðu um Google. Sem Íslendingur getur verið erfitt að ímynda sér ritskoðun, en í samanburði við margar aðrar þjóðir búum við við ákaflega ríka mannréttindavernd.
Nýlega birtist myndband frá samtökunum Wikileaks sem sýnir viðurstyggilega framgöngu bandarískra hermanna í Írak. Myndbandið er því miður ekki einsdæmi þegar kemur að óskiljanlegum grimmdarverkum bandarískra hermanna í landinu en ber þar helst að nefna Abu Ghraib fangelsið alræmda, en þaðan birtust myndir af hermönnum að niðurlægja og pynta íraska fanga.
Nýtt framboð, Besti flokkurinn, hefur litið dagsins ljós og ætlar að bjóða fram lista í Borgarstjórnarkosningunum í Reykjavík í vor. Samkvæmt skoðanakönnunum næði þessi nýi flokkur undir forystu Jóns Gnarrs inn tveimur borgarfulltrúum ef kosið yrði nú. Á sama tíma og hægt er að hafa mjög gaman að þessu framboði sem slíku er ljóst að Besti flokkurinn flytur skýr skilaboð til annarra stjórnmálaflokka.
Skynsamleg hagstjórn í alvarlegri niðursveiflu felst ekki í skattahækkunum sem letja bæði neyslu og fjárfestingu. Þetta hljóta ráðherrar ríkisstjórnarinnar að vita, en hafa samt valið að fara einmitt slíka leið. Skýringin felst líklegast í himinháum skuldum hins opinbera sem setja hagstjórninni verulegar hömlur. En skuldirnar eru ekki nema að hluta til komnar vegna hallareksturs ríkissjóðs. Hvað eru þá skattahækkanirnar á þjóðina að fjármagna? Svarið við þessu, og miklu fleira, í pistli dagsins.
Málaflokkurinn jafnrétti er eins og sjóðandi heit kartafla, sem enginn kærir sig um að halda á lofti lengur en fáeinar sekúndur af ótta við að skaðbrenna sig. Af einhverjum óskiljanlegum orsökum virðist þessi kartafla vera mun heitari í höndum Sjálfstæðismanna, og alveg sjóðandi í höndum kvenna innan flokksins. Jafnréttisstefnu skilgreini ég á þá vegu að hún geri okkur kleift að skapa ástand þar sem einstaklingar eru metnir eftir hæfni, ekki kyni. Að metnaður og dugnaður komi fólki nær takmarki sínu og að kyn þeirra þurfi ekki að spila þar inn í.
23. mars síðastliðinn voru undirrituð lög sem fela í sér róttækustu breytingar á heilbrigðiskerfi Bandaríkjanna í marga áratugi. Ýmsum mikilvægum spurningum um þýðingu laganna og afleiðingar þeirra verður ekki svarað fyrr en á komandi árum, jafnvel áratugum, en í upphafi skyldi endinn skoða.
Páskahugvekja eftir Kjartan Örn Sigurbjörnsson:
Viku fyrir páskahátíð gyðinga nálguðust tvær fylkingar Jerúsalem. Úr vestri kom landstjórinn Pontius Pílatus og með honum rómverskir hermenn. Þar var gengið í takt og þar voru veifur á lofti og það glampaði á hertygi riddara og fótgönguliða.
Í dag er föstudagurinn langi. Dagur sem mörgun stendur nærri. Dagur þegar margir leitast við að horfa inn á við. Taka ytra áreiti úr sambandi og íhuga atburð sem varð á suðlægum slóðum fyrir tæpum tveimur árþúsundum. Atburð sem í senn hafði í för með sér endalok og nýtt upphaf. Atburð sem talar sterkt til mijóna manna og ætti að tala sérstaklega sterkt inn í þær aðstæður sem nú eru uppi í íslensku samfélagi.
Í dag er merkilegt að heyra hvernig samfélagsumræðan er að þróast. Það virðist vera eins og allt hið besta komi frá Íslandi og allt hið slæma komi frá útlöndum. Menn keppast við að segja frá vondum aðkomumönnum sem eiga sér þó ósk heitasta að gleypa land og þjóð í einum bita. Þetta getur ekki verið satt, er það? Allir hljóta gera sér grein fyrir að þetta séu öfgar og þeim bera að taka með ákveðnum fyrirvara. Oft er um að ræða skoðanir fólks sem hefur önnur markmið að vettugi eins og til dæmis andstæðingar Evrópusambandsins. Menn reyna þá að mála skrattann á vegginn í von um að hræða þjóðina frá ákvörðun sem þeir telja slæma. En hverjar eru afleiðingar þess?