Undanfari nýrra tíma

Í dag er föstudagurinn langi. Dagur sem mörgun stendur nærri. Dagur þegar margir leitast við að horfa inn á við. Taka ytra áreiti úr sambandi og íhuga atburð sem varð á suðlægum slóðum fyrir tæpum tveimur árþúsundum. Atburð sem í senn hafði í för með sér endalok og nýtt upphaf. Atburð sem talar sterkt til mijóna manna og ætti að tala sérstaklega sterkt inn í þær aðstæður sem nú eru uppi í íslensku samfélagi.

Í dag er föstudagurinn langi. Dagur sem mörgun stendur nærri. Dagur þegar margir leitast við að horfa inn á við. Taka ytra áreiti úr sambandi og íhuga atburð sem varð á suðlægum slóðum fyrir tæpum tveimur árþúsundum. Atburð sem í senn hafði í för með sér endalok og nýtt upphaf. Atburð sem talar sterkt til mijóna manna og ætti að tala sérstaklega sterkt inn í þær aðstæður sem nú eru uppi í íslensku samfélagi.

Þetta er ansi þungur dagur. Dagurinn er enda nátengdur þungum tilfinningum. Sorg, skömm, doði, efi, óvissa, örvænting, ótti og reiði eru meðal þeirra orða sem koma upp í hugann þegar maður reynir að setja sig í spor þeirra fylgismanna Jesú sem stóðu álengdar og fylgdust með atburðunum á Golgata þennan dag. Atburðum sem snertu við innsta kjarna tilveru þeirra en þeir megnuðu ekki að hafa minnstu áhrif á.

Það yndislega við föstudaginn langa er þó hin tvöfalda vídd hans. Hvernig þessar neikvæðu tilfinningar umbreytast í aðrar jákvæðari við upprisuna. Dauði annars vegar og eilíft líf hins vegar. Örvænting og von. Efi og trú. Atburðir föstudagsins langa eru nefninlega undanfari nýs upphaf. Forsenda nýrra tíma. Nóttin á undan nýjum degi.

Ofangreind orð vekja ákveðin hugrenningartengsl við Ísland nútímans. Þau lýsa vel þeim tilfinningum sem gegnsýrt hafa íslenskt samfélag síðasta eina og hálfa árið og stýrt hafa mest allri umræðu hér. Nú vil ég ekki leggja þetta tvennt að jöfnu, dauða Krists á krossinum og kollsteypu íslensks efnahagslífs, en ákveðin líkindi eru með eðlilegum viðbrögðum þeirra sem hjá standa og atburðirnir hafa bein áhrif á. Þessar tilfinningar eru fullkomlega eðlilegar og viðbúnar. Þess verður þó að gæta að þær verði ekki viðvarandi ástand og nái þannig að hafa mótandi áhrif á það tímabil sem í hönd fer. Uppbyggilegri tilfinningar verða einfaldlega að ná að skína í gegn þannig að framför megi leysa stöðnun eða hreina afturför af hólmi.

Á Íslandi er tortryggnin ríkjandi ástand. Öllum eru fyrirfram ætlaðar annarlegar hvatir. Traust eru fágæt verðmæti og samstöðu skortir átakanlega í smáu sem stóru. Við sem þjóð getum ekki leyft okkur þann lúxus að halda áfram á sömu braut. Sárlega er þörf á meðvitaðri breytingu á hugarfari meðal þeirra sem með málefni þjóðarinnar fara hvort sem það er meðal stjórnmálamanna eða forsvarsmanna hagsmunasamtaka. Meginábyrgð þessara aðila felst í því að færa íslenskri þjóð trú á eigin framtíð. Fyrr munu nýtt tímabil velsældar ekki renna upp.