Ég hef alltaf haft gaman af tónlist, byrjaði meir að segja mjög snemma. 6 ára var drengurinn strax orðinn harður aðdáðandi Lionel Richie, Genesis og Kraftwerk. Sem betur fer þroskaðist tónlistasmekkurinn aðeins þegar á leið og snemma á tíundaáratugnum var það gruggið sem heillaði. Síðan þá hef ég alltaf notið tónlistar og spilað á hljóðafæri. Því finnst mér undarlegt að sjá tilgangslausa baráttu útgáfufyrirtækjanna gegn tónlist sem er dreift á netinu. Vissulega er sumt slæmt við ólöglegt aðgengi að efni á netinu en líka margt gott.
Jafnrétti kynjanna hefur verið ofarlega í þjóðfélagsumræðunni undanfarin ár og áratugi. Flestir hafa skoðanir á þessum málum og þrátt fyrir að vera sammála um markmiðið og tilganginn, virðist fólk oft á tíðum vera ósammála um leiðina að endamarkinu.
Búið er að telja upp úr kjörkössunum og úrslit borgarstjórnarkosninganna eru ljós. Besti flokkurinn er sigurvegari kosninganna, Sjálfstæðisflokkurinn tapar fylgi en má vel við una, Samfylkingin tapar fylgi, Vinstri grænir tapa einnig frekar óvænt fylgi og Framsóknarflokkurinn þurrkast hreinlega út. Aðrir flokkar mælast vart.
Í dag er kosið til borgarstjórnar. Þó það geti vissulega verið spennandi tilhugusun að gera dálítið grín að kjörnu fulltrúunum og veita þeim ráðningu þá er ekki skynsamlegasta valið til fjögurra ára.
Í lok sumars 2008 skrifaði ég hressan pistil um þjóðarstoltið, „Að finna fyrir Þjóðarstoltinu“, og hvernig íslenska þjóðin sameinaðist í ótrúlegri stemningu þegar Silfurstrákarnir komu heim af Ólympíuleikunum í handbolta. Það er skemmtilegt að rifja upp hversu magnað andrúmsloft ríkti í samfélaginu á þessum tíma. Sumarið hafði náð hámarki, allir áttu nóg af peningum og vitleysan í hámarki….mikið var þetta góður tími!
20. apríl síðastliðinn varð sprenging í olíuborpalli British Petroleum á Mexíkóflóa, sem varð 11 starfsmönnum borpallsins að bana og olli því að olía hefur streymt óhindrað úr borholunni í flóann í rúman mánuð.
Nú í vikunni gáfu Suður-kóresk yfirvöld út niðurstöðu rannsóknarnefndar, sem var ætlað að rannsaka hvað varð til þess að Suður-kóreskt herskip sökk í mars á þessu ári. Þar kom fram að það hafi verið Norður-kóreskt tundurskeyti sem hafi sökkt herskipinu með þeim afleiðingum að 46 hermenn létu lífið. Yfirvöld í Pyongyang hafa brugðist hart við þessum ásökunum og segja þær falsaðar og hafa hótað allsherjarstríði ef að Suður-Kórea reyni að svara fyrir árásina.
Bastían bæjarfógeti í gallabuxum og skyrtu, spilling fyrir opnum tjöldum, ísbjörn í Húsdýragarðinn, frítt í strætó fyrir námsmenn og aumingja, blár rafmangshúsbíll fyrir borgarstjóra, hlusta meira á konur og gamalt fólk, fangelsi á Kjalarnesi fyrir hvítflibba-krimma, frítt í sund fyrir alla, ókeypis handklæði svo allir komist þurrir og lifandi heim til fjölskyldunnar sinnar og alls konar meira fyrir aumingja. Það er ljóst að Besti flokkurinn býður uppá spaugileg, brosleg en jafnframt undarleg stefnumál fyrir reykvíska kjósendur þetta árið.
Þann 30. maí nk. fer fram fyrsta umferð í forsetakosningunum í Kólumbíu og eru tíu manns í framboði, þar af ein kona. Ef enginn frambjóðandi fær meirihluta atkvæða í fyrstu umferð fer fram önnur umferð þann 20. júní, og samkvæmt skoðanakönnunum mun kólumbíska þjóðin þá velja á milli þeirra Juan Manuel Santos, fyrrum varnarmálaráðherra landsins, og Antanas Mockus, fyrrum borgarstjóra í Bogotá.
Framundan eru borgarstjórnarkosningar í Reykjavík. Það er alltaf gleðiefni þegar blásið er til kosninga, en aðdragandi þessara kosninga hefur verið gleðilegri en gengur og gerist, og er þar fyrir að þakka framboði Besta Flokksins, hópi fólks sem undir forystu Jóns Gnarr hefur lagst í háðungarherferð gegn ríkjandi öflum í borgarpólitíkinni. Á stuttum tíma hefur flokkurinn aflað sér risavaxins fylgis, og ég held að ekki sé vitlaust að velta fyrir sér ástæðunum sem liggja að baki – öðrum en þeim augljósu, að fók er alltaf veikt fyrir góðu gríni og vandlega smíðaður brandari á sér alltaf aðdáendur.
