Hangið í almenningi

Mér finnst skrýtið þegar leigubílstjórar bera undir mig leiðina. Hvernig á ég að vita hvernig Miklabrautin er á þessum tíma dags? Sömuleiðis er pirrandi þegar veitingamenn svara fyrirspurnum um matarval með hinu hjálplega „Það er misjafnt hvað fólki finnst.“. Þess vegna elska ég mötuneyti. Það er gulls ígildi að þurfa ekki að spá í því hvað maður vilji borða.

Mér finnst skrýtið þegar leigubílstjórar bera undir mig leiðina. Hvernig á ég að vita hvernig Miklabrautin er á þessum tíma dags? Sömuleiðis er pirrandi þegar veitingamenn svara fyrirspurnum um matarval með hinu hjálplega „Það er misjafnt hvað fólki finnst.“. Þess vegna elska ég mötuneyti. Það er gulls ígildi að þurfa ekki að spá í því hvað maður vilji borða.

Stundum vill maður nefnilega að einhver hugsi fyrir mann. Heilmargir, og líklega flestir, nenna til dæmis ekki að spá í pólitík, nema að takmörkuðu leyti. Það er því hlutverk stjórnmálamanna að leggja fram sýn og reyna hrífa fólkið með sér, sannfæra það um að þeirra sýn sé best. Undarlega margir velja þó hina leiðina, sem er að reyna átta sig á hvert leið almennings liggur, og bíða svo veifandi þegar almenningurinn mætir á svæðið.

Í stórum umdeildum málum, til dæmis Evrópumálum, eða flugvallarmálinu og mörgum fleiri svona já/nei-málum virðast afar margir velja þá leið að annaðhvort velja sig strategískt inn á þá skoðun sem er í meirihluta hverju sinni, eða þegja annars. Undarlega fáir virðast hafa hugrekki til að tala gegn skoðunum meirihlutans. Sem er undarlegt. Til hvers að vera í stjórnmálum ef ekki til að breyta hlutum og fá fólk til að skipta um skoðun?

Fulltrúalýðræðið myndi virka best ef fólk setti fram sína skoðun, reyndi að afla henni fylgis og bæri hana undir dóm kjósenda. Þeir sem hefðu hljómgrunn væru á þingi, aðrir ekki. En þess í stað hefur maður það á tilfinningunni að stjórnmálastéttin sé full af mönnum og konum sem langar bara í völd valdanna vegna. Þau reyna því bara að giska á hvað röddin í heila fólks segir, og reyna svo að segja það sama, bara betur.

Latest posts by Pawel Bartoszek (see all)

Pawel Bartoszek skrifar

Pawel hóf að skrifa á Deigluna í september 2002.