Ponzi svikamyllur

Í Silfri Egils síðastliðinn Sunnudag var viðtal við William K. Black prófessor við háskólann í Missouri sem taldi það kýrskýrt að íslensku bankarnir hefðu rekið svokallaðar Ponzi svikamyllur. Til þess að leggja mat á þessi orð er nauðsynlegt að líta aðeins nánar á Ponzi svikamyllur og eðli þeirra.

Í Silfri Egils síðastliðinn Sunnudag var viðtal við William K. Black prófessor við háskólann í Missouri sem taldi það kýrskýrt að íslensku bankarnir hefðu rekið svokallaðar Ponzi svikamyllur. Til þess að leggja mat á þessi orð er nauðsynlegt að líta aðeins nánar á Ponzi svikamyllur og eðli þeirra.

Nafnið Ponzi kemur frá bandaríkjamanninum Charles Ponzi sem varð landsþekktur í kringum 1920 fyrir stóra svikamyllu sem hann rak. Ponzi var langt því frá upphafsmaður þessa tegunda fjársvika en umfang og fjölmiðlaumfjöllun um verk hans skiluðu honum því að svikin tóku nafn hans.

Ponzi svikamyllur lýsa sér þannig að fjárfestum er greidd ávöxtun með þeirra eigin fé frekar heldur en að fé þeirra sé notað í fjárfestingar sem skili svo arði sem hægt er að deila út til fjárfesta.

Tökum dæmi. Fjárfestir setur 100 (milljónir) krónur í fjárfestingarsjóð sem lofar honum 12% árlegri ávöxtun. Sjóðurinn leggur peninginn inn á bankareikning en greiðir fjárfestinum 1 krónu á mánuði í vexti. Í lok árs þá telur fjárfestirinn sig hafa fengið 12% ávöxtun (hærri vegna vaxtavaxta) en í raun og veru hefur hann bara fengið sína eigin peninga afhenta aftur. Sjóðurinn situr ennþá með 88 krónur á reikning til þess að greiða honum út á komandi árum. Eftir nokkur ár þá er sú upphæð búin en fjárfestirinn er ekki einn um hituna.

Þessi góði árangur fjárfestisins leiðir til þess að vinir hans og kunningjar byrja líka að fjárfesta í fjárfestingasjóðnum sem leiðir til þess að sjóðurinn getur haldið áfram að greiða ávöxtunina. Sjóðurinn hefur engin tök á því að greiða út höfuðstóla en á meðan menn halda áfram að setja nýtt fé í sjóðinn þá heldur sjóðurinn lífi.

Stærsta Ponzi svikamylla sem dæmi eru um er mál Bernards Madoffs sem spilaði dæmið hér að ofan. Í stað þess að bjóða grunsamlega háa ávöxtun, þá bauð hann 12% „örugga“ ávöxtun. Einnig hélt hann sjóðnum sínum lokuðum nema fyrir „sérvalda“ (hann var þó alltaf tilbúinn að gera undantekningu fyrir „þig“) og gerði það sjóðinn enn meira spennandi fyrir vikið. Svik Madoffs komust upp þegar markaðir í bandaríkjunum lækkuðu skart og fólk byrjaði að taka höfuðstólinn sinn út úr sjóðnum hans. Heildarsvik Madoffs hafa verið metin á milli 12 og 21 milljarð bandaríkjadala og var hann dæmdur í 150 ára fangelsi þann 29 júní 2009.

Af þessu má ráða að ef Íslensku bankarnir voru að reka Ponzi svikamyllu þá hafa þeir þurft að:

a) Bjóða fólki mjög háa ávöxtun til að lokka það til sín
b) Vaxa mjög hratt til þess að nýtt fé inn dugi til þess að greiða ávöxtun þeirra sem fyrir eru

Þó þessum tveimur skilyrðum sé fullnægt er þó ekkert hægt að segja um hvort um svik sé að ræða heldur þarf að bíða og sjá hvernig sérstakur saksóknari mun hegða sínum ákærum en von er á þeim í Maímánuði.

Latest posts by Óli Örn Eiríksson (see all)

Óli Örn Eiríksson skrifar

Óli Örn hóf að skrifa á Deigluna í september 2004.