Samkvæmt nýjustu könnun MMR mælist Besti Flokkurinn, stærsti stjórnmálaflokkurinn í Reykjavík, með um 36% fylgi og 6 menn inni í borgarstjórn. Allir aðrir flokkar missa fylgi samkvæmt könnuninni. Miklar umræður hafa skapast um Besta Flokkinn og hefur nýjasta útspilið, „Við erum Best“ myndbandið vakið mikla athygli, enda ekki annað hægt að segja en að myndbandið sé stórskemmtilegt. Mestu umræðurnar virðast snúast um það hvort þetta sé allt saman eitt stór gjörningur eða hvort alvara liggi að baki framboðinu.
Það hrannast upp óveðurskýin í Evrópu og kringum evruna þessa dagana, svona fyrir utan öskuskýin sem einnig valda töluverðum vandræðum. Ráðherrar í Evrópu keppast við að tala upp evruna og dæla peningum inn í gjaldþrota hagkerfi eins og enginn sé morgundagurinn. Aðferðirnar minna helst á hamagang bankanna árið 2008 þegar þeir kepptust við að lána hver öðrum peninga allt með það fyrir augum að komast í gegnum þetta, bjarga dæminu. Vonandi fer ekki eins fyrir evrunni og fór fyrir íslensku bönkunum og kannski engin sérstök ástæða til að óttast það.
Hvað er yndislegra en að láta sólina skína í trýnið á sér á fallegum sumardegi? Líklega fátt dásamlegra en því geta fylgt ömurlegar afleiðingar. Stærsta líffæri líkamans er oftast óvarið og getur farið illa þegar sterkir geislar sólarinnar lenda á húðinni. Það er þó auðvelt að verja sig fyrir þessum hættulegu fylgifiskum sólskinsins.
Nú eru liðnir liðlega 17 mánuðir frá því að hin svokallaða Búsáhaldarbylting hófst. Flestum eru þessir atburðir enn í fersku minni og mun viðfangefni þessarar greinar ekki vera um þá pólitísku eða samfélagslegu útkomu sem kom í kjölfar byltingarinnar heldur verður sjónum beint að þeim sem fóru hvað mestu offari í mótmælunum sjálfum og hafa nú verið dregnir fyrir dómstóla vegna þess.
Ein af þeim niðurstöðum sem rannsóknarnefnd alþingis kemst að í nýútgefinni skýrslu sinni er sú að hagstjórn á Íslandi undanfarinn áratug hafi kynt undir ójafnvægi í hagkerfinu í stað þess að tempra það eins og vera ber. Það ætti reyndar að vera hverjum manni ljóst að þessi gagnrýni á fullan rétt á sér. Hins vegar hafa margir valið að grípa sérstaklega á lofti gagnrýni á skattalækkanir í stjórnartíð Sjálfstæðisflokksins, sem nefndin telur að hafi aukið enn á þenslu í yfirspenntu hagkerfi landsins á tímabilinu. Á sú gagnrýni rétt á sér? Þetta, og miklu fleira, í pistli dagsins á Deiglunni.
Það er nú fátt leiðinlegra en að bíða í röð, sérstaklega að bíða í röð til þess að bíða í annarri röð til þess að loks komast að, sem þú varst að leitast eftir. Það er eitt leiðinlegra jú, að bíða í rigningunni heillengi eftir einhverju og komast svo að því að þú færð ekki það sem þú varst að bíða í röð eftir því það er búið að loka loksins þegar það kemur að þér. Jú, svo er líka ofsalega leiðinlegt að bíða og bíða en komast svo að því að það sem þú varst að bíða eftir er bara búið.
Eitt af því sem gjarnan er öðruvísi á milli menningarheima, og jafnvel landa, er barnauppeldi og viðhorf samfélagsins til barna. Í sumum löndum er það sjálfsagður hluti barnauppeldis að slá börn, annars staðar er það bannað með lögum, sums staðar er það eðlilegasti hlutur í heimi að senda ungabörn til dagmömmu, í öðrum löndum er ókunnugum ekki treyst fyrir hvítvoðungum.
Í Silfri Egils síðastliðinn Sunnudag var viðtal við William K. Black prófessor við háskólann í Missouri sem taldi það kýrskýrt að íslensku bankarnir hefðu rekið svokallaðar Ponzi svikamyllur. Til þess að leggja mat á þessi orð er nauðsynlegt að líta aðeins nánar á Ponzi svikamyllur og eðli þeirra.
Stephen Hawking, eðlisfræðingurinn víðfrægi, sem almennt er talinn einn af gáfuðustu einstaklingum okkar plánetu, kom heimsbyggðinni allhressilega á óvart þegar hann lýsti yfir áhyggjum sínum af geimverum. Hann telur það fullvíst að geimverur séu til, bæði í örveruformi og sem hafa þróað með sér vitsmunalíf. Hann segir að við jarðabúar, eigum alls ekki að reyna að ná sambandi við þessar geimverur heldur reyna eftir fremsta megni að láta lítið fyrir okkur fara, svo við lendum nú ekki í klónum á nýlenduherrum alheimsins eða verðum peð í alþjóðapólitík algeimsins.
Ímyndaðu þér í að einn dag myndi talsmaður ríkissins banka upp á heimili þínu. Hann væri með byssu í hægri hendinni og saklausan mann í þeirri vinnstri. Tilboðið væri svo einfalt ef þú værir tilbúinn að taka að þér aftöku á þeim saklausa myndi ríkið greiða þér eina milljón dollara (um 120 milljónir króna). Einu afleiðingarnar af þessu væru slæm samviska og stærri bankareikningur. Hvað myndir þú gera?