Málefnaumræða á lægra plani

Í dag er merkilegt að heyra hvernig samfélagsumræðan er að þróast. Það virðist vera eins og allt hið besta komi frá Íslandi og allt hið slæma komi frá útlöndum. Menn keppast við að segja frá vondum aðkomumönnum sem eiga sér þó ósk heitasta að gleypa land og þjóð í einum bita. Þetta getur ekki verið satt, er það? Allir hljóta gera sér grein fyrir að þetta séu öfgar og þeim bera að taka með ákveðnum fyrirvara. Oft er um að ræða skoðanir fólks sem hefur önnur markmið að vettugi eins og til dæmis andstæðingar Evrópusambandsins. Menn reyna þá að mála skrattann á vegginn í von um að hræða þjóðina frá ákvörðun sem þeir telja slæma. En hverjar eru afleiðingar þess?

Í dag er merkilegt að heyra hvernig samfélagsumræðan er að þróast. Það virðist vera eins og allt hið besta komi frá Íslandi og allt hið slæma komi frá útlöndum. Menn keppast við að segja frá vondum aðkomumönnum sem eiga sér þó ósk heitasta að gleypa land og þjóð í einum bita. Þetta getur ekki verið satt, er það? Allir hljóta gera sér grein fyrir að þetta séu öfgar og þeim bera að taka með ákveðnum fyrirvara. Oft er um að ræða skoðanir fólks sem hefur önnur markmið að vettugi eins og til dæmis andstæðingar Evrópusambandsins. Menn reyna þá að mála skrattann á vegginn í von um að hræða þjóðina frá ákvörðun sem þeir telja slæma. En hverjar eru afleiðingar þess?

Undanfarna mánuði hef ég heyrt mikið um það slæma sem alþjóðasamstarf hefur í för með sér. Fangelsinn eru full af útlendingum, úti í Evrópu eru slæmir menn sem ætla að eignast allar auðlindir okkar og Gordon Brown ætlar persónulega að gera hvern einn einast Íslending að skuldaþræl. Burt séð frá því hvort það sé einhver sannleikur á bak við þennan fréttaflutning þá verðum við að gera okkur grein fyrir hvað afleiðingar þetta hefur. Hvað gerist ef heil þjóð fer að óttast það sem kemur að utan og líta á aðkomumenn sem óþokka og glæpamenn?

Á síðast liðnum mánuðum hef ég nefnilega farið að taka eftir undirtón í samfélaginu sem virðist vera að aukast, kynþátta- eða útlendingahatur. Fólk virðist engan veginn vera gera sér grein fyrir því en með öfgafullri málefna umræðu hefur hatur mikið færst í aukanna. Meir og meir heyrir maður um að hér beri að loka landamærum svo hver sem er geti ekki komist inn í landið. Það skipti ekki neinu máli þó að einstaklingar komi hingað á fullkomlega lögmætan hátt, Íslandi beri hreinlega að sigta út alla þá slæmu. Og hverjir eru þeir slæmu? Það virðast vera flestir sem koma frá undlöndum að undanskildum Norðurlandabúum sem okkur líkar enn vel við. Spurning hvort það eigi eftir að endast út árið.

Þegar málefnaleg umræða er tekin fyrir má verður fólk að gera sér grein fyrir afleiðingum orða sinna. Rök sem eiga að fylla hlustendur af ótta eru sjaldan rétt og skilja oft eftir ákveðið óbragð. Við þurfum ekki nema að líta til Bandaríkjanna og sjá hvernig grasrótar mótmælin þar í garð Obama forseta virðast vera full af hatri og reiði. Þar hafa einstaklingar meir að segja orðið svo hræddir að þeir hafa gripið til ofbeldis. Því hlýtur að vera betri leið til að halda uppi málefnum sínum en að spúa hatri yfir almúgann.

Ég vonast því til þess að við sem fullorðið fólk séum fær um að halda úti rökræðum á hærra plani. Því að afleiðingarnar eru of mikilar ef rangt er farið að. Ísland hefur alltaf, meðan ég man til, verið umburðarlynt og sanngjarnt samfélag og því á ekki að breyta. Við hljótum að geta rætt saman án þess að gera lítið úr náunganum.

Latest posts by Einar Leif Nielsen (see all)

Einar Leif Nielsen skrifar

Einar Leif hóf að skrifa á Deigluna í janúar 2008.